Eftir kaup á notuðum bílum
- Skráðu þig inn á Tesla reikninginn þinn til að athuga hvort bíllinn þinn er nú þegar tengdur. Ef bíllinn þinn er ekki tengdur hefur seljandi ekki bætt bílnum við Tesla reikninginn þinn enn sem komið er. Til að gera tilkall til eignarhalds á bílnum skaltu fara á „Keyptirðu bíl af þriðja aðila?“ á Tesla reikningnum þínum og fylgja leiðbeiningunum á skjánum. Frekari upplýsingar um Tesla reikninginn þinn.
- Þegar bíllinn þinn er tengdur Tesla reikningnum þínum ætti hann að birtast í Tesla appinu. Þú getur notað Tesla appið til að læsa og opna með símalyklinum, stjórna hita, skoða hugbúnaðaruppfærslur og fleira. Frekari upplýsingar um Tesla appið þitt.
- Ef þú fluttir inn ökutækið þarftu skjal með staðfestingu á fylgispekt (e. Certificate of Conformity - COC) til að klára endurskráningu þess. Hafðu samband til að biðja um COC-skjal. Athugaðu að gjald verður innheimt.
Til að skoða eigendahandbókina skaltu ýta á „Service“ á snertiskjá bílsins eða skoða fyrir Model S, Model 3, Model X eða Model Y.
Hleðsluvalkostir
Þægilegast er að hlaða heima hjá sér. Frekari upplýsingar um uppsetningu á heimahleðslu og hleðslutengi. Á snertiskjánum í bílnum birtast hleðslumöguleikar í leiðsögukerfinu. Skoðaðu algengar spurningar um Supercharger-hraðhleðslu og opinbera hleðsluvalkosti þriðju aðila.
Þjónusta
Ólíkt bensínbílum þurfa Tesla bílar ekki á reglulegu viðhaldi að halda (hefðbundnum olíuskiptum, skiptum á olíusíum, kertum eða útblástursmælingum) en ef þörf er á þjónustu Tesla geturðu bókað tíma á auðveldan hátt í Tesla appinu. Frekari upplýsingar um tímasetningu þjónustuheimsóknar.
Ábyrgð bílsins
Tesla bifreiðin þín gæti fallið undir ábyrgð ökutækis. Frekari upplýsingar um gildissvið ábyrgða.
Akstursábendingar
Bættu akstursupplifunina óháð árstíðum með akstursráðum okkar fyrir kalt veður og heitt veður. Fáðu frekari upplýsingar um hámörkun á nýtni í drægnisábendingum okkar.
Aukabúnaður fyrir ökutæki
Skoðaðu opinberu Tesla verslunina til að panta aukabúnað fyrir ökutækið, þar á meðal Wall Connectors, þakgrindur og felgupakka.