Ábendingar um vetrarakstur

Hvítur Model 3 og blár Model Y kyrrstæðir á snæviþakinni sléttu með snæviþakin fjöll í bakgrunni

Tesla bíllinn þinn er með marga eiginleika sem eru gerðir til að bæta akstursupplifun þína í köldu veðri. Allir Tesla bílar bjóða upp á bestu mögulega vetraraksturseiginleika vegna jafnrar þyngdardreifingar, afar næmrar mótorstýringar og öflugrar spólvarnar.

Þegar kalt er í veðri nota bílar meiri orku til að vinna gegn aukinni loftmótstöðu og til að hita farþegarýmið og háspennurafhlöðuna. Kynntu þér hvernig ýmsir eiginleikar og aukabúnaður geta tryggt sem bestan akstur í köldu veðri.

Ábendingar um þægindi og hentugleika

Skoðaðu eiginleika bílsins og appsins til að tryggja þægilega og hentuga ferð.

Forhitun bílsins

Forhitunin hitar rafhlöðu og farþegarými Tesla bílsins fyrir brottför og tryggir þægilega akstursupplifun. Þú getur búið til áætlun á snertiskjá bílsins eða í Tesla appinu til að stilla tíma og tíðni forhitunar á bílnum.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að tímasetja forihitun á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“ > „Áætlun“.
  2. Veldu staðinn þar sem þú vilt búa til áætlun.
  3. Ýttu á táknið við hliðina á „Forhitun“.
  4. Veldu tímana, dagana og tíðnina sem þú vilt nota til að tímasetja forhitun á bílnum.
  5. Ýttu á „Búa til“.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að tímasetja forhitun í Tesla appinu:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Áætlun“.
  3. Fyrir neðan „Áætlun“ velurðu staðinn þar sem á að búa til áætlun.
  4. Ýttu á táknið í efra hægra horninu til að hefjast handa.
  5. Veldu tímana, dagana og tíðnina sem þú vilt nota til að tímasetja forhitun á bílnum.
  6. Ýttu á „Búa til“.

Hleðslulota tímasett

Með því að tímasetja hleðslulotu getur þú stýrt því hvenær hleðsla Tesla bílsins hefst og/eða lýkur. Þegar kalt er í veðri getur þú tímasett hleðslulotu nær brottfarartíma til að minnka orkuna sem þarf til að hita upp rafhlöðu bílsins.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að tímasetja hleðslu á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“ > „Áætlun“.
  2. Veldu staðinn þar sem á að hlaða bílinn.
  3. Ýttu á táknið við hliðina á „Hlaða“.
  4. Veldu tíma til að hefja og ljúka hleðslu á bílnum og veldu svo hleðslutíðni.
  5. Ýttu á „Búa til“.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að búa til hleðsluáætlun í Tesla appinu:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Áætlun“.
  3. Fyrir neðan „Áætlun“ ýtirðu á og velur staðinn þar sem þú vilt hlaða bílinn.
  4. Ýttu á táknið í efra hægra horninu til að hefjast handa.
  5. Veldu tíma til að hefja og ljúka hleðslu á bílnum og veldu svo hleðslutíðni.
  6. Ýttu á „Búa til“.

Stjórnun hitastýringa

Hitastýringarkerfið gerir þér kleift að stilla eftirfarandi í Tesla bílnum:

  • Hitastig í farþegarými
  • Hitun
  • Loftkæling
  • Viftuhraða
  • Loftdreifingu

Við mælum með því að stilla hitastýringuna á „Sjálfvirkt“ til að tryggja sem besta upplifun. Þegar kveikt er á sjálfvirku stillingunni breytist hitun eða loftdreifing sjálfkrafa til að viðhalda stilltu hitastigi í farþegarými.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að stilla hitastýringuna á „Sjálfvirkt“ á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á hitastigið sem birtist neðst á snertiskjánum.
  2. Ýttu á „Sjálfvirkt við hliðina á aflrofanum.
  3. Þegar kveikt er á „Sjálfvirkt“ eykur bíllinn hitun eða loftdreifingu sjálfkrafa til samræmis við hitastigið í farþegarýminu.

Einnig er hægt að lækka hitastigið í farþegarýminu og nota sætishitara, séu þeir fyrir hendi, til að halda á sér hita þar sem þeir nota minni orku en hitarinn í farþegarýminu. Opnaðu hitastýringuna og ýttu á sætistáknin til að stilla sætishitara.

Athugið: Tesla bílar með varmadælu gætu gefið frá sér meiri hávaða þegar kerfið hitar farþegarýmið og rafhlöðuna í köldu veðri.

Ábendingar um hleðslu og akstur

Hafðu þessar ábendingar í huga til að skilja betur aksturs- og hleðslugetu bílsins í köldu veðri.

Notkun á Energy-appinu

Orkuappið á snertiskjá bílsins birtir myndræna framsetningu á rauntíma og áætlaðri orkunotkun hans.

Þegar þú ekur mælir ökutækið rauntímaneyslu miðað við þá sem búist var við og lætur þig vita hvar þú ert að auka eða missa drægni út frá nokkrum þáttum. Ráðleggingar um drægni eru gefnar til að leiðbeina þér hvernig best sé að bæta orkunotkun þína.

Þá vaktar orkuappið orkunotkun þegar bílnum er lagt í stæði til að sýna þér hvaða kerfi eru að nota orku á meðan bíllinn er kyrrstæður.

Athugið: Núverandi útgáfa orkuappsins krefst hugbúnaðarútgáfu 2022.36 eða nýrri. Núverandi útgáfa orkuappsins er ekki í boði fyrir árgerðir 2012–2020 af Model S eða árgerðir 2015–2020 af Model X.

Bílnum stungið í samband

Hitun á rafhlöðu bílsins til að auka hleðsluhraða getur tekið lengri tíma þegar ræst er í kulda. Þegar bíllinn er tengdur við rafmagn er notast við ytri aflgjafa frekar en rafhlöðu bílsins fyrir eiginleika eins og forhitun. Þetta hámarkar tiltæka orku til aksturs þegar þú tekur bílinn úr sambandi.

Athugið: Í miklum frosthörkum gæti Tesla bíllinn þurft meiri orku til að hlaða sig en fæst með hefðbundinni heimilisinnstungu. Við slíkar aðstæður er samt mælt með því að hafa bílinn í hleðslu til að halda hita á rafhlöðunni.

Notast við Trip Planner

Trip Planner notar rauntímagögn til að veita þér nákvæma leiðsögn, þar á meðal um leiðir á Supercharger hleðslustöðvar sé þess þörf til að komast á áfangastað. Þegar notast er við Trip Planner í akstri er hægt að sjá hver hleðslustaða rafhlöðunnar verður þegar á Supercharger hleðslustöðina er komið sem og ráðlagðan hleðslutíma. Auk þess forhitar bíllinn rafhlöðuna sjálfkrafa þegar þú nálgast Supercharger hleðslustöðina.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að kveikja á Trip Planner á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á stillingatáknið fyrir kortið.
  2. Ýttu á „Trip Planner“.

Athugið: Þegar þú stefnir á áfangastað kviknar sjálfkrafa á Trip Planner ef þörf er á hleðslu.

Ábendingar fyrir snjó og ís

Ef þú býst við snjó eða ísingu geta þessar ábendingar hjálpað þér að geyma og aka Tesla bifreiðinni þinni á öruggan hátt.

Móðuhreinsun og afísing

Móðuhreinsun eða afísing fer sjálfkrafa af stað þegar móða eða frost greinist á bílnum. Móða myndast þegar innanverð framrúðan er köld og raki er í lofti þannig að vatnsþétting myndast á rúðunni. Frost myndast þegar frost er úti og úrkoma fellur á framrúðuna þannig að frosið lag þekur hana.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að kveikja handvirkt á móðuhreinsun eða afísingu framrúðunnar á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á hitastigið sem birtist neðst á snertiskjánum.
  2. Ýttu einu sinni á framrúðutáknið til að fjarlægja móðu af framrúðunni. Táknið verður blátt.
  3. Ýttu aftur á framrúðutáknið til að fjarlægja frost af framrúðunni. Táknið verður rautt.
  4. Ýttu á framrúðutáknið í þriðja sinn til að slökkva.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að kveikja handvirkt á afísingu framrúðunnar í Tesla appinu:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Hita- og loftstýring“.
  3. Ýttu á „Afísa bíl“.

Dregið úr ísmyndun á rúðuþurrkum

Í sumum bílum getur þú dregið úr uppsöfnun snjós eða ísmyndun með því að kveikja á afísingu rúðuþurrka.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að kveikja handvirkt á afísingu rúðuþurrka á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á hitastigið sem birtist neðst á snertiskjánum.
  2. Ýttu einu sinni á afísingartáknið fyrir rúðuþurrkurnar til að afísa þær.
  3. Ýttu aftur á táknið til að slökkva.

Ef bíllinn er ekki með afísingu rúðuþurrka geturðu sett rúðuþurrkurnar í þjónustustöðu, upp við framrúðuna, svo hægt sé að afísa þær um leið og framrúðuna.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að setja rúðuþurrkurnar í þjónustustöðu á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Þjónusta“ > „Wiper Service Mode“.

Slökkt á sjálfvirkri aðfellingu spegla

Ef búast má við ísmyndun þegar þú leggur bílnum geturðu slökkt á sjálfvirkri aðfellingu hliðarspegla.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að slökkva á sjálfvirkri aðfellingu hliðarspegla á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Speglar“ > „Sjálfvirk aðfelling spegla“.

Athugið: Í Model S árgerð 2012-2020 og Model X árgerð 2015-2020 er ýtt á „Stjórntæki“ > „Bíll“ > „Sjálfvirk aðfelling spegla“.

Ef speglarnir eru frosnir skaltu opna og loka speglunum handvirkt til að endurheimta sjálfvirka innfellingu spegla.

Ís fjarlægður af hurðarhandfangi

Ísmyndun á hurðarhúni bílsins getur komið í veg fyrir að dyrnar opnist. Farðu yfir leiðbeiningarnar fyrir þína gerð um hvernig skuli fjarlægja ís af hurðarhúninum.

Model S

Hurðarhúnarnir eru hannaðir þannig að þeir fara út þegar ýtt er létt á þá. Sé erfitt að ýta á hurðarhúninn skaltu íhuga að stilla hann þannig að hann fari sjálfkrafa út þegar þú nálgast bílinn ökumannsmegin með lykil.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að stilla hurðarhúnana á að fara sjálfkrafa út á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Lásar“ > „Færa hurðarhúna sjálfkrafa út“.

Einnig er hægt að opna dyr frá forsíðu Tesla appsins með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Stjórntæki“.
  3. Ýttu á örina við hliðina á viðkomandi hurð til að opna.

Model X

Framhurðirnar eru með ísbrjótum sem ýta sjálfvirku hurðunum út jafnvel þegar þær eru ísaðar. Ef hurðarhúnninn er frosinn er hægt að stilla bílstjórahurðina á að opnast sjálfkrafa þegar þú nálgast bílinn.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að stilla sjálfkrafa opnun bílstjóramegin á snertiskjá bílsins:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Lásar“ > „Sjálfvirkar hurðir“.

Þegar kveikt er á þessari stillingu er einnig hægt að opna hurðina ökumannsmegin með því að tvísmella á opnunarhnappinn á lykilfjarstýringunni.

Einnig er hægt að opna dyr frá forsíðu Tesla appsins með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á „Stjórntæki“.
  3. Ýttu á örina við hliðina á viðkomandi hurð til að opna.

Model 3 og Model Y

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að opna bílstjórahurðina í Tesla appinu:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Haltu fingri á einni af flýtistýringunum sem birtast fyrir neðan bílinn þinn til að opna „Sérstilla stýringar“.
  3. Veldu „Opna hurð“ og dragðu svo og slepptu stýringunni á eitthvert flýtistýringarsvæði.
  4. Farðu aftur á forsíðu appsins og ýttu á „Opna hurð“ til að opna dyrnar bílstjóramegin.

Athugið: Þegar kalt er í veðri breyta Model 3 og Model Y sjálfkrafa stöðu glugganna örlítið svo auðveldara sé að opna dyr þegar gluggar eru frosnir.

Einnig er hægt að opna hurðarhúna bílsins handvirkt. Á bílum með svarta hurðarhúna skal fylgja þessum skrefum:

  1. Ýttu á fremsta hluta hurðarhúnsins til að brjóta ísinn.
  2. Ýttu á aftasta hluta hurðarhúnsins.
  3. Þegar hurðarhúnninn getur hreyfst skaltu opna og loka nokkrum sinnum til að losa um ísmyndun sem eftir er.

Á bílum með gráa hurðarhúna skal fylgja þessum skrefum:

  1. Ýttu á aftasta hluta hurðarhúnsins.
  2. Notaðu hnefann til að slá á og í kringum hurðarhúninn.
  3. Endurtaktu þetta þar til öll ísmyndun hefur verið fjarlægð og hægt er að opna.

Bíllinn hreinsaður að utanverðu

Eins og á við um alla bíla skal ganga vandlega úr skugga um að mikilvægir yfirborðsfletir sé ekki frosnir eða huldir áður en þú ekur af stað. Þú skalt hreinsa burt snjó sem safnast hefur upp á húddinu, þakinu og skottlokinu til að koma í veg fyrir að hann fjúki af og skapi hættu fyrir þig eða ökutæki fyrir aftan þig. Eins skaltu fjarlægja annan snjó og ís af bílnum til að draga úr viðnámi og spara orku í akstri.

Auk þess skaltu hreinsa alla Autopilot skynjara, myndavélar og loftinntak í farþegarými svo ís, snjór eða aðskotahlutir komi ekki í veg fyrir að þessi kerfi virki sem skyldi.

Vetrardekk og aukahlutir

Ef þú ekur oft á snæviþöktum eða ísilögðum vegum skaltu íhuga að nota eftirtalinn aukabúnað til að bæta aksturseiginleika, öryggi og stýringu bílsins.

Vetrardekk

Þú getur keypt vetrarfelgu- og dekkjapakka á völdum þjónustumiðstöðvum Tesla. Þegar þú hefur sett vetrardekkin undir bílinn geturðu breytt dekkjastillingunni á snertiskjá bílsins með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Þjónusta“ > „Felgur og hjólbarðar“ > „Hjólbarðar“.

Athugið: Loftþrýstingur í hjólbörðum minnkar þegar hitastigið lækkar. Íhugaðu að bæta lofti í hjólbarðana til að viðhalda góðu gripi og draga úr snúningsmótstöðu.

Snjókeðjur

Snjókeðjur gefa meira grip þegar ekið er í snjó eða hálku. Skoðaðu reglur á þínum stað til að fá upplýsingar um hvort mælt er með eða þess krafist að snjókeðjur séu notaðar að vetri til. Hægt er að kaupa snjókeðjur í Tesla vefbúðinni eða völdum þjónustumiðstöðvum Tesla.

Rúðuvökvi

Fylltu aftur með nýjum rúðuvökva ef kalt er í veðri. Íseyðingarefni geta gufað upp með tímanum og því skaltu bæta nýjum rúðuvökva á reglulega til að rúðuþurrkurnar séu alltaf reiðbúnar fyrir snjó og ís.

Paint Protection Film and Mud Flaps

Að vetrarlagi geta snjór, salt og aðskotahlutir spillt færð á vegum. Íhugaðu að vernda lakkið á bílnum með lakkverndarfilmu og aurhlífum úr Tesla vefbúðinni.

Additional Information

Frekari upplýsingar um bílinn þinn má finna í eigendahandbókinni:

Athugið:Til að fá nýjustu og bestu upplýsingarnar sem eru sérsniðnar að bílnum skaltu skoða eigendahandbókina á snertiskjá bílsins með því að ýta á „Stjórntæki“ > „Þjónusta“ > „Eigendahandbók“. Upplýsingarnar eru sniðnar að bílnum þínum eftir því hvaða eiginleika þú keyptir, uppsetningu bílsins, markaðssvæði og hugbúnaðarútgáfu.

Algengar spurningar

Hvað ef festing hleðslutengisins er frosin?

Ef festing hleðslutengisins frýs skal nota hleðslutengishitarann.

Þú getur kveikt á hleðslutengishitaranum á snertiskjá bílsins með því að fylgja þessum skrefum:

  1. Ýttu á „Stjórntæki“.
  2. Ýttu á „Þjónusta“ > „Hleðslutengishitari“.
  3. Til að hita meira eða ef bíllinn er ekki með hleðslutengishitara skal kveikja á afísingu í Tesla appinu til að aðstoða við að þíða hleðslutengið.

Athugið:Þegar hleðslutengi er frosið er riðstraumshleðsla hægari og gult gaumljós blikkar.

Tákn með bláu snjókorni birtist á snertiskjá bílsins. Hvað þýðir það?

Tákn með bláu snjókorni gæti birst á snertiskjánum og í Tesla appinu ef rafhlaða bílsins er of köld til að hægt sé að nota fullan kraft og ná bestu drægni. Þegar þetta tákn birtist gætirðu tekið eftir minni hleðsluhemlun og hröðun. Þegar rafhlaða bílsins hitnar hverfur snjókornið. Þú getur notað hleðslu, akstur og forhitun til að hita rafhlöðu bílsins.

Athugið: Ef þú lætur bílinn ávallt vera í hleðslu þegar mögulegt er og heldur hleðslustöðunni yfir 50% þegar hann er ekki í hleðslu dregur það úr áhrifum kuldans.

Er eðlilegt að gufa stígi upp af bílnum þegar hann er hlaðinn í kulda?

Já. Í bílum með varmadælu er eðlilegt að gufa eða vatnsgufa stígi upp úr framhlið bílsins þar sem hitakerfið heldur áfram að stilla hitastig rafhlöðunnar á meðan hraðhleðsla stendur yfir.