Ábendingar um drægni
Tesla ökutæki hafa einhverja mestu drægni rafknúinna farartækja á markaðnum. Eðlilegt er að áætluð drægni breytist, sérstaklega með tímanum eða ef hitastigið breytist. Fræðstu nánar um drægni og skilvirkni Tesla ökutækisins þíns.
Drægni er áætluð vegalengd sem Tesla bíllinn þinn getur farið á einni hleðslu. Fyrir rafknúna bíla geturðu séð drægni sem það magn orku sem rafhlaðan er með geymda hverju sinni. Bílstjórar sem aka Tesla geta valið að sýna drægnina sem hlutfall af orku sem eftir er í rafhlöðunni eða áætlun á þann kílómetrafjölda sem hægt er að aka.
Sýnd drægni í Tesla bifreið þinni er aðlöguð eftir föstum EPA-prófgögnum, ekki ökuhegðun þinni. Það er eðlilegt að þetta sveiflist lítillega eftir því hvernig þú hleður rafhlöðuna líftíma hennar og hvernig tölvan um borð reiknar drægni.
Raundrægni Tesla bifreiðarinnar þinnar ræðst af mörgum þáttum, sérstaklega umhverfisþáttum og aksturslagi þínu. Besta leiðin til að vakta drægnina hjá þér er með Energy-appinu sem er að finna á snertiskjá Tesla bifreiðarinnar þinnar.
Energy-appið er staðsett á snertiskjánum og er ætlað að hjálpa þér að hámarka skilvirkni og drægni. Energy-appið gerir þér kleift að:
- Fylgjast með hve mikla orku ökutækið þitt notar við akstur og þegar því er lagt.
- Sjá hversu mikil orka fer í mismunandi hluta ökutækisins, aksturslag og umhverfisaðstæður.
- Bera saman raunverulega orkunotkun við ferðaáætlunina og rafhlöðuvísinn.
- Fá sérsniðnar tillögur um skilvirkari orkunotkun byggðar á þínu akstursmynstri.
Til að opna Energy-appið skaltu opna apps-valmyndina á snertiskjánum í ökutækinu og velja Energy-táknið.
Aksturslag þitt og umhverfið hafa mikil áhrif á drægnina sem unnt er að ná. Til að hámarka drægnina er mikilvægt að fylgjast með aksturshraðanum og halda hleðsluhemlun í „Standard“-stillingu ef ökutækið getur valið hleðsluhemlun.
Þegar þú ekur skaltu hafa í huga algengar ástæður þess að drægni getur minnkað hratt:
- Háhraðaakstur
- Orka frá hraða, eða hreyfiorka, er í réttu hlutfalli við hraðann í öðru veldi. Með því að tvöfalda hraðann fjórfaldar þú orkunotkunina.
- Lágt hitastig úti
- Eykur viðnám dekkja og loftmótstöðu.
- Akstur þar sem oft þarf að minnka og auka hraða í heitu eða köldu veðri
- Tesla ökutæki eru skilvirk í umferð þar sem oft þarf að minnka og auka hraða en við hátt eða lágt hitastig er loftræstingin í gangi í lengri tíma án þess að ökutækið hreyfist.
- Stuttar ferðir í heitu eða köldu veðri
- Þegar ökutækið er heitt eða kalt keyrir loftræstingin af fullum krafti í nokkrar mínútur til að koma á því hitastigi sem þú vilt í farþegarýminu. Þegar kalt er í veðri munu Tesla ökutæki einnig nota orku til að hita rafhlöðuna.
- Brattakstur
- Vont veður, til dæmis regn, snjór og mótvindur
- Mót- eða hliðarvindur eykur loftmótstöðu á farartækið. Rigning og snjór auka viðnám dekkja.
- Notkun eftirmarkaðsbúnaðar (felgur, dekk, þak- eða dráttarbeislisgrindur o.fl.)
Tesla ökutækið þitt hefur rafdrifna aflrás sem er mjög skilvirk og framleiðir því ekki mikinn hita. Ökutæki með brunahreyfla (ICE) nota hins vegar úrgangshitann vegna óhagkvæmni hreyfilsins til að hita farþegarýmið. Tesla ökutækið þitt býr til hita fyrir farþegarýmið sem notar orku úr rafhlöðunni. Ef Tesla farartækið er búið varmadælu er hún notuð við upphitun til að draga úr notkun á drægni og hita upp farþegarýmið meðan á akstri stendur. Til að hámarka skilvirkni upphitunar skaltu stilla hitastýringuna og sætis- og stýrishitara á „Auto“.
Þú getur bætt skilvirkni upphitunar í farþegarýminu með því að minnka valda hröðunarstillingu, sem leyfir hitadælunni að taka meiri hita úr rafhlöðunni og hita farþegarýmið á skilvirkan hátt í stað þess að viðhalda getu rafhlöðunnar til að veita hámarkshröðun. „Chill“ er orkunýtnasta stillingin, sérstaklega þegar kalt er í veðri. Til að breyta hröðunarstillingunni skaltu ýta á „Controls“> „Pedals & Steering“> „Acceleration“ á snertiskjá ökutækisins til að breyta hröðuninni við akstur. Veldu eina af eftirfarandi stillingum:
- „Chill“ takmarkar hröðun til að gera ferðina ljúfa og fínstillir upphitun á farþegarými þegar kalt er í veðri.
Athugaðu: Þegar Chill er valið birtist Chill á snertiskjánum fyrir ofan ökuhraðann. - „Standard“ veitir eðlilega hröðun í ökutækjum sem eru ekki Performance-ökutæki.
- „Sport“ veitir eðlilega hröðun í Performance-ökutækjum.
Ekki er hægt að koma í veg fyrir sum áhrifin á drægni sem fylgja köldu veðri en þú getur notað ýmsar aðferðir til að minnka áhrifin.
- Hafðu ökutækið þitt í sambandi þegar kostur er. Slíkt hjálpar rafhlöðunni að halda hita. Tölvan um borð kemur sjálfkrafa í veg fyrir ofhleðslu.
- Undirbúðu rafhlöðuna áður en þú kveikir á Tesla bifreiðinni þinni. Ef hægt er skaltu setja í samband og hlaða á meðan þú undirbýrð bílinn. Undirbúningurinn hitar rafhlöðuna og gerir hitadælukerfinu kleift að nota þennan hita í rafhlöðunni til að hita farþegarýmið og rafhlöðuna við akstur.
- Stilltu loftræstinguna á Auto og stilltu hitastigið eftir þörfum. Lágmarkaðu muninn á hitanum úti og stilltu hitastigið í hitastýringunni til að minnka notkun.
- Ef hann er fyrir hendi skaltu stilla stýris- og sætishitara á Auto.
Ef þú býst við að aka þegar kalt er í veðri skaltu fylgja þessum leiðbeiningum um akstur að vetrarlagi.
Hleðsluvenjur
- Reyndu að forðast að rafhlaðan sé undir 20% hleðslu í lengri tíma. Þegar of lítil hleðsla er á rafhlöðunni verður rafhlöðutáknið gult og tiltækt drægi minnkar ef ökutækinu er lagt við kaldara hitastig.
- Hladdu rafhlöðuna að viðeigandi hleðslumörkum fyrir ökutækið þitt með hliðsjón af uppsettri rafhlöðu. Til að breyta hleðslumörkum ökutækisins skaltu opna hleðsluskjáinn á snertiskjánum eða í Tesla appinu og draga sleðann. Mismunandi rafhlöður krefjast mismunandi hleðsluvenja til að endingin verði sem best. Á snertiskjá ökutækisins birtist það hleðslumark sem mælt er með fyrir rafhlöðuna.
Auk þess sem áður hefur verið nefnt eru hér nokkrar fleiri leiðir til að aka á skilvirkari hátt og spara drægni.
- Passaðu loftþrýstinginn í dekkjunum. Viðmið um loftþrýsting er að finna í hurðarfalsi ökumannsmegin.
- Fjarlægðu óþarfa farangur til að létta á bílnum – því þyngri sem bíllinn er því meiri orku þarf til að knýja hann áfram.
- Fjarlægðu toppgrindur eða skottgrindur þegar þær eru ekki í notkun.
- Minnkaðu loftmótstöðu. Lokaðu öllum gluggum og breyttu loftfjöðrun (ef slíkt er í boði) í „Low“ eða „Very Low“ þegar þú ekur á miklum hraða. Fyrir Model 3 með aero-felgur skaltu setja lok á aero-felgurnar.
Af hverju er birt áætluð drægni að minnka hraðar en sem nemur þeim kílómetrum sem ég ek?
Birt drægni byggist á vottun reglugerðaraðila (EPA) og er ekki aðlöguð að akstursvenjum. Akstursvenjur þínar og umhverfisaðstæður geta haft áhrif á frammistöðu ökutækisins og um leið drægni þess. Til að skoða áætlaða drægni með hliðsjón af sérsniðinni orkunotkun skaltu opna Energy-appið.
Af hverju er drægnin minni en áætlað var eftir að hleðslu er lokið?
Það er eðlilegt að áætluð drægni minnki örlítið fyrstu mánuðina en svo jafnast hún út. Með tímanum gætirðu séð hæga en eðlilega minnkun á drægni eftir fulla hleðslu – þetta fer eftir þáttum eins og hvort þú notar Supercharger reglulega eða hversu mikið rafhlaðan hefur verið notuð eða hver aldur hennar er. Tesla bifreiðin þín mun tilkynna þér ef svo ólíklega vill til að vélbúnaðarbilun valdi óeðlilegri notkun á rafhlöðu eða minnkun á drægni.
Af hverju minnkar áætluð drægni yfir nótt á meðan slökkt er á ökutækinu?
Það er viðbúið að Tesla bíll eyði um 1% af hleðslunni á hverjum degi þegar henni er lagt. Stundum gætirðu tekið eftir því að eyðslan er meiri. Við mælum með því að þú slökkvir á eiginleikum eins og undirbúningi bíls, Sentry Mode, Keep Climate On og öllum eftirmarkaðsbúnaði sem ekki er þörf á að nota. Best er að hafa ökutækið í hleðslu þegar þessir eiginleikar eru notaðir þegar kostur er.
Athugaðu: Allur eftirmarkaðsbúnaður sem tengdur er 12V-kerfinu og/eða snjallsímaöpp frá þriðja aðila sem safna gögnum um ökutækið geta minnkað drægnina á meðan bílnum er lagt og minnkað líftíma rafhlöðunnar. Tesla mælir ekki með því að notaður sé eftirmarkaðsbúnaður og allar skemmdir á vélbúnaði eða hugbúnaði ökutækisins sem stafa af óheimiluðum aðgangi að gögnum um ökutækið gegnum hluti eða aukabúnað sem Tesla framleiðir ekki heyra ekki undir ábyrgðina.
Hefur hitastig umhverfisins áhrif á drægni?
Já. Ef mjög kalt eða heitt er í veðri getur það haft áhrif á drægnina en áhrifin eru töluvert meiri í köldu veðri. Háspennurafhlöður Tesla eru vaktaðar til að halda hitastigi á rafhlöðunni innan kjörmarka. Háspennurafhlaðan er vöktuð þó að ökutækið sé ekki í notkun til að auka líftíma og frammistöðu hennar – þess vegna gætirðu heyrt í þjöppunni þó að bílnum sé lagt. Ef þú ekur þegar kalt er í veðri skaltu skoða ráð um akstur í köldu veðri.