Hjólbarðar sem Tesla samþykkir
Hjólbarðar gegna lykilhlutverki fyrir bílinn þinn. Hjólbarðar sem Tesla samþykkir eru hannaðir fyrir snurðulausa virkni með aflrásum rafbíla frá Tesla og eru gerðir til að hámarka afköst, öryggi, áreiðanleika og endingu. Lars Moravy, forstöðumaður bílahönnunar, segir: „Þeir eru mikilvægasti hluti bílsins. Þeir eru eini hluti hans sem snertir jörðina og þeir þurfa að skila allri vinnunni. Þeir verða að vera hljóðlátir. Þeir verða að vera þægilegir.“1
Tesla merkir samþykkta hjólbarða okkar með T-merkinu T0, sem fyrstu samþykktu útgáfuna. Síðari uppfærslur, sem innleiða nýjar stillingar eða tækni, verða merktar T1, T2 og svo framvegis.
Þú getur pantað tíma til að skipta út hjólbörðum bílsins fyrir samþykkta hjólbarða frá okkur í Tesla appinu. Einnig er hægt að kaupa samþykkta hjólbarða frá okkur í þjónustumiðstöðvum Tesla. Hægt er að kaupa felgu- og hjólbarðapakka í Tesla-versluninni.
Við þróum hvern hjólbarða í samvinnu við hjólbarðabirgja okkar. Þar sem margvíslegar breytur eru til staðar til að fínstilla afköst hjólbarða nýtum við okkur sýndarþróun sem notar tölvulíkan og önnur verkfæri til að meta hugsanlega hönnun hjólbarða áður en hjólbarðarnir eru smíðaðir. Þetta ferli býður upp á að hægt sé að hanna og fínstilla veghljóð, akstur, stýringu og skilvirkni samhliða, sem styttir þróunartímann og innleiðir nýjustu efnin sem í boði eru frá hjólbarðabirgjum okkar.
Við metum hjólbarða yfir allt hljóðsviðið til að hjálpa til við að búa til lausnir sem gera hjólbarðana okkar eins hljóðláta og mögulegt er. Hljóðeinangrun í hjólbörðunum hjálpar til við að deyfa og draga í sig óæskilega tíðni og gera aksturinn hljóðlátan og mjúkan svo að veghljóðið berist ekki inn í farþegarýmið.
Þversnið hjólbarða með hljóðeinangrun
Myndritið hér að neðan sýnir Model X hjólbarða með og án hljóðeinangrunar með mælingum veghljóðsteymis okkar. Til viðmiðunar má geta þess að 3 dB er tvöföldun á hljóðstigi. Hljóðeinangrun í hjólbörðunum minnkar hámarkið í 6 dB við 200 Hz. Þessi lækkun skilar skýrari tónlist og samtölum fyrir farþega og ökumann í Model X. Fyrir ökumann Model X er umtalsvert minni hávaði í hljóðeinangraða hjólbarðanum samanborið við þann sem ekki er hljóðeinangraður.
Athugaðu: Hertz, Hz, er eining sem notuð er til að mæla hljóðtíðni, eða tónhæð hljóðs. Desíbel, dB, er eining sem notuð er til að mæla hljóðstig, eða styrk hljóðs. dB(A) vísar til vægiskvarða sem áætlar næmni mannseyrans eftir að tekið hefur verið tillit til þess að menn heyra mismunandi tíðnir. Til viðmiðunar má geta þess að umferðarhávaði á þjóðvegum er yfirleitt á bilinu 70 til 80 dB(A) í 15 metra fjarlægð frá þjóðvegi og hávaði sem myndast við samræður tveggja einstaklinga sem standa með 1 metra millibili er yfirleitt á bilinu 60 til 65 dB(A).2
Samþykktir hjólbarðar okkar eru gerðir til að styðja bæði við hröðun og endurheimt hleðslu við hemlun í bílunum okkar. Nýjar kynslóðir af samþykktum hjólbörðum okkar eru hannaðar til að skila allt að 34 km aukinni drægni (áætlað samkvæmt WLTP-prófun) miðað við eldri útgáfur.
Með því að velja réttu hjólbarðana og viðhalda þeim rétt geturðu hámarkað drægni bílsins. Fáðu frekari upplýsingar um drægni og hvað þú getur gert til að aka á skilvirkan hátt til að auka drægni.
Þú ættir að vita hvenær þú átt að skipta þeim út og hvaða hjólbarðar henta þínum bíl best. Þar sem ekki eru allir hljólbarðar gerðir fyrir rafbíla geturðu, með því að velja samþykkta hjólbarða frá okkur, tryggt góða aksturseiginleika, gott grip og mikil þægindi í akstri ásamt því að hámarka akstursdrægni. Ef þú setur t.d. ný Goodyear Eagle Sport T1 heilsársdekk á eina af eldri útgáfum Model S með upprunalegum Eagle RSA2 heilsársdekkjum geturðu aukið dægni bílsins um allt að 34 km (áætlað samkvæmt WLTP-prófun).
Hjólbarðarnir sem fylgdu upprunalega með bílnum þínum ráðast af gerð og markaðssvæði bílsins. Kynntu þér afköst hjólbarðanna á bílnum þínum og hvort þeir séu ætlaðir fyrir sumar-, heilsárs- eða vetrarakstur.
Vetrardekk
Við mælum með notkun vetrardekkja þegar ekið er í miklum kulda eða í snjó eða hálku. Vetrardekk bjóða upp á besta gripið við aðstæður undir 5 °C. Til að akstursupplifun að vetri til verði sem best mælum við með því að þú skiptir yfir í vetrarfelgur og -dekk rétt fyrir fyrstu snjókomu vetursins. Vetrardekk eru merkt með tákni fjalls eða snjókorns á hliðarvegg dekksins.
Vetrarfelgur og hjólbarðapakkar eru í boði í Tesla versluninni.
Sumardekk
Sumardekk gefa besta gripið í heitu veðri, sérstaklega fyrir sportbíla á meiri hraða. Sumardekk hafa minna grip og hærra veghljóð undir 5 °C, og af öryggisástæðum ætti ekki að nota þau í snjó eða hálku.
Hjólbarðar breytast með tímanum vegna áhrifa frá útfjólubláu ljósi, hitasveiflum, miklu álagi og umhverfisaðstæðum.
Við mælum með því að þú víxlir hjólbörðunum á 10.000 km fresti eða ef munur á mynsturdýpt tveggja hjólbarða er 1,5 mm eða meiri, hvort sem kemur á undan. Ágengur akstur getur leitt til þess að hjólbarðar slitni fyrr en ella og að skipta þurfi fyrr um þá. Til að hámarka endingu mynstursins á hverjum hjólbarða er hægt að víxla öllum fjórum hjólbörðum reglulega svo þeir slitni jafnt.
Skipt um hjólbarða
Þegar þú þarft að skipta um hjólbarða mælum við með því að þú skiptir þeim út fyrir samþykkta hjólbarða frá okkur því þeir eru hannaðir til að draga úr veghljóði og hámarka aksturseiginleika, þægindi og drægni. Frekari upplýsingar um viðgerðir og viðhald á hjólbörðum.
Þegar þörf er á mun bíllinn þinn greina ójafnt slit á hjólbörðum og tilkynna þér á snertiskjá bílsins þegar þörf er á skoðun eða þjónustu. Til að panta tíma og skipta hjólbörðum bílsins út fyrir samþykkta hjólbarða frá okkur skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:
- Opnaðu Tesla appið.
- Ýttu á „Service“.
- Veldu „Biðja um þjónustu“.
- Ýttu á „Hjólbarðar og felgur“.
- Ýttu á „Hjólbarðar“.
- Ýttu á „Nýir hjólbarðar“.
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að veita frekari upplýsingar.
Þú getur líka skoðað og borið saman þá hjólbarða sem mælt er með fyrir Tesla-bílinn þinn í þjónustugátt Tesla. Veldu þjónustuupplýsingarnar fyrir þína bílgerð og opnaðu upplýsingarnar um hjólbarðaskipti til að skoða þá hjólbarða sem mælt er með fyrir hverja tegund hjólbarða.
Athugaðu: Þjónustugátt Tesla er fyrir faglærða bifvélavirkja sem sjá um viðgerðir og viðhald á ökutækjum og gætu haft sérstakan tæknibúnað og vottun. Hana á aðeins að nota á markaðssvæðinu þar sem hægt er að kaupa viðkomandi þjónustuáskrift og varahluti.