Gerast eigandi Tesla flota
Engin losun, minni kostnaður við eignarhald
Engin losun, minni kostnaður við eignarhald
Bættu bílaflotann
Enginn eldsneytiskostnaður, lágmarksviðhald, engin losun. Tesla bílafloti er betri fyrir fyrirtækið þitt, ökumennina og samfélagið. Eignarhaldskostnaður Tesla bíla er lítill samanborið við bensínbíla, sem þýðir að bílaflotinn getur borgað sig upp með tímanum.
Viðskiptalegur ávinningur
Ríki og sveitarfélög veita ívilnanir, auk þess sem ekki er gerð krafa um árlegt viðhald og því kostar minna að eiga Tesla bíl. Bæði einkafyrirtæki og félög sem eru undanþegin skatti eiga rétt á ívilnunum fyrir bílaflota.
Ávinningur ökumanns
Ökumenn geta hlaðið á alþjóðlega Supercharger hraðhleðslunetinu okkar. Þar hafa þeir aðgang að vegaaðstoð, vegaþjónustu og fjargreiningu. Starfsfólk getur einnig átt rétt á fríðindum í tengslum við samflot, vegatolla og bílastæði.
Ávinningur fyrir samfélagið
Vörur Tesla eru hannaðar til að stuðla að minni losun. Yfir líftíma sinn getur einn Tesla bíll komið í veg fyrir losun 51 tonns af koltvísýringi. Það jafngildir yfir 220.000 kílómetra akstri á bíl knúinn með jarðefnaeldsneyti1. Auk þess eru Tesla bílar búnir árekstrar- og akstursöryggisbúnaði sem er hannaður til að vernda ökumann, farþega og gangandi vegfarendur.
Flotastjórnun, allt á einum stað
Samþættur flotastjórnunarhugbúnaður okkar gerir þér kleift að stjórna og fylgjast með öllum bílaflotanum á einum stað. Frekari eiginleikar eru fáanlegir í gegnum forritaskil Tesla fyrir flota og hleðsluvörur Tesla.
Þjónusta við bílinn er einföld og ódýr, þökk sé fjargreiningu og vegaþjónustu. Tesla bílar þurfa lágmarksviðhald. Auk þess eru rafhlöðurnar okkar hannaðar til að endast enn lengur en bílarnir og þeim fylgir átta ára ábyrgð.
Fyrir ökumenn
Ökumenn geta fengið þann stuðning sem þeir þurfa þegar á þarf að halda með vegaaðstoð Tesla allan sólarhringinn og vegaþjónustu.
Fyrir fyrirtæki
Bókaðu þjónustu, samþykktu mat og skoðaðu þjónustuferilinn með Tesla fyrir fyrirtæki. Ljúktu við venjulegt viðhald á eigin vegum með þjónustuúrræðum Tesla.
Hafa samband
Reikningsstjóri Tesla flota hefur samband við þig til að ræða flotaþarfir þínar.