Hugbúnaðaruppfærsla

Tesla ökutæki fá reglubundið þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur um Wi-Fi sem bæta við nýjum eiginleikum og bæta þá sem fyrir eru.

Uppsetning á hugbúnaðaruppfærslum

Þú getur leitað að nýjum hugbúnaðaruppfærslum með því að opna flipann „Software“ á snertiskjánum. Þegar uppfærsla er tiltæk færðu tilkynningu á snertiskjánum í miðju bílsins og getur sett hana upp um leið eða tímasett hana og sett upp síðar. Þú getur líka skoðað tiltækar uppfærslur í Tesla appinu. Ef uppfærsla er tiltæk sérðu svæðið „Software Update“ á aðalsíðu appsins. Til að tryggja að hugbúnaðaruppfærslur gangi sem hraðast og séu sem öruggastar skaltu tengja bílinn við Wi-Fi.

Breytingar á kjörstillingum fyrir hugbúnaðaruppfærslur

Þú getur breytt kjörstillingum hugbúnaðaruppfærslu með því að ýta á „Controls“ > „Software“ > „Software Update Preference“. Þú getur valið á milli „ADVANCED“ eða „STANDARD“. Veldu „ADVANCED“ til að fá hugbúnaðaruppfærslur um leið og þær verða tiltækar fyrir uppsetningu ökutækisins og landsvæði. Þessi eiginleiki er einungis í boði með hugbúnaðaruppfærslu 2019.16 eða nýrri.

Í eigendahandbókinni eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þú getur sótt hugbúnaðaruppfærslur og breytt kjörstillingum á hugbúnaðaruppfærslum.

Til að fá nýjustu og bestu upplýsingarnar sem eru sérsniðnar að ökutækinu skaltu skoða eigendahandbókina á snertiskjá ökutækisins með því að ýta á „Controls“ > „Service“ > „Owner's Manual“. Upplýsingarnar eru sniðnar að ökutækinu þínu eftir því hvaða eiginleika þú keyptir, uppsetningu ökutækis, markaðssvæði og hugbúnaðarútgáfu.

Algengar spurningar
Algengar spurningar Sýna allt Fela allt