Infotainment-uppfærsla

Uppfærðu Infotainment-kerfið til að fá aðgang að nýjum eiginleikum og nýrri og betri notendaupplifun.

Eigendur Model S og Model X sem smíðaðir voru í mars 2018 eða fyrr geta keypt Infotainment-uppfærslu og virkjað aðgang að ýmsum uppáhaldseiginleikunum okkar, til dæmis vídeóstreymi og betrumbættu Tesla Arcade, auk þess sem snertiskjárinn verður næmari og hraðari.

Eigendur ökutækja geta bókað tíma í Tesla appinu ef þeir vilja kaupa ísetningu. Uppfærslan kostar 320.000 kr, að uppsetningu meðtalinni, fyrir ökutæki sem eru með Autopilot Computer 2.0 eða 2.5 og 260.000 kr, með ísetningu meðtalinni, fyrir öll önnur ökutæki. Eigendur geta staðfest tegund Autopilot Computer með því að velja „Controls“ > „Software“ > „Additional Vehicle Information“ á snertiskjánum.

Þú þarft að hafa áskrift að Premium-tengingu til að nýta þér suma eiginleikana sem fáanlegir eru með Infotainment-uppfærslunni. Þú gætir nú þegar verið með Premium-tengingu. Athugaðu stöðuna á Tesla reikningnum þínum.

Til að nota tiltekna eiginleika ökutækja þar sem gagnanotkun er mikil, til dæmis kort, leiðsögn og raddskipanir þarftu a.m.k. að hafa Standard-tengingu. Aðgangur að eiginleikum sem nota farsímagögn og leyfi þriðja aðila er háður breytingum. Frekari upplýsingar um Standard-tengingu og takmarkanir.

Algengar spurningar
Útbúnaður Sýna allt Fela allt

1 Einungis í boði gegnum Wi-Fi með Standard tengingu