Eldri boðsþjónusta - 9. áfangi

Níunda áfanga boðsþjónustu Tesla lauk 2. febrúar 2019. Öll verðlaun úr níunda áfanga hafa verið veitt og ekki verður tekið við frekari beiðnum. Hér að neðan geturðu skoðað ítarlegar stöðufærslur um verðlaunaveitingar.

Takk fyrir að hraða breytingu heimsins í átt að endurnýjanlegri orku.

Inneignarupplýsingar um níunda áfanga
  • Inneignir vegna gjaldgengra boða gilda í 12 mánuði.
  • Hægt er að nota gilda inneign í þjónustu, aukabúnað ökutækis og nýjar Tesla vörur.
Framfylgdarstöðufærslur vegna níunda áfanga

1 Gjaldgengt boð:

  • Sendu myndina þína á sporbaug
    Allir vinningshafar hafa fengið þessi verðlaun. Gjaldgengir viðskiptavinir fengu boð um að senda mynd fyrir 30. júní 2022. Þann 4. ágúst 2022 var Falcon 9-eldflauginni skotið upp frá Cape Canaveral á Flórída með öllum leysirituðu myndum viðskiptavina um borð.
  • Minningarhattur
    Allir vinningshafar fá þessi verðlaun.

2 Gjaldgeng boð:

Eigendur fengu boð um að velja annan af valkostunum hér að neðan fyrir annað boðið þeirra.

3 gjaldgeng boð:

Eigendur fengu boð um að velja annan af valkostunum hér að neðan fyrir boð númer þrjú.

4 gjaldgeng boð:

  • Forgangsaðgangur að hugbúnaðaruppfærslum á ökutæki
    Aðgangur hefur verið veittur fram til 31. desember 2020.

5 gjaldgeng boð:

  • Opnunarboð frá Tesla
    Vinningshafar munu fá boð um að koma á væntanleg opnunarhóf vegna nýrra framleiðsluvara og munu fá tækifæri til að skrá sig og taka þátt. Þegar verðlaunahafi hefur tekið þátt í viðburðadegi mun hann eða hún ekki fá fleiri boð.
Founders Series Powerwall tæki og leyndarstigssverðlaun
  • Founders Series Powerwall 2: Allir vinningshafar hafa fengið þessi verðlaun.

  • Founders Series Roadster
    • Allir vinningshafar hafa gert tilkall til afsláttar.
    • Eins og kveður á um í takmörkunum á þjónustu okkar leyfum við ekki auglýsingar á boðstenglum okkar. Við höfum endurreiknað afslætti af Founder Series Roadster með hliðsjón af þeim fjölmörgu raunverulegu boðum sem eigendur okkar sendu. Ef við teljum þig hafa greitt fyrir auglýsingar lækkum við boðsfjöldann um þann fjölda sem kemur frá greiddum veitum þann tíma sem Secret Level Founder Series Roadster verðlaunin voru veitt.
  • Æðisleg ævintýri: Við erum að klára skipulagninguna, tímalínur og utanumhald vegna þessara einstöku verðlauna. Fylgstu með, haft verður samband þegar leyndarstigsverðlaun eru fullfrágengin.
    • Keyrðu gangnagerðartæki: Keyrðu gangnagerðartæki með The Boring Company í Hawthorne, CA.
    • Horfðu á SpaceX eldflaugaskot: Fylgstu með eldflaugaskoti á Falcon Heavy, öflugustu eldflaug í heimi í Cape Canaveral, FL.
    • Þeystu um á Tesla Semi: Keyrðu risaraftrukk um tilraunabraut okkar. Frekari verðlaun og verðlaunagripir verða veitt fyrir besta brautartímann.
    • Skjóttu tímahylki út í geim: Gjaldgengir viðskiptavinir fengu boð um að senda efni í tímahylki. Efni þarf að senda fyrir 30. júní 2022.