Orkuhugbúnaði Tesla

Tesla hefur þróað fullkomið vistkerfi hugbúnaðarlausna til að styðja við vélbúnaðarvörur sínar á orkusviðinu. Tesla hefur nýtt sér yfir 15 ára reynslu sína af tækni sem tengist afköstum rafhlaða og sérsniðið hugbúnað sinn sérstaklega fyrir orkuvörur og bætt afköst með stjórnun á stöðum sem afkasta gígavattstundum og reknir eru í 65+ löndum.

Sameiginlegur hugbúnaðarvettvangur knýr allt vöruvistkerfi Tesla, allt frá stærstu vöru Tesla undir orkugeymslu, Megapack, til sýndarorkuvera sem samsettar eru úr þúsundum af Powerwall. Hugbúnaður Tesla styður ekki bara við orkugeymslu heldur líka sólarorkulausnir, hleðslu ökutækja og eignir frá öðrum en Tesla sem þörf er á til að reka smánet og stór orkuver.

Autonomus Control, bestunarhugbúnaðarlausnir Tesla, eru samsettar af vélnámi, spáreikningum, bestun og algóriþmum fyrir rauntímastjórnun sem notuð eru til að lækka veitureikninga, í þátttöku í eftirspurnarsvörun, smánetsstýringu og markaðstilboð á heildsölumarkaði með orku. Autonomous Control algóriþmar Tesla sjálfvirkja dreifingu orkueigna til að hámarka verðgildi. Autonomous Control vörur sem nýtast viðskiptavinum nú til að auka sparnað og tekjur eru til dæmis: Autobidder, Opticaster og Microgrid Controller. Tesla hefur líka þróað hugbúnað til að virkja meiri myndun endurnýjanlegrar orku á rafveitunetinu með eiginleikum eins og Virtual Machine Mode.

Ávinningur af hugbúnaði Tesla

Autobidder

Powerhub

Microgrid Controller

Opticaster

Virtual Machine Mode

Ávinningur af orkuhugbúnaði Tesla

Tesla er eini stóri lóðrétt samhæfði veitandi á orkugeymslu í heiminum. Einstök og snurðulaus samþætting vélbúnaðar, fastbúnaðar og hugbúnaðar tryggir afköst, áreiðanleika og þráðlausar uppfærslur sem eru í fremsta flokki en þannig er hægt að tryggja stöðugar endurbætur og nýja eiginleika með tímanum.

Hugbúnaður Tesla hámarkar gildi orkuvara okkar og hjálpar okkur að ná til margvíslegra viðskiptavina, þeirra á meðal:

  • Flotastjórnenda í viðskiptum og iðnaði
  • Þróunaraðila verkefna (sólarorkufyrirtæki, smánet)
  • Safnaðila
  • Rekstraraðila orkuvera
  • Veitukerfi
  • Óháðra orkuframleiðenda
  • Kaupmanna á orkumarkaði

Autobidder

Autobidder gerir óháðum orkuframleiðendum, veitukerfum og fjármagnsaðilum kleift að afla fjár sjálfvirkt af rafhlöðueignum. Autobidder er viðskipta- og stýringarvettvangur í rauntíma sem veitir gildismiðaða eignarstjórnun og kjörnýtingu eignasafns sem gerir eigendum og rekstraraðilum kleift að útbúa rekstraráætlanir sem hámarka tekjur í samræmi við viðskiptamarkmið og áhættuval.

Frekari upplýsingar um Autobidder

Powerhub

Powerhub er þróað vöktunar- og stýringarkerfi til að hafa umsjón með dreifðum orkuauðlindum, orkuverum sem byggja á endurnýjanlegri orku og smárafveitunetum. Viðskiptavinir, bæði rekstrarstjórar og stjórnendur orkuvera, nota Powerhub til að hámarka skilvirkni í rekstri, uppitíma og verðmæti eigna. Powerhub nær yfir allar algengar einingar Supervisory Control and Data Acquisition-kerfa (SCADA) og býður upp á hefðbundna aðlögun til að uppfylla rekstrarþarfir lítilla og stórra orkuvera og sýndarorkuvera.

Powerhub er samþætt við Autonomous Control vörur þannig að unnt sé að tryggja heildarlausn og uppfylla flóknar rekstrarþarfir hefðbundinna, stórra orkugeymsluverkefna.

Frekari upplýsingar um Powerhub

Microgrid Controller

Microgrid Controller viðheldur stöðugleika rafveitunets sjálfkrafa og dregur úr rekstrarkostnaði í öllum orkumyndandi uppsprettum innan smánets. Microgrid Controller er fyllilega samhæft við vaktvettvang Tesla Powerhub og veitir rauntímastjórnun á samhliða rafveitunetsmyndandi uppsprettum og breytilegum endurnýjanlegum orkuveitum, auk þess að veita snjallspár um álag og sólarorku. Microgrid Controller kjörnýtir staði og kerfi sem starfa að öllu leyti eða hluta utan rafveitunets og styður við stjórnun á geymslu, álagi, sólarorku, öðrum rafstöðvum og eyjum.

Frekari upplýsingar um Microgrid Controller

Opticaster

Opticaster er snjallhugbúnaður Tesla sem ætlað er að hámarka efnahagslegan ávinning og markmið um sjálfbærni fyrir dreifðar orkuauðlindir. Hugbúnaðurinn er helsta vélnáms- og bestunarvél orkuhugbúnaðarlausna Tesla og spáir til um og bestar orku í rauntíma. Rekstrarstjórar, fyrirtækjaeigendur og þróunaraðilar fyrir endurnýjanlega orku nota Opticaster til að minnka orkueyðslu, í notkun á endurnýjanlegri orku og til að afhenda hreina orku til rafveitunetsins þegar þörf er á.

Frekari upplýsingar um Opticaster

Virtual Machine Mode

Eftir því sem vindorka og sólarorka koma í stað orkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti er minni vélræn tregða í rafveitunetinu og þannig er fjarlægður náttúrulegur stöðugleikajafnari ef óstöðugleiki myndast í rafveitunetinu. Virtual Machine Mode frá Tesla er hannað til að takast á við þessar áskoranir sem tengjast stöðugleika með því að sýndarherma eftir vélrænni tregðu. Innbyggðir áriðlar í Megapack með Virtual Machine Mode skapa rafveitunetsmyndandi hreyfiöfl sem tryggja styrk rafveitunets, bregðast við viðbættu og höfnuðu álagi og viðhalda gæðaspennu við tengipunkt. Í Suður-Ástralíu, getur Hornsdale Power Reserve eitt og sér myndað allt að 3.000 megavattasekúndur af tregðu með því að nota Virtual Machine Mode – en það er um helmingur tregðuþarfar fylkisins.

Hafðu samband varðandi Virtual Machine Mode