Opticaster

Opticaster er snjallhugbúnaður Tesla sem ætlað er að hámarka efnahagslegan ávinning og markmið um sjálfbærni fyrir dreifðar orkuauðlindir. Hugbúnaðurinn er helsta vélnáms- og bestunarvél orkuhugbúnaðarlausna Tesla og spáir til um og bestar orku í rauntíma. Rekstrarstjórar, fyrirtækjaeigendur og þróunaraðilar fyrir endurnýjanlega orku nota Opticaster til að minnka orkueyðslu, í notkun á endurnýjanlegri orku og til að afhenda hreina orku til rafveitunetsins þegar þörf er á. Opticaster er hluti af Autonomous Control, sem er pakki af kjörnýtingarhugbúnaði frá Tesla.

Opticaster er með yfir hundrað milljón klukkutíma í rekstrarreynslu og hefur skilað sparnaði upp á tugmilljónir Bandaríkjadala vegna rekstrarhagræðingar og tekna af rafveitunetsþjónustu til þúsunda viðskiptavina Tesla á heimsvísu.

Vélnám og bestun

Reyndir vélnámsverkfræðingar, kjörnýtingarverkfræðingar og rafveitunetssérfræðingar Tesla hafa útbúið safn þróaðra algóriþma sem keyra flókna kjörnýtingarhegðun fyrir rafhlöður, bæði fyrir vörur Opticaster og Autobidder.

Algóriþmar eru byggðir á margvíslegum stærðfræðiaðferðum, meðal annars klassískri tölfræði, vélnámi og talnabestun. Safnið býður upp á möguleika á að framkvæma:

  • Álagsspár
  • Framleiðsluspár
  • Dreifibestun
  • Álagsstjórnun


Opticaster áætlanir eru stöðugt metnar og uppfærðar með hliðsjón af nýjustu endurbótum og uppfærslum á orkunotkunarmynstrum. Aðhæfð snjallstjórnun Opticaster gerir viðskiptavinum kleift að ná viðskiptamarkmiðum sínum án nokkurs eftirlits fyrir orkugeymslukerfið.

Sjálfvirkur sparnaður fyrir orkureikninga

Opticaster gerir að verkum að stjórnun orkueyðslu verður sjálfvirk með því að skipta orkunotkun sjálfkrafa yfir á ódýrari tíma og draga úr kostnaði á álagstímum. Hugbúnaðurinn skoðar flókna verðflokka á snjallan hátt á mörgum veitusvæðum og orkumörkuðum. Auk þess tryggir Opticaster að orkunotendur fylgi rekstrartakmörkunum við að fanga orku til geymslu.

Núverandi verðflokkar sem stutt er við eru, án takmarkana:

  • Dagleg, mánaðarleg og árleg eftirspurnargjöld
  • Orku- og eftirspurnargjöld fyrir notkunartíma
  • Rauntímaorkugjöld
  • Eftirspurnargjöld fyrir rafveitunet

Þátttaka í þjónustu rafveitunets

Auk þess að besta orkueyðuslu á staðnum gerir Opticaster viðskiptavinum kleift að nota orkueignir sínar til að veita rafveitunetinu mikilvæga þjónustu. Opticaster leysir flókin notkunartilfelli þar sem í hlut eiga margir tekjustraumar en virðir um leið útflutningstakmarkanir á svæðinu, afköst og takmarkanir tengdar varaafli.

Þegar búið er að skrá svæði í heildaráætlun eða þjónustuáætlun rafveitunets tekur Opticaster inn sérstök verðmerki sem send eru þráðlaust á svæðið. Til dæmis getur úthlutun á drefingu samkvæmt eftirspurn komið með sólarhrings fyrirvara. Dreifitilkynningin er send á stjórnanda á stað þar sem Opticaster tekur hana inn og breytir kjördreifiáætlun dagsins til að hámarka verðmæti gegnum sambestaða dreifingu. Opticaster er grundvallarþáttur í starfsemi sýndarorkuvera (VPP) sem Tesla stjórnar í Massachusetts og Suður-Ástralíu.

Áreiðanleiki í frammistöðu

Allar starfsstöðvar Tesla eru Opticaster-samhæfðar við vörulínur Powerwall, Powerpack og Megapack. Opticaster virkjar mjög skilvirka randtölvuvinnslu sem tryggir mikinn tiltækileika og fljót svör sjálfstýringar óháð tengingu. Hægt er að keyra endurbætur á frammistöðu og sérsniðnar verðáætlanir á snurðulausan hátt af öruggum skýjainnviðum Tesla eins og þörf er á. Opticaster býður upp á mjög sveigjanlega og áreiðanlega lausn í síbreytilegu orkulandslagi gegnum samþættan arkitektúr netþjóna og á staðnum.

Frekari upplýsingar um Opticaster

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um Opticaster og allan orkuhugbúnað Tesla.