Powerhub

Powerhub er þróað vöktunar- og stýringarkerfi til að hafa umsjón með dreifðum orkuauðlindum, orkuverum sem byggja á endurnýjanlegri orku og smárafveitunetum. Powerhub er notað í flota Tesla yfir viðskiptasvæði sem eru yfir eina gígavattstund í rekstri. Viðskiptavinir, bæði rekstrarstjórar og stjórnendur orkuvera, nota Powerhub til að hámarka skilvirkni í rekstri, uppitíma og verðmæti eigna. Powerhub nær yfir allar algengar einingar Supervisory Control and Data Acquisition-kerfa (SCADA) og býður upp á hefðbundna aðlögun til að uppfylla rekstrarþarfir lítilla og stórra orkuvera og sýndarorkuvera. Powerhub er hluti af Autonomous Control sem er sett af kjörnýtingarhugbúnaðarlausnum Tesla.

Samþætt vöruvistkerfi

Yfirlit yfir Powerhub vefsvæði

Powerhub býður upp á eitt viðmót til að stjórna mörgum orkueignum, þar á meðal sólarorku, geymslu og völdum eignum frá öðrum en Tesla (rafstöðvum, útsláttarrofum, spennubreytum). Gögn fyrir staðarmælitæki, einstaka rafhlöðuhópa, sólaráriðla og díselrafstöðvar veita yfirgripsmesta yfirlitið yfir staðarupplýsingar.

Flotastjórnun

Powerhub graph view

Powerhub hugbúnaðarvettvangurinn var þróaður með nægum sveigjanleika til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir viðskiptavina og ólíkar uppsetningar verkefna. Powerhub uppfærir upplýsingar sjálfkrafa og sýnir bara mikilvægustu upplýsingarnar frá einu svæði til annars. Auk þess veitir Powerhub rekstrarinnsýn í margvísleg kerfi. Afkastamælingar eru í boði til að vakta nauðsynleg gildi í rauntíma. Notendur Powerhub geta skoðað eldri gögn og útbúið sérskýrslur sem henta best fyrir þeirra rekstur og flutt gögn út á auðveldan hátt til að greina þau betur.

Rauntímastýringar

Powerhub gerir rekstaraðilum kleift að stýra orkuverum beint í rauntíma, hvort sem það er á staðnum eða á netinu, jafnvel þegar um stóra flota er að ræða. Hægt er að stilla Powerhub, eftir því hvers verkefnið krefst, þannig að það gefi út beinar orkufyrirskipanir frá stjórnherbergi á staðnum eða uppfæri rekstrarbreytur á öruggan hátt annars staðar frá, ef þess er óskað. Rekstrarbreytur sem hægt er að stilla gegnum netið eru:

  • Stilla álagsminni klukkutíma fyrir rekstur á smárafveituneti
  • Stilla valda stillipunkta fyrir stýringu á tíðni/vöttum
  • Tímasetja síðari flutninga þannig hægt sé að veita heildareftirspurnarsvar


Safnaðilar geta stjórnað dreifingu tengdri sýndarorkuverum beint eða frá notendaviðmótinu í Powerhub-skýinu eða með því að nota Powerhub forritaskil Tesla. Einnig er hægt að samþætta fjarmælingar við auðlindastjórnunarkerfi þriðja aðila orkudreifingar (DERMS).

Stjórnanleg afkastainnsýn

Powerhub býður rekstraraðilum upp á kerfisviðvaranir og aðgerðarhæfa innsýn sem eykur stöðuvitund og eflir örugga ákvarðanatöku. Stjórnborð með virkum viðvörunum nær ekki bara til orkugeymslukerfisins heldur til undirkerfa orkuversins, þar á meðal spennubreyta, áriðla og brunakerfa. Ef um er að ræða vandamál sem eru utan umfangs þjónustu Tesla greinir Powerhub vandamál og kemur fljótt með tillögur til notanda um bilanagreiningu og úrlausn vandamála.

Frekari upplýsingar um Powerhub

Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar um Powerhub og allan orkuhugbúnað Tesla.