Ábyrgðarleiðrétting

Birtingardagsetning: 9. nóvember 2020

Ábyrgðarleiðrétting: Íhlutur tengdur snertiskjá – 8 GB innfellt MultiMediaCard (eMMC) í stjórntæki fyrir snertiskjá (e. Media Control Unit (MCU))

Markmið Tesla er að smíða hágæðavörur um leið og við hröðum breytingu heimsins í átt að nýtingu á sjálfbærri orku. Til að tryggja öryggi viðskiptavina betur erum við að auka enn við ábyrgðina á Model S og Model X ökutækjum sem smíðuð voru fyrir mars 2018 og eru með 8 GB innfellt MultiMediaCard („8GB eMMC“) í stjórntækinu. Við vitum að þessi íhlutur getur bilað vegna uppsafnaðrar notkunar. Ef það gerist getur verið að miðjuskjárinn verði auður eða auður með hléum eða að viðvörun birtist sem tilkynnir að minnisgeymslan hafi bilað og að hafa skuli samband við þjónustu. Þetta hefur engin áhrif grunnaksturseiginleika ökutækisins og við vitum ekki af neinum meiðslum eða árekstrum sem þessu tengjast.

Ef ástandið kemur upp í ökutækjum innan 8 ára frá þeim tíma sem ökutækið var fyrst notað eða afhent af Tesla til fyrsta kaupanda/leigjanda og ökutækið er ekið minna en 160.000 kílómetra („Tímabil ábyrgðarleiðréttingar“) mun Tesla gera við eða skipta út 8 GB eMMC ókeypis á hvaða þjónustumiðstöð Tesla sem er meðan á tímabili ábyrgðarleiðréttingar stendur í samræmi við skilmála upphaflegrar grunnábyrgðar ökutækisins. Tesla mun einnig gera við eða skipta út eMMC sem skipt var út samkvæmt þessari ábyrgðarleiðréttingu ef ástand þess er hið sama meðan á tímabili ábyrgðarleiðréttingar stendur.

Ábyrgðarleiðréttingin gildir bara um Model S og Model X ökutæki sem smíðuð voru fyrir mars 2018. Model S og Model X ökutæki sem smíðuð voru í mars 2018 eða síðar og allar Infotainment-uppfærslur eru ekki með 8 GB eMMC og hlutar aðrir en 8 GB eMMC heyra ekki undir ábyrgðarleiðréttinguna. Greining eða viðgerð á öðru ástandi en hlutnum og ástandinu sem lýst er að ofan heyra ekki undir þessa ábyrgðarleiðréttingu.

Ef þú átt Model S eða Model X sem ábyrgðarleiðréttingin nær til þarftu ekki að grípa til neinna aðgerða sem stendur og þú getur haldið áfram að keyra ökutækið. Til að upplifun þín verði sem best skaltu passa að Tesla bifreiðin þín keyri á nýjustu hugbúnaðarútgáfunni.

Ef þú greiddir áður fyrir viðgerðir á þessum ákveðna íhlut vegna þess ástands sem lýst er í þessari tilkynningu gætirðu átt rétt á endurgreiðslu að uppfylltum ákveðnum skilmálum. Tesla mun, innan 90 daga, senda þér aðra tilkynningu sem lýsir nánar gjaldgengi í endurgreiðslu, skilmálum og hvernig á að fara fram á endurgreiðslu. Hafðu í huga að viðgerðir á hlutnum og ástandinu sem lýst er að ofan hjá þjónustuveitanda sem ekki er Tesla meira en 10 dögum eftir dagsetningu þessarar tilkynningar eru ekki gjaldgengar í endurgreiðslu.

Takk fyrir að vera viðskiptavinur Tesla. Við viljum að þú njótir alls þess besta sem ökutækið þitt hefur upp á að bjóða og biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Ef þú hefur spurningar skaltu skoða Algengar spurningar hér að neðan eða hafa samband gegnum Tesla reikninginn þinn eða á netinu.

TESLA, INC.

Algengar spurningar Sýna allt Fela allt