Notkunarskilmálar
Almennt
Þessir greiðsluskilmálar lýsa samþykki þínu fyrir greiðslu á vörum og þjónustu núna og í framtíðinni („skuldfærslur“). Til að nota þjónustu Tesla, til dæmis Supercharger hraðhleðslu, samþykkir þú sjálfvirkar greiðslur eða eingreiðslur og áskriftir heimilarðu Tesla að geyma, hafa umsjón með og sækja fjármuni af tilgreindum greiðslumáta þínum í samræmi við þessa greiðsluskilmála.
Þegar þú bætir greiðslumáta við Tesla reikninginn þinn, til dæmis kreditkorti, geta ýmsar upplýsingar verið sendar til Tesla og deilt með greiðslumiðlun okkar, þar á meðal, án takmarkana, staðsetningu tækis, auðkennisnúmeri tækis og kortaupplýsingum. Kortaupplýsingar eru dulkóðaðar við flutning og Tesla hefur ekki aðgang að kortanúmerinu. Þegar vistaður greiðslumáti eða nýtt kreditkort er notað til að kaupa vöru eða þjónustu á vefsvæði eða í forriti í umsjón Tesla verður nauðsynlegum upplýsingum til að vinna úr greiðslu deilt með alþjóðlegum greiðslumiðlunum okkar og bönkum sem við eigum í samstarfi við til að vinna úr greiðslunni, fylgja fjármálareglum, tryggja vernd gegn svikum og til að leysa úr vandamálum tengdum greiðslum. Greiðslur sem inntar eru af hendi með notkun bankaupplýsinga þinna eru geymdar af Tesla á dulkóðuðu sniði sem verndar gegn óheimiluðum aðgangi án sérstaks leyfis.
Þú þarft að hafa að minnsta kosti einn virkan greiðslumáta á reikningnum sem Tesla styður við. Ef þú gætir ekki að því að tryggja réttar, fullnægjandi og dagréttar reiknings- og greiðsluupplýsingar, þar á meðal með því að hafa ógildan eða útrunnin greiðslumáta skráðan, gæti verið að þú getir ekki fengið aðgang að eða notað ákveðna þjónustu. Innifalið í skuldfærslum eru allir gildandi skattar þar sem lög gera kröfu um slíkt. Tesla getur breytt skilmálunum
Ef um er að ræða skuldfærslur þar sem stutt er við sjálfvirkar greiðslur skilur þú að skuldfært verður aftur af greiðslumátanum þegar þjónustan er endurnýjuð sjálfvirkt við lok tímabils sem tilgreint er nema slökkt sé á þeim eigi síðar en tuttugu og fjórum (24) klukkustundum fyrir lok núverandi greiðslutímabils. Þú getur stjórnað eða slökkt á sjálfvirkum greiðslum á Tesla reikningnum þínum hvenær sem er.
Þjónusta sem þú móttekur gæti leitt til þess að gjald sé tekið af þér. Einstaklingar sem þú gefur heimild og nota ökutækið þitt geta einnig nýtt sé þjónusturnar sem lýst er að neðan. Í þeim tilvikum berð þú ábyrgð gagnvart Tesla á að greiða viðeigandi gjöld og Tesla gæti krafist greiðslu frá þér gegnum samþykkta greiðslumáta sem vistaðir eru á Tesla reikningnum þínum. Innifalið í skuldfærslum geta verið skattar þar sem lög gera kröfu um slíkt. Þú getur skoðað yfirlit yfir færslur á Tesla reikningnum þínum. Ef ekki tekst að sækja fjármuni hjá þér samþykkirðu að leyfa Tesla að sækja alla þá upphæð eða hluta þeirrar upphæðar sem er í skuld fyrir vörur eða þjónustu. Ef við getum ekki sótt greiðslu getum við haft samband við þig varðandi upplýsingar á skrá eða gætum beðið um greiðslu þegar þjónusta fyrir þig er innt af hendi. Ef þú greiðir ekki upphæðir sem eru í vanskilum og þú hefur ekki andmælt gætum við takmarkað eða lokað á getu ökutækis þíns til að nota tengdar þjónustur uns greiðsla hefur borist. Til að fá upplýsingar um hvernig við meðhöndlum greiðsluupplýsingarnar þínar skaltu skoða upplýsingar Tesla um persónuvernd.
Supercharger
Biðgjald. Af tillitssemi við aðra sem þurfa að nota Supercharger-hraðhleðslu biðjum við þig um að færa bílinn þegar hleðslu er lokið. Til að hvetja til þess verður rukkað biðgjald þann tíma sem bílnum þínum er lagt á hleðslustæði eftir að hleðslu er lokið. Við föllum frá biðgjaldinu ef bíllinn er færður innan fimm mínútna frá því að hleðslu lýkur og biðgjaldið mun ekki hækka ef innan við helmingur hleðslustæða á þínum stað eru í notkun. Biðgjald er innheimt af öllum bílum, óháð því hvenær þeir voru keyptir. Til að koma í veg fyrir biðgjöld mælum við með því að þú vaktir bílinn á meðan þú notar Supercharger-hleðslustöð og hvetjum þig til að nota Tesla-snjallappið til að sjá hleðslustöðu bílsins.
Biðgjöld eru rukkuð fyrir hverja mínútu. Biðgjaldið fyrir hvern stað getur verið breytilegt og nýjustu upplýsingarnar eru uppgefnar í í sprettiglugga fyrir prjón á korti (sem hægt er að nálgast í leiðsagnarforritinu í infotainment í ökutækinu). Ef þú leggur áfram í hleðslustæði eftir að hleðslu ökutækis er lokið samþykkir þú biðgjaldið sem birtist í sprettiglugga fyrir prjón á korti. Til að fá frekari upplýsingar skaltu skoða stuðningssíðu fyrir biðgjöld.
Greiðsla eftir notkun.Öll ökutæki sem pöntuð voru eftir 15. janúar 2017 og ökutæki sem voru pöntuð fyrir 15. janúar 2017 en smíðuð eftir 15. apríl 2017 eru með kveikt á greiðslu á Supercharger-hraðhleðslu eftir notkun. Allar inneignir tengdar ókeypis Supercharger-hraðhleðslu sem fylgdu með kaupum á ökutæki, þar á meðal árleg endurnýjun inneigna, renna út við sölu eða flutning á eignarhaldi á ökutækinu og er ekki hægt að flytja á síðari eigendur ökutækis eða á nokkurt annað ökutæki. Inneignir vegna Supercharger-hraðhleðslu renna út eftir ákveðinn tíma og flytjast ekki yfir á síðari tímabil.
Innheimtueiningar og gjald þegar greitt er fyrir notkun geta verið breytileg og nýjustu upplýsingarnar um slíkt birtast í sprettiglugga fyrir prjón á kortinu (sem hægt er að nálgast í leiðsagnarforritinu í snertiskjá ökutækisins). Með því að hlaða ökutækið á ákveðnum stað samþykkir þú gjaldið sem miðlað er til þín gegnum sprettiglugga fyrir prjón á kortinu. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar skaltu skoða stuðningssíðu fyrir Supercharger.
Inngangur
Við erum stöðugt að stækka alþjóðlegt net Supercharger-stöðva okkar til að auðvelda lengri ferðalög og veita hleðslulausnir fyrir þá sem hafa ekki greiðan aðgang að hleðslu heima hjá sér eða í vinnunni. Þannig hröðum við almennri innleiðingu á rafknúnum farartækjum. Þegar Supercharger-stæði eru notuð umfram ætlaða notkun þeirra hefur það neikvæð áhrif á Supercharger-þjónustu fyrir annað fólk.
Sanngjörn notkun á Supercharger
Til að tryggja að Supercharger-stæði séu laus til notkunar biðjum við þig um að hlaða ekki ökutækið með Supercharger, nema þú greiðir fyrir hverja notkun, ef ökutækið er notað:
- sem leigubíll;
- fyrir akstursveitur (e. ridesourcing/ridesharing) (gegnum Uber, Lyft eða svipaða þjónustu);
- til að afhenda eða flytja vörur í atvinnuskyni;
- fyrir stjórnvöld; eða
- fyrir annan rekstur í atvinnuskyni.
Ef þú hleður ökutækið á einhvern hátt sem ekki samræmist þessum reglum um sannngjarna notkun Supercharger gætum við beðið þig um að breyta hegðuninni. Við getum einnig gripið til frekari ráðstafana til að vernda tiltækileika Supercharger-stöðva fyrir þá notkun sem þeim er ætluð, til dæmis með því að loka á getu ökutækisins þíns til að nota Supercharger-stæði.
Þessar reglur gilda um öll Supercharger-stæði um heim allan og öll Tesla ökutæki með ókeypis og ótakmarkaðri Supercharger-hraðhleðslu eða ókeypis Supercharger-hraðhleðslu út líftíma eignarhalds á ökutæki sem keypt var, annaðhvort nýtt eða notað, hvort sem það var frá Tesla eða þriðja aðila, eftir 15. desember 2017. Tesla getur valið að útiloka ákveðin Supercharger-stæði eða stakar ferðir frá umfangi reglunnar til þess, til dæmis, að koma til móts við sérstakar kringumstæður á ákveðnum stöðum.
Aðrir hleðsluvalkostir
Við hvetjum til notkunar á ökutækjum Tesla í atvinnuskyni þar sem viðeigandi hleðslulausnir eru notaðar. Hafðu samband við sölufulltrúa á þínu svæði til að skoða ökutæki og hleðsluvalkosti sem henta þínum þörfum. Ef þú hefur spurningar um heimahleðslu skaltu hafa samband á charginginstallation@tesla.com.