Upplýsingar um persónuvernd fyrir viðskiptavini

Við leggjum og munum alltaf leggja mikla áherslu á persónuvernd þína. Upplýsingum okkar um persónuvernd er ætlað að veita gagnsæi um gagnaverklag okkar, á sniði sem auðvelt er að lesa og skoða. Skoðaðu hvern hluta fyrir sig til að sjá hvernig við söfnum, notum, deilum og verndum upplýsingarnar þínar til að veita þér eins samfellda upplifun fyrir ökutækið og orkulausnir og kostur er.

Persónuvernd frá fyrsta degi

Tesla ökutækið þitt býr til gögn um ökutækið, infotainment-kerfið, Autopilot og greiningargögn. Til tryggja persónuvernd þína frá þeirri stund er þú tekur við ökutækinu tengir Tesla sjálfgefið ekki ökutækisgögn sem verða til þegar þú ekur við auðkenni þitt eða reikninginn þinn. Því ættu engir aðrir en þú að hafa vitneskju um athafnir þínar, staðsetningu eða feril. Upplifanir þínar í ökutækinu njóta líka verndar. Upplýsingar eru tryggðar og þeim ekki deilt, hvort sem um er að ræða raddskipanir eða hvað þú skoðar á vefnum á snertiskjánum og því er tryggt að infotainment-gögnin sem safnað er séu ekki tengd auðkenni þínu eða reikningnum þínum.

Tesla bílar eru með myndavélar sem hannaðar eru frá grunni til að tryggja persónuvernd þína og bjóða upp á háþróaða eiginleika á borð við Autopilot, Actually Smart Summon og Autopark. Við greiningu hluta á borð við akreinalínur, umferðarmerki og stöðu umferðarljósa eru Autopilot gögn frá myndavélunum sjálfgefið unnin tafarlaust án þess að gögnin séu send úr bílnum. Þú þarft að samþykkja deilingu gagna til að hægt sé að deila myndavélaupptökum með Tesla í þágu þekkingaröflunar flotans. Þú getur afturkallað það hvenær sem er á snertiskjá bílsins. Jafnvel þó að þú veljir að taka þátt eru myndavélaupptökur nafnlausar og ekki tengdar þér eða bílnum þínum, nema við fáum gögnin vegna öryggistilviks (áreksturs eða virkjunar loftpúða).

Auk þess eru orkuvörurnar, hvort sem um er að ræða Powerwall eða sólarorkuþök, hannaðar til að tryggja persónuvernd þína. Tesla stefnir að því að safna lágmarksgögnum sem nauðsynleg eru til að birta orkuupplifun þína í appinu, veita þér þjónustur og til að bæta orkuvörurnar þínar. Við höfum líka skuldbundið okkur til að deila einungis persónugögnum þínum þegar þörf er á til að keyra vöruna eða þjónusta hana, annars biðjum við um leyfi frá þér.

Upplýsingar sem við gætum safnað

Við getum safnað þrenns konar tegundum upplýsinga sem tengjast þér eða notkun þinni á vörum okkar og þjónustu:

  • Upplýsingum frá eða um þig
  • Upplýsingum frá eða um Tesla ökutæki þitt
  • Upplýsingum frá eða um Tesla orkuvörur þínar


Ekki er víst að allar þessar upplýsingar eigi við um þig, en það fer eftir þeim Tesla vörum og þjónustu sem þú biður um, átt eða notar.

 Sýna meiraSýna minna

Þegar þú átt samskipti við okkur fyrir kaup

Þegar þú skoðar vefsvæði okkar, verslanir og sýningarsali, ferð á Tesla viðburð, reynsluekur, hefur samband við okkur með spurningar eða til að fá vöruupplýsingar (í eigin persónu, á netinu, símleiðis eða í tölvupósti) getum við safnað ýmsum upplýsingum frá eða um þig, ökutækið þitt, tækin þín eða frá þriðju aðilum. Gögnin sem við söfnum geta til dæmis verið:

Upplýsingum frá eða um þig
Gagnaflokkar Lýsing Tilgangur og lagagrundvöllur
Samskiptaupplýsingar Nafnið þitt, heimilisfang, landsvæði, netfang, símanúmer, samskiptavalkostir Til að eiga samskipti við þig, vinna úr beiðninni og veita vörur eða þjónustu, byggt á samþykki eða samningi okkar við þig
Samskipti eða gagnvirkni Beiðnir þínar um upplýsingar, símtöl, tölvupósta eða samskipti í eigin persónu, ferðir, fréttabréf, Tesla viðburðir og reynsluakstur Til að eiga samskipti við þig, staðfesta gjaldgengi og veita vörur eða þjónustu á grundvelli samþykkis eða samnings okkar við þig
Upplýsingar um netvirkni Tegund tækisins þíns, tegund vafra, stýrikerfi, landsvæði, IP-tala, pixelmerki, vefkökur Fínstilla frammistöðu vefsvæða og appa, byggt á samþykki þínu, samningi okkar við þig og/eða lögmætum hagsmunum okkar um að bæta notendaupplifun og öryggi
Greining og sérstillingar á vefsvæðum Ef þú samþykkir munu upplýsingar þínar um notanda og prófíl, notkun vefsvæðis, þar á meðal tengla og hnappa sem smellt er á, skrun, skoðaðar síður, viðburðir, viðskipti, gegnum JavaScript, pixlar, vefvitar, vafrakökur og svipuð tækni Fínstilla og bæta frammistöðu vefsvæða og appa, sníða auglýsingaefni og sérstillingar. Til dæmis stofnun notkunarprófíla, auðkenning á áhorfendahópum og herferðum, viðskiptarakning, deiling gagna með hlutdeildarfélögum okkar og markaðssetningaraðilum, sem byggir annaðhvort á samþykki þínu, samningi okkar við þig og/eða lögmætum hagsmunum okkar af markaðsstarfi

 

Við getum einnig móttekið upplýsingar um þig frá veitum eins og opinberum gagnagrunnum, markaðssamstarfsaðilum, vottuðum uppsetningaraðilum, hlutdeildarfélögum og samstarfsaðilum og samfélagsmiðlum.

Vafrakökur: Vafrakökur eru upplýsingabútar sem eru geymdir beint í tölvunni eða tækinu sem þú notar. Þegar þú heimsækir vefsvæði okkar notum við nauðsynlegar vafrakökur til að veita þér þjónustu sem þú hefur beðið um eða þegar slíkt er nauðsynlegt fyrir virkni vefsvæðis okkar. Ef þú samþykkir notum við einnig valfrjálsar greiningar- og markaðssetningarvafrakökur í samræmi við landslög. Áður en við gerum það biðjum við um samþykki þitt með sprettiglugga sem vistar ákvörðun þína í tækinu þínu. Það gerir okkur kleift að safna og geyma ákveðnar upplýsingar um heimsóknir á vefsvæði til að hjálpa okkur að skilja, til dæmis, hversu margar heimsóknir vefsvæðin okkar fá, hvaða síður eru vinsælastar, hversu margir viðskiptavinir fá villuskilaboð o.s.frv.

Ef þú samþykkir gerir það okkur kleift að læra af heimsókn þinni og þróa betri vefsvæðisupplifun fyrir þig og aðra. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er hér að neðan. Skoðaðu valfrjálsar vafrakökur og samstarfsaðila sem notuð eru.

Þegar þú ert viðskiptavinur Tesla

Ef þú ert eigandi Tesla vöru eða þjónustu getum við einnig safnað öðrum upplýsingum frá eða um þig, Tesla ökutækið þitt, orkuvöruna þína eða frá þriðju aðilum. Við getum safnað slíkum upplýsingum gegnum fjaraðgang eða í persónulegum samskiptum (til dæmis í þjónustuskoðun). Ekki er víst að allar þessar upplýsingategundir eigi við um þig en það fer eftir því hvaða vöru eða þjónustu þú biður um eða notar.

Tesla reikningur: Viðskiptavinir sem kaupa ákveðnar Tesla vörur geta einnig búið til Tesla reikning sem er geymdur á vefsvæði okkar. Þú hefur aðgang að Tesla reikningnum þínum og uppfært þar upplýsingar frá eða um þig á reikningnum hvenær sem er. Upplýsingarnar sem birtast á reikningnum þínum eru meðal annars:

  • Staða pöntunar þinnar
  • Skráningarupplýsingar þínar sem viðskiptavinar
  • Ábyrgðarskjöl og önnur gögn fyrir Tesla vörurnar þínar
  • Supercharger-ferill
  • Upplýsingar um greiðslumáta
  • Aðrar almennar upplýsingar um Tesla vörurnar þínar (til dæmis vin-númer ökutækis eða önnur raðnúmer vara, upplýsingar um þjónustudagatal eða tengipakka), tryggingaeyðublöð, ökuskírteini, fjármögnunarsamningar og svipaðar upplýsingar.
Upplýsingum frá eða um þig
Gagnaflokkar Lýsing Tilgangur og lagagrundvöllur
Pöntunarupplýsingar Kaupupplýsingar þínar, pöntunarsamningur, uppítökuupplýsingar og önnur skjöl fyrir afhendingu eins og ökuskírteini eða opinber skilríki Til að uppfylla beiðni þína um vörur og þjónustu á grundvelli samnings okkar við þig
Fjárhagslegar upplýsingar Greiðslumáti þinn, bankareikningsnúmer, kreditkortaupplýsingar, fjármögnunar- eða kaupleiguupplýsingar eða upplýsingar í lánaumsókn Til að vinna úr greiðslu þinni fyrir vöruna eða þjónustuna sem keypt var samkvæmt samningi okkar við þig
Virkni tengd notendaþjónustu Samskipti við viðskiptavin, dagsetningar, ákvarðanir, dráttarþjónusta, vegaaðstoð Til að veita þjónustu við viðskiptavini og tæknilega aðstoð byggða á samningi okkar við þig og lögmætum ástæðum okkar sem tengjast ánægju viðskiptavina

 

Upplýsingum frá eða um Tesla ökutæki þitt
Gagnaflokkar Lýsing Tilgangur og lagagrundvöllur
Tegund ökutækis Árgerð ökutækis, tegund, vin-númer, uppsetning Til að uppfylla beiðni þína um vörur og þjónustu á grundvelli samnings okkar við þig
Ökutækisgögn Fjarmælingar á frammistöðu, notkun, rekstri og ástandi ökutækis þíns Til að veita þér þjónustu, viðhald (þar með talið fjargreiningu á ökutæki og stuðning) og bæta ökutækið með tímanum byggt á samþykki þínu, samningi okkar við þig eða lögmætum hagsmunum okkar að tryggja öryggi, öryggi og endurbætur á vörum okkar
Hleðsluupplýsingar Hleðslustöð sem notuð er, notkun, hleðslustraumur, rafhlöðugreining og frammistaða Til að uppfylla beiðni þína um þjónustu á grundvelli samnings okkar við þig, bæta hleðslunet út frá lögmætum hagsmunum okkar
Greiningargögn Skrár til að greina og leita úrræða vegna óvæntra vandamála sem tengjast hugbúnaði eða tengingu og aðrar kembiskrár Til að prófa og laga vandamál tengd hugbúnaði eða vörum (þar á meðal með fjargreiningu og stuðningi við ökutæki) sem byggja annað hvort á samningi okkar við þig eða lögmætum hagsmunum okkar til að tryggja öryggi og endurbætur á vörum okkar
Gögn um Infotainment-kerfi Greining sem tengist notkun á infotainment, til dæmis ef tekst eða ekki tekst að hlaða efni Til að veita þér þjónustu, viðhald (þar með með talið fjargreiningu og stuðning) og bæta ökutækið með tímanum, byggt á samþykki þínu, samningi okkar við þig eða lögmætum hagsmunum okkar til að tryggja öryggi og endurbætur á vörum okkar
Upplýsingar um snjallapp Tesla Greining sem tengist notkun á snjallappi, til dæmis hvort tekist hafi að hlaða einhverju eða ekki

Til að tryggja áreiðanleika appsins og sinna viðhaldi á grundvelli lögmætra hagsmuna okkar um að bæta notendaupplifun og öryggi og stöðugleika þjónustu okkar

Autopilot-gögn Myndavélasett í bíl sem býður upp á háþróaða eiginleika eins og Autopilot, Actually Smart Summon og Autopark Til að veita þér þjónustu sem byggir á samningi okkar við þig, viðhaldi (þar á meðal með fjargreiningu og stuðningi við ökutæki) og bæta getu Autopilot með tímanum í samræmi við lögmæta hagsmuni okkar af því að bæta vörur okkar og tryggja öryggi og frammistöðu þjónustu okkar
Þjónustu- og viðgerðaferill Tesla Þjónustustaður, dagsetning, kílómetrafjöldi, framkvæmdar viðgerðir, áætlun og kostnaður, upplýsingar um varahluti og aðrar svipaðar upplýsingar Til að veita þjónustu og viðgerðir á grundvelli samnings okkar við þig, tilkynningar, bæta gæði og kostnað í samræmi við lögmæta hagsmuni okkar um að bæta innri viðskiptaferli
Þjónustuferill og viðhaldsyfirlit Þjónusta eða viðhald sem framkvæmt var, leiðréttingarkóði, kílómetrafjöldi, dagsetning vinnu, dagsetning færslu, næsta viðhald, fastbúnaður, nafnlaust auðkenni, aðili sem hlut á að máli (þjónusta Tesla, sjálfstæður viðgerðaraðili eða annað) Byggt á samningi okkar við þig eða lögmætum hagsmunum okkar um að greiða fyrir nákvæmar viðgerðir og viðhald; og til að uppfylla lagalega skyldu okkar um að geyma viðgerðar- og viðhaldsskrár bíla í gagnagrunni; veita óháðum viðgerðaraðilum aðgang að þeim

 

Upplýsingum frá eða um Tesla orkuvörur þínar
Gagnaflokkar Lýsing Tilgangur og lagagrundvöllur
Gögn um orkuuppsetningu Upplýsingar um heimili, til dæmis um stærð þaks, uppsetningu á raforkukerfi, núverandi sólarorkulausnir, uppsetningardagsetning og raðnúmer orkulausnar Til að uppfylla beiðni þína um vörur og þjónustu á grundvelli samnings okkar við þig
Gögn um orkuvöru Gögn um frammistöðu, notkun, rekstur, skilvirkni rafhlöðu og ástand orkuvörunnar þinnar Til að veita þér þjónustu, tryggja öryggi í virkni og bæta vörur okkar með tímanum út frá lögmætum hagsmunum okkar
Greiningarskrár vegna orkulausna Skrár til að greina og leita úrræða vegna óvæntra vandamála sem tengjast hugbúnaði eða tengingu og aðrar kembiskrár Til að prófa og laga vandamál tengd hugbúnaði eða vörum (þar með talið með fjargreiningu og stuðningi við ökutæki) út frá lögmætum hagsmunum okkar um að tryggja öryggi og afköst vörunnar


    Tesla ökutækið þitt býr til fjórar tegundir gagna: ökutækisgögn, greiningargögn, gögn um Infotainment-kerfi og Autopilot-gögn.

    1. Ökutækisgögn

      Til að styðja snurðulausa aksturseiginleika ökutækisins þíns, spáviðhald og endurbætta eiginleika og bæta upplifun þína safnar Tesla ökutækið þitt og vinnur úr ökutækisgögnum sem tengjast notkun, rekstri og ástandi ökutækisins. Þessar upplýsingar eru notaðar til að greina og laga möguleg vandamál og betrumbæta stöðugt ökutækið og þá þjónustu sem þú færð. Til að tryggja persónuvernd þínar eru ökutækisgögnin sjálfgefið geymd á formi sem tengist ekki reikningnum þínum eða VIN-númeri þínu, þau eru geymd á dulkóðaðan hátt sem Tesla getur ekki afkóðað eða eru óaðgengileg nema ef ákveðin tilvik verði:

      • Ef þjónusta þarf eða gera við ökutækið eða ef þú biður um slíkt
      • Ef öryggistilvik verður (til dæmis árekstur, öryggispúðar virkjast eða ef neyðarhemlað er)
      • Ef ökutækið þitt þarf á öryggisþjónustu að halda, til dæmis þjónustu neyðarviðbragðsaðila eða vegaaðstoð
      • Ef vandamál kemur upp sem tengist vélbúnaði eða hugbúnaði ökutækisins og hægt er að skoða það og lagfæra gegnum síðari hugbúnaðaruppfærslur eða með öðrum hætti
      • Ef þú veitir samþykki þitt eða annar lagalegur grundvöllur er fyrir hendi


      We clearly define the vehicle data which we collect and don’t collect. Tesla does not link your location with your account or identity, or keep a history of where you’ve been. Examples of the vehicle data collected include: speed information, odometer readings, vehicle component signals, internet connectivity status, battery use management information, battery charging history, electrical system functions, software version information, infotainment system data, safety-related data and camera images (including information regarding the vehicle’s SRS systems, braking and acceleration, security, and e-brake); short video clips of accidents; information regarding Autopilot engagements, Dumb Summon, Sentry and other features, and other data to assist in identifying issues and analyzing the performance of the vehicle.

      Staðsetningarþjónustur: Tesla ökutækið þitt notar staðsetningu til að knýja eiginleika eins og kort í ökutækinu, ferðaleiðsögn eða staðsetningarþjónustu fyrir snjallapp. Staðsetningarþjónusta getur notað blöndu af GPS, Bluetooth, IP-tölu og Wi-Fi- og fjarskiptaturnum til að átta sig á því hvar þú ert. Til að tryggja persónuvernd þína eru staðsetningargögn annaðhvort unnin beint án þess að þau fari úr ökutækinu eða á því formi að auðkenning á þér fari ekki fram eða Tesla hafi ekki aðgang að henni. Í öryggisskyni gæti staðsetning ökutækisins verið notuð þegar öryggistilvik verður (til dæmis árekstur, öryggispúði virkjast eða sjálfvirk neyðarhemlun er notuð) til að styðja við viðbrögð neyðarviðbragðsaðila. Það þýðir að ef gögnin eru ekki sótt vegna öryggistilviks tengir Tesla ekki staðsetningu þína við auðkenni þitt eða veit hvar þú hefur verið. Þú getur líka valið að kveikja eða slökkva á söfnun á „Road Segment Data Analytics“ hvenær sem er á snertiskjá ökutækisins með því að fara í Software > Data Sharing. Athugaðu að sumir háþróaðir eiginleikar eins og rauntímaumferð og snjallleiðsögn styðjast við slík gögn. 

      Gögn um öryggisgreiningu: Til að bæta vörur okkar og þjónustu gætum við safnað og geymt önnur ökutækisgögn sem gætu innihaldið upplýsingar sem auðkenna þig eða VIN-númer ökutækis þíns, þar á meðal: gögn um slys eða aðstæður þar sem slys hefði getað orðið og tengjast Tesla ökutæki þínu (til dæmis ef öryggispúðar virkjast eða ef sjálfvirk neyðarhemlun verður); gögn um fjarþjónustu (til dæmis fjarlæsingu/opnun, upphaf og lok hleðslu og skipanir þar sem flauta fer af stað); gagnaskýrslu til að staðfesta að ökutækið þitt sé nettengt ásamt með upplýsingum um núverandi hugbúnaðarútgáfu og viss fjarvirknigögn; gögn um vandamál sem gætu haft umtalsverð áhrif á akstur á ökutækinu; gögn um öll alvarleg öryggistilvik; og gögn um allar hugbúnaðar- og fastbúnaðaruppfærslur.

      Háþróaðir eiginleikar: Tilteknir eiginleikar, á borð við rauntímaupplýsingar um umferð, leiðsögn, snjallleiðsögn, Autopilot og Dumb Summon, kunna að krefjast þess að vegahlutagögn virki sem skyldi. Til að tryggja persónuvernd þína geturðu kveikt eða slökkt á söfnun þessara gagna hvenær sem er (Hugbúnaður > Deiling gagna). Ef kveikt er á söfnun kunnum við að deila gögnunum með samstarfsaðilum, þannig að ekki sé hægt að auðkenna reikninginn þinn eða verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), til að gera okkur kleift að bæta og veita þér þjónustu. Deiling kann að eiga sér stað jafnvel þó að þú sért ekki að nota eiginleikann sem þarf á þessum upplýsingum að halda.

      Hleðsluupplýsingar: Við getum safnað upplýsingum um hleðslustraum og hleðslustöðvar sem þú notar (þar á meðal notkun þína á supercharger-stöðvum og innstungum heima við eða öðrum sölustöðvum á rafmagni) til að, til dæmis, greina hvaða hleðslustöðvar er verið að nota, hversu lengi tekur að hlaða rafhlöður og hversu skilvirk hleðslan er, hvar þörf er á fleiri hleðslustöðvum og, í sumum lögsagnarumdæmum, til að taka þátt í sumum hvata- eða ívilnunarkerfum stjórnvalda.

      Þjónustuferill: Til að auðvelda þjónustu og viðgerð á ökutækinu þínu getur verið að við söfnum og notum gögn um þjónustuferilinn frá þjónustumiðstöðvum Tesla eða tengdum og samþykktum réttingaverkstæðum þriðju aðila. Þar á meðal geta verið upplýsingar eins og nafn, VIN-númer, viðgerðarsaga, upplýsingar um íhluti, áætlanir og viðgerðakostnaður, innkallanir sem ólokið er, reikningar á gjalddaga, kvartanir viðskiptavinar og allar aðrar upplýsingar sem tengjast þjónustuferli ökutækisins.

      Ökutækisgögn afþökkuð: Tenging og frammistaða eru grundvallarþættir í öllum Tesla ökutækjum og ástæða þess að sumir viðskiptavinir velja Tesla, en þannig er hægt að bjóða upp á háþróaða eiginleika og betri akstursupplifun. Sjálfgefið veitir Tesla þessa snurðulausu upplifun um leið og fyrirtækið tryggir persónuvernd þína. En ef þú vilt ekki lengur að við söfnum ökutækisgögnum eða öðrum gögnum úr Tesla ökutækinu þínu skaltu hafa samband til að slökkva á tengingu. Athugaðu að ýmsir háþróaðir eiginleikar eins og þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur, fjarþjónusta og gagnvirkni við snjallöpp og eiginleikar í bílnum eins og staðsetningarleit, netútvarp, raddskipanir og vafrar reiða sig á slíka tengingu. Ef þú afþakkar að ökutækisgögnum sé safnað (að undanskildum kjörstillingum um gagnadeilingu í bílnum) munum við ekki geta vitað eða látið þig vita um vandamál sem tengjast ökutækinu þínu í rauntíma. Það getur valdið því að ökutækið þitt virki ekki eins og best verður á kosið, það gæti orðið fyrir skemmdum eða hætt að virka. 

    2. Greiningargögn

      Tesla notar greiningarskrár til að halda vörum okkar og þjónustu eins góðum og kostur er, gera úrræðaleit eða leysa vandamál og gera stöðugar betrumbætur. Við leitumst við að safna lágmarksgreiningargögnum sem nauðsynleg eru til að tryggja öryggi ökutækis þíns eða orkuvara þinna og tryggja að þau virki eins og best verður á kosið. Greining getur tekið til upplýsinga um uppsetningu á ökutæki, fastbúnað, orkunotkun, stöðu rafkerfa og annarra gagna sem kerfi miðla sín í milli og notuð eru til að greina villur og framkvæma tæknilegar greiningar. Við sérstök tilvik notum við greiningarverkfæri sem grunnvilluupplýsingar til að hjálpa okkur að ákvarða hvort að vandamál sem upp koma megi leysa með núverandi eða síðar hugbúnaðaruppfærslum.

    3. Gögn um Infotainment-kerfi

      Þegar þú notar snertiskjá ökutækisins gæti Tesla safnað ákveðnum upplýsingum sem eru annaðhvort vistaðar í ökutækinu sjálfu eða, ef þeim er deilt með okkur, eru sjálfgefið ekki tengdar reikningnum þínum eða VIN-númerinu þínu. Til að tryggja persónuvernd þína er vafraferli þínum í ökutækinu og innskráningarupplýsingum þínum ekki deilt með Tesla. Gögn í Infotainment-kerfinu sem safnað gætu til dæmis verið uppsafnaður fjöldi eiginleika eða appa sem notuð eru, lýsigögn um spilun og skoðun (til dæmis hlustunartími á útvarp og rás) og um það bil hver staðsetning þín er til að sjá hvaða útvarpsvalkostir eru fyrir hendi á staðnum. Fyrir viss infotainment-öpp sem krefjast innskráningar býður Tesla upp á þann valkost, ef þú hefur ekki þinn eigin reikning, að þú notir appið í staðinn með reikningi sem Tesla útvegar. Ef þú velur reikning sem Tesla útvegar gætu gögn tengd infotainment-kerfinu fyrir það ákveðna app verið tengd við reikninginn þinn eða VIN-númer. Auk þess getur Tesla, ef infotainment-kerfið virkar ekki sem skyldi og þú þarft á aðstoð að halda, sótt viss gögn um infotainment-kerfið til að koma til móts við beiðni þína, gera úrræðaleit eða leysa úr vandamálinu og bæta vörur okkar og þjónustu.

      Raddskipanir: Öll ökutæki Tesla bjóða upp á að þú notir raddskipanir í ökutækinu. Til að styðja við stöðugar gæðaumbætur nær Tesla og vinnur úr textaskrá fyrir skipunina (til dæmis „stilltu hitastigið...“). Til að tryggja persónuvernd þína eru hljóðupptökur ekki sóttar og textaskrá fyrir skipunina er ekki tengd reikningnum þínum eða VIN-númeri þínu. Auk þess safnar Tesla ekki neinum upplýsingum þegar rödd-í-texta er notað og textaskilaboð þín eru því aldrei send til Tesla.

      Tesla snjallappið: Tesla appið gerir eigendum kleift að eiga bein samskipti við ökutæki sín. Með appinu geturðu skoðað hleðslustöðu ökutækisins í rauntíma og hafið/hætt hleðslu, hitað/kælt farþegarýmið fyrir akstur, læst/opnað ökutækið úr fjarlægð eða fundið núverandi staðsetningu ökutækisins. Til að greina og laga vandamál með forvirkum hætti sem tengjast virkni Tesla appsins, taka á kvörtunum viðskiptavina og koma í veg fyrir óheimilan aðgang eða misnotkun getur verið að ákveðnum almennum notkunarupplýsingum, sem tengjast reikningnum þínum eða verksmiðjunúmeri ökutækis (VIN), verði deilt með okkur. Til dæmis ef þú notar Tesla appið til að breyta hitastigi í farþegarými í ökutækinu gætum við safnað að þessi skipun tókst eða tókst ekki, án frekari upplýsinga, eins og hverjar breytingarnar voru á hitastigi.Tesla appið gerir þér einnig kleift að hlaða upp myndum, til dæmis þegar þú sendir inn þjónustu- eða viðgerðarbeiðni, til að fá notendaþjónustu, uppsetningu vara, uppfærslu á Tesla prófílmyndinni þinni og fleira.

    4. Autopilot-gögn

      Tesla bílar eru búnir myndavélasetti sem gerir þeim kleift að bjóða upp á háþróaða eiginleika eins og Autopilot, Actually Smart Summon og Autopark. Myndavélarnar hafa verið hannaðar frá grunni til að tryggja persónuvernd þína. Tesla afritar ekki samfelldar upptökur eða getur skoðað myndavélar í rauntíma. Sjálfgefið eru háþróaðir sjálfvirkir eiginleikar sem nýta sér ytri myndavélar þannig úr garði gerðir að vinnsla úr myndavélum fer fram án þess að gögn fari úr ökutækinu. Tvær tegundir myndavélaupptaka geta verið sendar frá ökutæki þínu til Tesla: upptökur sem varða öryggistilvik og flotanám.

      1. Myndavélaupptökur sem tengjast öryggistilvikum eru því aðeins afritaðar sjálfkrafa ef alvarlegt öryggistilvik verður, til dæmis árekstur eða ef öryggispúðar blásast út. Þessir stuttu bútar eru allt að 30 sekúndur að lengd og tengdir VIN-númeri þínu til að aðstoða viðbragðsaðila, bæta ökutækjamat og í þágu vegaaðstoðar (og þannig upptökur geta innihaldið tímastimpil og lýsigögn um staðsetningu).
      2. Myndavélaupptökur tengdar flotanámi nota ytri myndavélar ökutækisins til að læra hvernig best er að þekkja hluti eins og akreinalínur, umferðarmerki og stöðu umferðarljósa. Því betur sem við getum stundað flotanám því betri verður sjálfsakstursgeta Tesla ökutækisins þíns. Við leggjum áherslu á að til að flotanámsupptökur geti verið deilt með Tesla þarft þú að gefa samþykki þitt fyrir gagnadeilingu og þú getur stjórnað því á snertiskjá ökutækisins hvenær sem er með því að fara í Software > Data Sharing. Jafnvel þó að þú samþykkir myndavélaupptökur eru þær takmarkaðar við 30 sekúndur og eru nafnlausar, en þannig tryggjum við að ekki sé hægt að tengja þær við þig eða ökutækið.

      Dashcam: Dashcam er eiginleiki sem viðskiptavinir geta fengið, að því tilskildu að rétt uppsett USB-drif sé notað. Allar vídeóupptökur eru vistaðar á USB-drifinu og ekki fluttar til Tesla. Áður en þú kveikir á eiginleikanum skaltu muna að athuga landslög í þínu landi varðandi notkun á mælaborðsmyndavélum til að tryggja að öll lög og reglur séu virt.

      Sentry Mode: Eiginleikinn notar skynjara ökutækisins og ytri myndavélar til að greina og tilkynna þér um grunsamlegt athæfi eða alvarlega hættu þegar ökutækinu er lagt. Ef ógn verður vart, til dæmis ef einhver hallar sér að bílnum, mun Sentry Mode blikka framljósunum, birta skilaboð á snertiskjánum um að myndavélarnar séu að taka upp og vista myndir af atburðinum á USB-drifinu þínu (ef það er uppsett). Upptökur úr Sentry Mode eru ekki sendar til Tesla. Ef um er að ræða verulega hættu, til dæmis við innbrot gegnum rúðu, mun ökutækið einnig senda viðvörun í snjallappið sem parað er við bílinn, virkja öryggisviðvörunina og mynda hátt óvænt hljóð úr hljóðkerfinu. Upptökur úr Sentry Mode eru vistaðar á viðtengdan minniskubb og hægt er að skoða þær beint á snertiskjá ökutækisins. Sentry Mode getur líka virkað á svipaðan hátt án þess að USB-drif sé til staðar og getur sent þér viðvörun í símann ef hætta er greind – en í þeim tilvikum væru upptökur af tilvikinu ekki tiltækar.

      Ef þú hefur virkjað aðgang að Sentry Mode Live Camera gerir það þér kleift að fjarskoða umhverfi bílsins þegar þú leggur bílnum og líka að flauta, blikka aðalljósum og tala í gegnum hátalara bílsins. Hljóð úr umhverfi bílsins er ekki tekið upp. Til að kveikja eða slökkva skaltu ýta á Controls > Safety & Security. Þegar þau eru í notkun munu framljós bílsins blikka og snertiskjárinn sýna að kveikt er á Sentry Mode. Live Camera er dulkóðuð enda á milli og Tesla getur ekki skoðað hana.

      Athugaðu: Það er alfarið á þína ábyrgð að skoða og fara að öllum landslögum og takmörkunum varðandi notkun myndavéla.

      Myndavél í farþegarými: Gjaldgengir Tesla bílar eru með myndavél í farþegarýminu fyrir ofan baksýnisspegilinn. Sjálfgefið er slökkt á myndavélinni í farþegarýminu nema þú kveikir á henni þegar þú notar tengdan öryggis- eða þægindaeiginleika (eins og Autopilot eða Dog Mode). Þegar kveikt er á Autopilot getur myndavélin í farþegarýminu greint eftirtektarleysi ökumanns og gefið frá sér hljóðmerki til að minna þig á að hafa augun á veginum. Þú getur skoðað hvaða eiginleikum þú hefur veitt leyfi til að nota myndavélina í farþegarýminu hvenær sem er (Stjórntæki > Hugbúnaður > Myndavél í farþegarými). Til að bæta eiginleika sem reiða sig á myndavélina í farþegarýminu geturðu valið að taka þátt og deilt greiningu á myndavél í farþegarými (Stjórntæki > Hugbúnaður > Gagnadeiling) með Tesla. Til að tryggja persónuvernd þína eru þessi myndavélagögn ekki tengd reikningnum þínum eða VIN númerinu, jafnvel þótt þú veljir að deila þessum upplýsingum. Þú getur breytt þessari stillingu hvenær sem er.

      Hljóðgreining: Tesla bílar eru búnir hljóðgreiningartækni. Áður en eiginleikar geta notað hljóðnemann fyrir hljóðgreiningu mun bíllinn biðja um leyfi frá þér. Eiginleikar sem reiða sig á hljóðgreiningu vinna sjálfgefið úr gögnunum í bílnum. Þetta þýðir að kerfið getur ekki vistað eða sent upplýsingar nema kveikt sé á gagnadeilingu. Tesla tekur ekki samfelldar upptökur og er ekki með virkni fyrir hlustun í rauntíma.

      Til að bæta öryggis- og þægindaeiginleika eins og greiningu bíla viðbragðsaðila sem nálgast, raddskipanir og fleira geturðu tekið þátt og deilt hljóðgreiningargögnum með Tesla. Athugaðu að það er á þína ábyrgð að fá staðfest samþykki þeirra sem eru í bílnum. Til að breyta stillingum þínum fyrir deilingu gagna skaltu fara í „Stjórntæki > Hugbúnaður > Gagnadeiling > Leyfa greiningu hljóðgreiningar“. Jafnvel þótt þú veljir að taka þátt eru hljóðgreiningargögn ekki tengd reikningnum þínum eða VIN númerinu til að tryggja persónuvernd þína.

    Hvernig við gætum notað upplýsingarnar þínar

    Við getum notað upplýsingarnar sem við söfnum til að:

    1. Eiga samskipti við þig
    2. Geta veitt vörur okkar og þjónustu
    3. Bæta þróun á vörum okkar og þjónustu


    Við gætum einnig haft samband til að láta þig vita um áríðandi öryggistengdar upplýsingar, tilkynna viðbragðsaðilum ef slys verður tengt ökutækinu þínu, kynna vörur og tilboð sem sniðin eru að þér eða til að svara fyrirspurnum frá þér og bregðast við beiðnum frá þér um vöruupplýsingar, Tesla tilkynningar og aðra viðburði.

     Sýna meiraSýna minna

    Þegar þú hefur samskipti við okkur til að biðja um upplýsingar eða gera kaup getum við notað gögn sem safnað er í ýmsum tilgangi. Hér að neðan eru dæmi um hvernig við gætum notað persónugögn þín til að bjóða upp á bestu ökutækja- eða orkuupplifun sem völ er á.

    Ástæður fyrir vinnslu

    Eiga samskipti við þig
    • Til að svara fyrirspurnum þínum og vinna úr beiðnum frá þér
    • Til að veita þér upplýsingar um keppnir, viðburði og kynningar og til að halda utan um þessar athafnir
    • Til að deila stjórnunarupplýsingum með þér, til dæmis breytingum á skilmálum og reglum okkar
    • Í fræðsluskyni og til upplýsingar um efni sem þú hefur áhuga á
    • Til að veita þér ráðleggingar um áríðandi öryggistengdar upplýsingar um ökutækið eða orkuvöruna þína eða til að tilkynna viðbragðsaðilum ef slys verður þar sem ökutækið þitt á í hlut
    • Til að framkvæma rannsóknir, leggja fyrir kannanir og fá ábendingar frá þér
    Geta veitt vörur okkar og þjónustu
    • Til að ganga frá kaupum, beiðni þinni um kaupleigu á vöru eða fjármögnun á vöru og til að láta setja upp vöru eða afhenda þér hana
    • Til að vinna úr greiðslu þinni fyrir vöru eða þjónustu
    • Í vinnslu, aðstoð og til að veita tengda notendaþjónustu
    • Til að vakta frammistöðu Tesla vöru þinnar og veita tengda þjónustu, þar á meðal þráðlausar hugbúnaðaruppfærslur
    • Til að skilja, flokka og leysa vandamál varðandi vörur og þjónustu
    Bæta þróun á vörum okkar og þjónustu
    • Til að sinna rannsóknum, þróa og kynna nýjar vörur og þjónustu og til að bæta eða breyta fyrirliggjandi þjónustu okkar
    • Til að greina og bæta öryggi vara okkar og þjónustu
    • Í viðskiptaskyni, til dæmis í gagnagreiningu, endurskoðun, svikavöktun og svikavarnir, viðskiptaáætlanir, til að skoða árangur herferða, í skýrslugerð og spár
    Aðrar kringumstæður
    • Til að uppfylla samningsbundnar skyldur gagnvart þriðju aðilum, umboðsaðilum eða hlutdeildarfélögum
    • Til að greina, endurgera, rannsaka eða á annan hátt ákvarða ástæður tilvika eða slysa sem varða ökutæki
    • Til að uppfylla lagalegar skuldbindingar, að beiðni löggæsluyfirvalda og samkvæmt öðrum beiðnum frá stjórnvöldum
    • Til að sýna fram á, beita eða verja lagalegar kröfur
    • Á annan hátt sem þú heimilar eða biður um

     

    Tesla geymir persónugögn aðeins svo lengi sem nauðsyn er til í þeim tilgangi sem gögnunum var safnað, þar á meðal eins og lýst er í yfirlýsingu um persónuvernd, sérstökum þjónustuyfirlýsingum okkar, eða eins og lög gera kröfu um. Viðmiðin um gagnageymslu gætu til dæmis verið íhugun á notkun þeirra, tengsl okkar við þig, hvort þjónustusamningur er fyrir hendi, hvort þú hafir veitt samþykki þitt eða hvort lagaskilyrði eru fyrir hendi til að geyma tiltekin gögn. Við skoðum vandlega hvort nauðsynlegt sé að geyma persónuupplýsingarnar sem safnað er og vinnum að því að tryggja að gögnin séu geymd í sem skemmstan tíma.

    Þegar við vinnum úr persónugögnum um þig gerum við það með þínu samþykki og/eða eins og þörf er á til að unnt sé að veita vörur eða þjónustu sem þú notar, reka fyrirtæki okkar, uppfylla samningsbundnar og lagalegar skyldur okkar, tryggja öryggi kerfa okkar, vara og viðskiptavina eða verja aðra lögmæta hagsmuni Tesla. Við deilum ekki upplýsingum sem persónugreina þig með ótengdum þriðju aðilum í markaðsskyni, nema þú veljir að fá slíkt efni. Til að fá frekari upplýsingar um hvaða lagalega réttlætingu Tesla styðst við fyrir hverja gagnavinnslu skaltu skoða „Tilgangur og lagagrundvöllur“ í ofangreinda kaflanum „Upplýsingar sem við gætum safnað“.

    Við getum einnig notað og birt upplýsingar um þig ef við teljum, í góðri trú, að lög krefjist þess í öryggisskyni, til að uppfylla lagalegar skuldbindingar okkar (í stefnum eða dómsúrskurðum) eða ef um er að ræða önnur mál er varða almannahagsmuni og upplýsingagjöf er nauðsynleg og viðeigandi. Við getum einnig deilt upplýsingum um þig ef lagalegur grundvöllur er fyrir slíku, ef við metum að upplýsingagjöf sé eðlilega nauðsynleg vegna notkunarskilmála okkar eða til að vernda rekstur okkar eða viðskiptavini. Þar með talið getur verið veiting upplýsinga til almennings eða til stjórnvalda. Auk þess gætum við flutt persónugögn til viðeigandi þriðja aðila ef um er að ræða endurskipulagningu, sameiningu, breytingu á stjórn eða sölu.

    Söfnun og notkun ópersónulegra gagna

    Nema eins og lýst er hér getur Tesla einnig safnað, notað og deilt upplýsingum sem persónugreina þig ekki einar og sér. Slíkar upplýsingar má nota í hvaða skyni sem er, þar á meðal við rekstur eða í rannsóknir, í iðnaðargreiningu, til að bæta eða breyta vörum okkar og þjónustu, til að sníðar vörur okkar og þjónustu betur að þörfum þínum, og eins og lög krefja.

    Deiling á upplýsingum þínum

    Við gætum deilt upplýsingum með:

    • Þjónustuveitendum okkar, samstarfsaðilum og hlutdeildarfélögum
    • Þriðju aðilum sem þú heimilar
    • Öðrum þriðju aðilum sem lög krefjast


    Við takmörkum hvernig og með hverjum við deilum persónugögnunum þínum. Dæmi um það hvenær við gætum deilt upplýsingum um þig eru til dæmis við greiðsluvinnslu, til að klára pantanir, við uppsetningu á vörum, í notendaþjónustu, í markaðsskyni, við fjármögnun, við veitingu þjónustu eða í viðgerðum og við aðra svipaða þjónustu.

     Sýna meiraSýna minna

    Við seljum ekki persónugögn þín til neinna í neinu skyni, punktur. Taflan hér að neðan skýrir með hverjum Tesla getur deilt persónugögnum þínum eftir því hver samskipti þín við okkar eru eða hvaða kaup þú gerir.

    Þjónustuveitendum okkar, samstarfsaðilum og hlutdeildarfélögum
    Flokkar viðtakenda
    Lýsing
    Ástæður deilingar
    Hlutdeildarfélög og dótturfélög Fyrirtæki sem Tesla á eða stýrir eða þar sem við eigum umtalsverðan eignarhaldshlut Til að aðstoða, starfrækja, bæta og uppfylla þjónustu fyrir okkar hönd sem byggist á lögmætum ástæðum okkar fyrir því að útvista ákveðinni starfsemi
    Þjónustuveitendur og samstarfsaðilar í viðskiptum Fyrirtæki sem við ráðum til að veita þjónustu eins og notendaþjónustu, vörufjármögnun, veitendur matsáætlana á viðgerðum, í innviði og aðrir fagveitendur þjónustu Til að aðstoða, starfrækja og sinna þjónustu fyrir okkar hönd sem byggist á lögmætum ástæðum okkar fyrir því að útvista ákveðinni starfsemi
    Greiðslumiðlarar Fyrirtæki sem við gerum samning við um að vinna úr greiðsluupplýsingum þínum með öruggum hætti Til að virkja greiðsluvinnslu á grundvelli samnings okkar við þig og forðast svik í samræmi við lögmæta hagsmuni okkar

     

    Þriðju aðilum sem þú heimilar
    Flokkar viðtakenda
    Lýsing
    Ástæður deilingar
    Fjármálastofnanir Fyrirtæki sem vinna lánsumsóknir í tengslum við kaupleigu og fjármögnun Til að staðfesta gjaldgengi þitt og vinna úr beiðni þinni um þjónustu út frá samþykki þínu eða samningi okkar við þig
    Orkuveitur og orkuþjónustufyrirtæki Fyrirtæki sem framleiða og dreifa orku á heimili þitt af rafveitunetinu Til að uppfylla beiðni þína um orkuvörur og þjónustu sem byggist annaðhvort á samþykki þínu, samningi okkar við þig eða fyrirkomulagi fyrir gerð samnings sem þú hefur beðið um
    Vottaðir orkuuppsetningaraðilar Samstarfsaðilar sem geta sinnt fjármögnun, leyfisveitingum, skoðunum og uppsetningum Til að framkvæma, aðstoða og uppfylla þjónustu fyrir okkar hönd eða þína út frá samþykki þínu eða samningi okkar við þig
    Þjónustumiðstöðvar og viðgerðaverkstæði þriðju aðila Þjónustustaðir þriðju aðila sem við eigum í samstarfi við til að tryggja þér gæðaviðgerðir Til að auðvelda þjónustu og viðgerðir og lækka kostnað og þjónustu sem byggir á samningi okkar við þig og lögmætum hagsmunum okkar af því að bæta kostnað og þjónustu
    Þróunaraðilar appa frá þriðja aðila Þróunaraðilar snjallappa og -þjónustu sem samþætt eru vörum Tesla gegnum forritaskil Tesla fyrir flota Þegar þú sækir app þriðja aðila og biður Tesla um að deila tengdum vörugögnum með þeim þriðja aðila til að virkja eiginleika eða þjónustu appsins, byggt á þínu samþykki

     

    Aðrir þriðju aðilar sem lög og aðrar kringumstæður krefjast
    Flokkar viðtakenda
    Lýsing
    Ástæður deilingar
    Löggæsluyfirvöld og stjórnvöld Upplýsingagjöf eins og lög krefjast eða þar sem slíkt er á annan hátt eðlilegt Til að fara að gildandi lögum sem byggja á lagaskyldu okkar eða lögmætum hagsmunum
    Ívilnana- eða afsláttarkerfi á vegum stjórnvalda Upplýsingagjöf eins og krafist er vegna kerfa eins og VIN Til að uppfylla þátttökuskilmála í veittri þjónustu byggt á lögmætum hagsmunum okkar

     

    Persónugögnunum sem við söfnum gæti verið deilt milli Tesla og dótturfélaga okkar, hlutdeildarfélaga (fyrirtæki sem eru í eigu eða stjórnað af Tesla, eða þar sem við eigum umtalsverðan eignarhlut), þjónustuveitenda þriðju aðila, rásarsamstarfsaðila, birgja og annarra ef slíkt er nauðsynlegt til að inna þjónustu af hendi fyrir okkar eða þína hönd. Til dæmis gætu fyrirtæki sem við höfum ráðið til að veita notendaþjónustu eða vernda kerfi okkar og þjónustu þurft aðgang að persónugögnum til að inna verk sín af hendi. Í slíkum tilvikum þurfa þau fyrirtæki að fylgja kröfum okkar um persónuvernd og gagnavernd og hafa ekki heimild til að nota persónugögn sem þau fá frá okkur í neinu öðru skyni.

    Auk þess getum við deilt upplýsingum með:

    Þjónustuveitum þriðju aðila og rásarsamstarfsaðilum til að veita þjónustu eins og hýsingu vefsvæðis, gagnagreiningu og gagnageymslu, greiðsluvinnslu, uppfyllingu pantana og vöruuppsetningu, þráðlausa tengingu við Tesla vörur, upplýsingatækni og tengda innviði, notendaþjónustu, vöruhönnun, vörugreiningu, viðhald og tengda þjónustu, sendingu tölvupósta, vinnslu kreditkorta, endurskoðun, markaðsstarf, vinnslu raddskipana og aðra svipaða þjónustu.

    Dótturfélögum og hlutdeildarfélögum (eins og Tesla Insurance Services, Inc.) til að þróa nýjar og bæta fyrirliggjandi vörur og þjónustu, framkvæma gagnagreiningu og í skýrslugerð. Ef þú til dæmis biður um þjónustu/viðgerð á ökutækinu þínu af hálfu þjónustumiðstöðvar eða réttingaverkstæðis sem annaðhvort Tesla eða þriðji aðili rekur, getum við deilt upplýsingum um ökutækið þitt, viðgerðir og tengd persónugögn til að fínstilla upplifun þína, verðmeta nákvæmlega viðgerðir og bæta verklag okkar.

    Matsaðilum á verði viðgerða og öllum tryggingarfélögum til að gera Tesla eða þjónustumiðstöðvum þriðju aðila kleift að þjónusta ökutækið þitt og gera við það eða sinna viðhaldi á því. Þegar þú biður Tesla um að inna ákveðna þjónustu af hendi deilum við takmörkuðum upplýsingum um þig og ökutækið með þessum aðilum til að þá fáir nákvæmt matsverð á viðgerð og til að auðvelda greiðslu. Matsaðilar sem meta kostnað við viðgerðir geta notað þessar upplýsingar með öðrum til að búa til og birta iðnaðargreiningu.

    Öðrum fyrirtækjasamstarfsaðilum sem eru þriðju aðilar að því marki sem þeir starfa við að kaupa, kaupleigja eða þjónusta Tesla vörur. Við deilum takmörkuðum upplýsingum frá eða um þig eða Tesla vörurnar þínar til að gera þér kleift að njóta þessara þjónusta ef þú velur að nýta þér þær, til dæmis með samstarfsaðilum sem eru fjármálastofnanir, kaupleigur, skráningarstofnanir, raforkufyrirtæki, leyfisveitendur og tryggingafélög.

    Þriðju aðilum sem þú heimilar, til dæmis:

    • Vottuðum uppsetningaraðilum, þar sem við getum beint eða óbeint selt þér orkuvörurnar sem þú hefur beðið um eða þar sem vottaður uppsetningaraðili á eða fjármagnar orkuvörunar þínar.
    • Orkuveitum eða orkuþjónustufyrirtækjum sem teljast þriðju aðilar, þar sem gjaldskrá eða reglur kveða á um slíkt eða þú hefur samþykkt að leyfa viðkomandi aðila að vakta eða stýra orkuvörunni þinni.
    • Hjá þjónustumiðstöðvum eða - veitum þriðju aðila, ef þú velur að nota slíkt. Athugaðu að sumar upplýsingar um þig eru vistaðar í ákveðnum Tesla vörum og þjónustumiðstöðvar eða -veitur þriðju aðila gætu nálgast þær beint ef þú velur að greina eða þjónusta Tesla vöruna þína.
    • Styrktaraðilum sem eru þriðju aðilar og kosta keppnir og svipaðar kynningar, ef þú velur að taka þátt; með samfélagsmiðlaveitu þinni, ef þú tengir Tesla reikninginn þinn við samfélagsmiðlareikning þinn. Ef þú gerir það heimilarðu okkur að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlareiknings þíns og þú skilur að notkun upplýsinganna sem við deilum heyra undir upplýsingar veitanda samfélagsmiðlareikningsins um persónuvernd.
    • Þróunaraðilar appa frá þriðja aðila. Með forritaskilum Tesla fyrir flota bjóðum við upp á leið fyrir þig til að beina Tesla að tengdum vöruupplýsingum í gegnum app eða þjónustu þriðja aðila. Ef þú heimilar slíka tengingu deilir Tesla einungis þeim gagnaflokkum sem þú hefur veitt samþykki fyrir með þriðja aðilanum. Þú getur haft umsjón með eða afturkallað samþykki þitt fyrir gagnadeilingu með þessum forritum hvenær sem er í gegnum Tesla reikninginn þinn eða í gegnum forrit þriðja aðilans (ef það er í boði).
    • Ef þú velur að miðla tengdum vöruupplýsingum til þriðju aðila gilda skilmálar og persónuverndarstefnur þriðja aðilans (en ekki þessi persónuverndartilkynning fyrir tengdan bíl) um þær upplýsingar sem þú miðlar eða um þær upplýsingar sem þú biður Tesla um að miðla til viðkomandi.

     

    Þriðju aðilum ef lög eða aðrar kringumstæður krefjast þess, til dæmis:

    • Til að uppfylla lagalegar skyldur (til dæmis ef um stefnu eða dómsúrskurð er að ræða); vegna lögmætrar beiðnar frá stjórnvaldi sem framkvæmir rannsókn, þar á meðal til að fylgja kröfum löggæsluyfirvalda og fyrirspurnum reglugerðaraðila; til að staðfesta eða framfylgja reglum okkar og verklagi; til að bregðast við neyðartilvikum; til að koma í veg fyrir eða stöðva athæfi sem við teljum eða gæti mögulega verið ólöglegt, ósiðlegt eða þannig að gæti komið til kasta laganna; eða til að vernda réttindi, eignir eða öryggi vara okkar og þjónustu, Tesla, þriðju aðila, heimsóknaraðila eða almennings, samkvæmt einhliða ákvörðun okkar.
    • Með vinnuveitanda þínum eða öðrum rekstraraðila flot eða eiganda Tesla vöru ef þú ert ekki beinn eigandi, eins og landslög heimila.
    • Í sumum lögsagnarumdæmum tekur Tesla af fúsum og frjálsum vilja eða í samræmi við lög þátt í verkefnum stjórnvalda, til dæmis ívilnunar- eða afsláttarverkefnum sem tengjast umhverfismarkmiðum, orkuminnkun eða innleiðingu nýrrar tækni. Þátttaka Tesla hjálpar okkur og stjórnvöldum að stækka fjárfestingar og styðja við innleiðingu á tækni okkar, þar á meðal tengda rafknúnum ökutækjum, geymslu á rafmagni og hleðslu. Þátttaka í sumum verkefnum gæti falið í sér að Tesla deili ákveðnum takmörkuðum ökutækisupplýsingum og upplýsingum um orkumyndun, hleðslu eða geymsluupplýsingum eins og auðkennisnúmeri ökutækis eða heimilisfangi með stjórnvöldum eða reglugerðaraðilum eins og skilmálar slíkra verkefna kveða á um.
    • Þegar þú samþykkir kauphvata sem stjórnvöld bjóða upp á eða tekur á anna hátt þátt í ívilnunarverkefnum stjórnvalda gæti Tesla þurft að veita ákveðnar upplýsingar til stjórnvalda eða tilgreindra umsjónaraðila þeirra sem tengjast kaupum þínum, þátttöku og gjaldgengi til að hægt sé að vinna úr kaupívilnuninni.
    • Með þriðja aðila í tengslum við endurskipulagningu, sameiningu, sölu, samstarfi, úthlutun, flutningi eða annarri ráðstöfun á hluta eða öllu fyrirtæki okkar, eignum eða hlutabréfum (þar á meðal í tengslum við slitameðferð eða svipaða málsmeðferð).

     

    Val og gagnsæi

    Við gerum þér kleift að fá aðgang að og stjórna þeim gögnum sem við söfnum, notum og deilum. Þú ert við stjórnvölinn þegar kemur að gögnunum þínum, hvort sem það er vegna tækjaheimilda, stillinga í öppum, samskiptastillinga, Tesla reikningsins þíns eða gagnadeilingar í ökutækinu þínu.

     Sýna meiraSýna minna

    Réttindi og val

    Tesla uppfærslur: Þegar þú biður um upplýsingar, kaupir vöru eða skráir þig í kynningarsamskipti gæti Tesla haft samband við þig gegnum tölvupóst, SMS eða Tesla appið varðandi kynningar, vörur okkar og þjónustu og aðrar upplýsingar sem þú gætir haft áhuga á. Ef þú vilt ekki lengur fá kynningartengda tölvupósta eða skilaboð geturðu afþakkað slíkt hvenær sem er með því að fylgja leiðbeiningum um afskráningu í skilaboðunum frá okkur, með því að breyta samskiptastillingum þínum eða með því að láta okkur vita á hvaða hátt sem er í hlutanum Spurningar um persónuvernd. Ef þú færð símtal eða SMS frá okkur og vilt ekki fá slíkt síðar eða ef þú vilt ekki fá vélsímtöl skaltu einfaldlega biðja um að fara á listann „ekki hafa samband“. Athugaðu að við gætum samt þurft að senda þér skilaboð tengd umsýslu eða önnur áríðandi skilaboð, til dæmis innheimtutilkynningar eða breytingar á reglum, jafnvel þó að þú afþakkir önnur samskipti.

    Gagnadeiling: Tesla gerir þér kleift að stjórna því hverju þú deilir. Þú getur kveikt eða slökkt á söfnun tiltekinna ökutækisgagna á snertiskjá ökutækisins (Software > Data Sharing), þar á meðal Autopilot Analytics & Improvements og Road Segment Data Analytics. Ef þú velur að kveikja á gagnadeilingu getur ökutækið þitt safnað upplýsingunum og gert þær tiltækar fyrir Tesla í greiningarskyni. Greiningin hjálpar Tesla að bæta vörur, eiginleika og greina vandamál hraðar. Safnaðar upplýsingar eru ekki tengdar reikningnum þínum eða VIN-númerinu þínu og auðkenna þig ekki persónulega. Eftir því hvað þú velur getur greining tekið til upplýsinga um ökutækið þitt, uppsetningu þess, frammistöðu, hugbúnaðarútgáfu og stuttra vídeóbúta eða mynda. Til að tryggja persónuvernd þína eru persónugögn annaðhvort ekki skráð, heyra undir tækni sem tryggir persónuvernd eða eru fjarlægð úr öllum skýrslum áður en þau eru send til Tesla.

    Beiðnir um persónuvernd gagna: Við viljum að þú stýrir því hvernig við notum persónugögn þín. Háð landslögum gætir þú átt rétt á að fá upplýsingar um og biðja um aðgang að, persónugögnum sem við vinnum um þig; uppfæra og leiðrétta það sem er rangt í upplýsingunum; fá upplýsingarnar takmarkaðar eða eytt; andmælt eða afturkallað samþykki þitt fyrir ákveðinni notkun á gögnum; og senda kvörtun til gagnaverndaryfirvalda í þínu landi. Þú gætir einnig átt rétt á að heyra ekki undir sjálfvirka ákvarðanatöku, þar á meðal persónugreiningu, þar sem slíkt gæti haft lagaleg eða önnur umtalsverð áhrif á þig; og rétt til gagnaflutningshæfni hvað varðar þau gögn sem þú veittir okkur. Tesla gerir þér kleift að nýta þér réttindi þín á ýmsan hátt, þar á meðal með því að:

    • Senda gagnaverndarbeiðni á netinu
    • Senda tölvupóst á privacy@tesla.com
    • Skrifaðu okkur á Tesla International B.V., Attn: Legal – Privacy, Burgemeester Stramanweg 122, 1101 EN Amsterdam, Netherlands.
    • Með því að fara á Tesla reikninginn þinn og uppfæra upplýsingarnar þínar hvenær sem er


    Þegar þú hefur samband við Tesla og ef málið krefst þess gætum við beðið um fleiri upplýsingar frá þér, til dæmis til að staðfesta auðkenni þitt eða gefa til kynna að svar mun taka lengri tíma. Þú getur vísað kvörtun þinni hvenær sem er til viðeigandi reglugerðaraðila í lögsagnarumdæmi þínu ef þér líkar ekki það svar sem berst frá okkur. Ef þú spyrð okkur munum við reyna að veita þér upplýsingar um viðeigandi kvörtunarboðleiðir sem gætu átt við í þínum aðstæðum.

    Vernd persónugagna

    Tesla notar varúðarráðstafanir sem eru stjórnunarlegar, tæknilegar og vélrænar til að vernda persónugögn þín og tekur mið af eðli gagnanna og ógn sem í hlut á. Tesla hefur innleitt ýmsa öryggiseiginleika til að stöðugt sé unnt að vernda upplýsingarnar þínar. Til dæmis er Tesla reikningurinn þinn með úrræði fyrir eigendur, leiðbeiningar og áríðandi skjöl og við bjóðum upp á fjölþátta auðkenningu til að vernda reikninginn þinn. Öll ökutæki Tesla eru líka með eiginleika sem heitir Pin to Drive og gerir þér kleift að stilla staðfestingarkóða, fjóra tölustafi, sem slá þarf inn áður en bílnum er ekið. Auk þess gerir Tesla þér auðvelt að framkvæma verksmiðjuendurstillingu og fjarlægja persónugögnin þín, ef þú selur eða flytur ökutækið þitt á annan einstakling (Controls > Service > Factory Reset).

    Við innleiðum einnig önnur viðeigandi tæknileg og skipulagsleg úrræði til að tryggja og vernda persónugögnin þín. Því miður eru engin gagnaflutninga- eða geymslukerfi 100% örugg. Ef þú hefur ástæðu til að ætla að samskipti þín við okkur séu ekki lengur örugg eða að þau séu í hættu skaltu láta okkur vita tafarlaust með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að neðan.

    Þessi tilkynning tekur ekki á og við berum ekki ábyrgð á persónuvernd, upplýsingum eða öðru verklagi þriðju aðila, hverjir sem þeir eru, þar á meðal þriðju aðila sem starfrækja svæði eða þjónustu sem við getum tengst í þessari tilkynningu. Það að slíkur tengill sé látinn fylgja með þýðir ekki að við styðjum tengda svæðið eða þjónustu frá okkur eða hlutdeildarfélögum okkar, né þýðir það tengsl við þriðja aðilann. Auk þess berum við ekki ábyrgð á söfnun, notkun eða reglum eða verklagi sem tengist upplýsingagjöf (þar á meðal verklagi tengdu gagnaöryggi) hjá öðrum stofnunum, til dæmis öðrum þróunaraðilum appa, veitendum appa, veitendum samfélagsmiðlaverkvangs, veitendum stýrikerfa eða þráðlausrar þjónustu, þar á meðal upplýsingum sem þú veitir öðrum stofnunum gegnum eða í tengslum við hugbúnað okkar eða samfélagsmiðlasíður. Auk þess beinum við ekki vörum okkar og þjónustu að einstaklingum undir sextán ára aldri og við biðjum að þeir einstaklingar veiti Tesla ekki neinar upplýsingar.

    Alþjóðlegir flutningar

    Tesla er alþjóðlegt fyrirtæki og við störfum á alþjóðavettvangi. Með því að gera kaup eða á annan hátt senda persónuleg gögn um þig til okkar gæti verið að upplýsingarnar þínar verði sendar til Tesla í Bandaríkjunum og annarra landa en búsetulands þíns eða landsins þar sem upplýsingunum var upphaflega safnað. Til dæmis þar sem við erum með starfsstöðvar eða þar sem við erum með þjónustuveitendur. Tesla fylgir lögum um flutning á persónugögnum milli landa til að hjálpa til við að tryggja að gögnin þín séu vernduð, eins og lýst er í þessari upplýsingagjöf, hvar sem þau eru.

    Við getum reitt okkur á ýmsar lagalegar forsendur til að safna, nota og á annan hátt vinna úr upplýsingunum þínum, þar á meðal: samþykki þitt; að upplýsingarnar séu nauðsynlegar til að unnt sé að efna samning við þig; til að fylgja lagalegum kröfum; til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra; eða í lögmætum tilgangi sem tekur mið af réttindum og hagsmunum þínum. Þessi lögmæti tilgangur gæti varðað áhuga Tesla á að bæta vörur sínar og þjónustu, auka öryggi, vernda Tesla eða viðskiptasamstarfsaðila þess gegn óréttmætri framkomu og viðbrögð við fyrirspurnum og kröfum viðskiptavina. Þar sem það á við munum við láta þig vita hvort og hvers vegna við þurfum á ákveðnum upplýsingum frá þér að halda, til dæmis hvort við þurfum á upplýsingunum að halda til að uppfylla lagalega eða samningsbundna kröfu og hverjar afleiðingarnar eru ef upplýsingarnar eru ekki veittar.

    Ef þú ert á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), í Bretlandi eða Sviss tryggjum við að flutningur á persónugögnum þínum sé í samræmi við gildandi persónuverndarlög og, sérstaklega, að viðeigandi úrræði sem tengjast samningum, tækni og skipulagi séu fyrir hendi. Alþjóðlegir flutningar Tesla á persónugögnum sem safnað er innan EES, í Bretlandi og Sviss heyra undir föst samningsákvæði. Umsjónaraðili persónugagna sem tengjast einstaklingum sem staðsettir eru innan EES, í Bretlandi eða Sviss er Tesla International B.V. í Hollandi. Ef þú hefur spurningar eða vilt koma einhverju á framfæri skaltu hafa samband við gagnaverndarfulltrúa okkar með því að senda tölvupóst á privacy@tesla.com eða skrifa okkur á Tesla International B.V., Attn: Privacy – DPO, 122 Burgemeester Stramanweg, 1101 EN Amsterdam, Netherlands. Þú getur líka haft samband og hefur rétt á að senda kvörtun til hollenskra gagnaverndaryfirvalda eða gagnaverndaryfirvalda í þínu landi.

    Uppfærslur á þessum upplýsingum

    Þessi upplýsingagjöf lýsir helstu atriðum sem tengjast persónugagnatengslum þínum við Tesla. Af og til kunnum við að þróa nýja eiginleika eða bjóða upp á viðbótarþjónustu sem gæti orðið til þess að við þyrftum að gera efnislegar breytingar á þessari upplýsingagjöf. Ef það gerist látum við þig vita með því að breyta dagsetningunni á síðustu uppfærslu upplýsingagjafarinnar á vefsvæði okkar. Einnig kunnum við að senda þér viðbótartilkynningu (til dæmis í tölvupósti) með frekari upplýsingum um breytingarnar. Ef annað er ekki tekið fram munu þessar nýju eða viðbótarþjónustur, þegar þær eru innleiddar, heyra undir þessa upplýsingagjöf og taka gildi þegar upplýsingarnar eru birtar á vefsvæði okkar.

    Spurningar um persónuvernd

    Ef þú ert með spurningar eða vilt koma einhverju á framfæri sem tengist persónuvernd, eða ef þú vilt afþakka ákveðnar þjónustur eða senda persónuverndarbeiðni tengda gögnum skaltu

     hafa samband.hafa samband.

     

    Sendu inn gagnaverndarbeiðni á netinu

    Sendu okkur tölvupóst á privacy@tesla.com

    Skrifaðu okkur á Tesla International B.V., Attn: Legal – Privacy, Burgemeester Stramanweg 122, 1101 EN Amsterdam, Netherlands.

     

    Uppfært í nóvember 2024