Supercharger-biðgjald

Við hönnuðum Supercharger-netið til að tryggja snurðulausa og ánægjulega akstursupplifun á vegum úti. Þannig gerum við okkur grein fyrir því hversu svekkjandi það getur verið að aka inn á hleðslustöð þar sem fullhlaðnir bílar fylla öll hleðslupláss. Til að tryggja ánægjulegri upplifun fyrir alla eigendur erum við að innleiða biðgjöld fyrir alla Tesla-bíla sem ætlað er að tryggja aukið aðgengi að Supercharger-hleðslustöðvum.

Við sjáum fyrir okkur framtíð þar sem bílar geta ekið á sjálfstýringu í burtu um leið og hleðslu er lokið, til að auka enn frekar skilvirkni hleðslunetsins og ánægju viðskiptavina. Fram að þeim tíma er það ósk okkar að bílum sé ekið frá Supercharger-hleðslustöðvum þegar hleðslu er lokið. Viðskiptavinur myndi aldrei leggja bíl við bensíndælu á bensínstöð og sama gildir um Supercharger-hleðslustöðvarnar.

Tesla-appið gerir eigendum kleift að vakta bílinn sinn og lætur þá vita þegar hleðslu er nærri lokið og aftur þegar henni lýkur. Biðgjald er innheimt fyrir bílinn fyrir hverja mínútu sem hann er tengdur Supercharger-hleðslustöð eftir að fullri hleðslu er náð. Ef bíllinn er aftengdur og ekið í burtu innan fimm mínútna fellur gjaldið niður. Biðgjöld eru aðeins innheimt þegar Supercharger-hleðslustöð er í 50% nýtingu eða meira. Biðgjöld tvöfaldast þegar hleðslustöð er í 100% nýtingu. Það skal tekið skýrt fram að þetta er eingöngu gert til tryggja hnökralausa þjónustu fyrir viðskiptavini og við vonumst til að við komum aldrei til með að hagnast á þessu.

Biðgjöld eftir landi og svæði
Land/landsvæði Gjaldmiðill Biðgjald (á hverja mínútu) Biðgjald (á hverja mínútu) þegar staðsetning er 100% nýtt
Abú Dabí AED 2 AED 4 AED
Ástralía AUD $0.50 $1.00
Austurríki EUR €0,50 €1,00
Belgía EUR €0,50 €1,00
Kanada CAD $0.50 $1.00
Króatía EUR €0,50 €1,00
Tékkland CZK 10 Kč 20 Kč
Danmörk DKK kr. 3,00 kr. 6,00
Dubai AED 2 AED 4 AED
Finnland EUR €0,50 €1,00
Frakkland EUR €0,50 €1,00
Þýskaland EUR €0,50 €1,00
Grikkland EUR €0,50 €1,00
Hong Kong HKD HK$4 HK$8
Ungverjaland HUF 200 HUF 400 HUF
Ísland ISK 75 kr 150 kr
Írland EUR €0,50 €1,00
Ísrael ILS ₪2 ₪4
Ítalía EUR €0,50 €1,00
Japan JPY ¥50 ¥100
Liechtenstein CHF CHF 0.50 CHF 1.00
Lúxemborg EUR €0,50 €1,00
Makaó HKD HK$4 HK$8
Meginland Kína CNY ¥ 3.20 ¥ 6.40
Malasía MYR RM 2 RM 4
Mexíkó MXN $10 $20
Holland EUR €0,50 €1,00
Nýja Sjáland NZD $1.00 $2.00
Noregur NOK kr. 5 kr. 10
Pólland PLN 2 zł 4 zł
Portúgal EUR €0,50 €1,00
Rúmenía RON 2.5 RON 5 RON
Singapúr SGD $0,50 $1,00
Slóvakía EUR €0,50 €1,00
Slóvenía EUR €0,50 €1,00
Suður Kórea KRW ₩500 ₩1,000
Spánn EUR €0,50 €1,00
Svíþjóð SEK 5 kr 10 kr
Sviss CHF CHF 0.50 CHF 1.00
Taívan TWD 15元 30元
Tæland THB ฿12 ฿24
Tyrkland TRY ₺10 ₺20
Bretland GBP £0.50 £1.00
Bandaríkin USD $0.50 $1.00
Algengar spurningar
Algengar spurningar Sýna allt Fela allt