Upplýsingar fyrir neyðarviðbragðsaðila
Tesla leggur áherslu á að auðvelda viðbragðsaðilum að vinna á öruggan hátt með vörur frá Tesla. Í neyðartilvikum eða við eldsvoða gæti þurft að taka rafmagn af háspennukerfi bílsins. Nauðsynlegt er að aftengja og afhlaða rafhlöðu á öruggan hátt meðan á björgun stendur. Frekari upplýsingar um bestu starfsvenjur í tengslum við öryggi er að finna í tilföngum á borð við handbækur um neyðarviðbrögð, fylgiskjöl fyrir neyðarviðbrögð, eigendahandbækur og vöruvídeó fyrir tilteknar vörur.
Veldu vöruna sem þú ert að leita að efni fyrir.
Upplýsingar um bílslys fyrir bílaeigendur
Ef slys á sér stað skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.
- Leggðu eða dreptu á bílnum.
Ef um er að ræða Model S, Model 3, Model X eða Model Y skaltu setja bílinn í „Park“. Ef um er að ræða Roadster: Dreptu á bílnum og fjarlægðu lykilinn.
Athugaðu: Tesla bílar eru rafknúnir og hljóðlausir, jafnvel þegar rafmagn er á aflrásinni. - Hafðu samband við vegaaðstoð Tesla.
Vegaaðstoð Tesla er í boði hvenær sem er út ábyrgðartímabilið. Hafðu samband við vegaaðstoð til að ræða við fagfólk, fá svar við spurningum og upplýsingar um rétt verklag við flutning bíls. Ef um neyðartilvik er að ræða skaltu hringja í 112. Finndu símanúmerið hjá vegaaðstoð Tesla á viðkomandi staðsetningu eða kynntu þér hvernig þú biður um vegaaðstoð Tesla í Tesla appinu.
Fleiri tilföng
Öðlastu grunnþekkingu á neyðarviðbrögðum þegar um Tesla bíla er að ræða.
Öryggi og þjálfun tengd rafmagnsökutækjum
Farðu yfir vefnámskeið fyrir öryggisþjálfun í tengslum við rafknúin ökutæki og upplýsingar sem fjalla um bestu venjur í tengslum við almennt öryggi.
Sérþekking fyrir fagfólk sem vinnur á einhvern hátt með rafbíla er finna í þjálfunarefni og hagnýtum námskeiðum á vegum University of Extrication.
Efnisöryggi
Hægt er að panta öryggisblöð Tesla. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.
Hafa samband
Ökutæki
Viðbragðsaðilar geta sent okkur spurningar á firstrespondersafety@tesla.com.
Stoðaðilar sem hafa spurningar um vegaaðstoð geta haft samband við vegaaðstoð Tesla.
Orka
Ef þú ert með spurningar varðandi Powerpack og Megapack skaltu hafa samband í síma +31 2 08 88 53 32.
Ef þú hefur spurningar sem tengjast Powerwall geturðu sent okkur tölvupóst á PowerwallSupportEMEA@tesla.com.
Tesla leitast við að hafa upplýsingarnar á þessari síðu réttar og nákvæmar miðað við útgáfudaginn. Þar sem stöðugar endurbætur eru markmið Tesla áskiljum við okkur rétt til að breyta sumu eða öllu þessu efni hvenær sem er og án fyrirvara.