Uppfærslur
Þráðlausar uppfærslur bæta bílinn með einni snertingu. Þessar uppfærslur veita viðbótareiginleika sem hjálpa til við að sérsníða Tesla-bifreiðina að þínum þörfum og þær má kaupa í Tesla-appinu.
Mismunandi uppfærslur eru í boði fyrir bílinn þinn, allt eftir þinni uppsetningu, og þær birtast sjálfkrafa í Tesla-appinu. Ekki er þörf á þjónustuheimsókn vegna þessara uppfærslna og hægt er að kaupa þær með skráðum greiðslumáta. Ef annað er ekki tekið fram mun bíllinn uppfæra sig þegar búið er að leggja honum og tengja við Wi-Fi.
Skráðu þig inn í Tesla appið til að fá frekari upplýsingar um þær uppfærslur sem í boði eru fyrir þig.