Track Mode V2
Track Mode V2 gerir ökumönnum Model 3 Performance kleift að sérsníða stjórnunareiginleika bílsins og veitir enn meiri stjórn á því hvernig hann hagar sér á braut. Ökumenn geta nú fínstillt eiginleika bílsins, þar á meðal jafnvægi í mótorum, stöðugleikaaðstoð og hleðsluhemlun. Allir Model 3 Performance eigendur munu fá Track Mode V2 í gegnum ókeypis þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu.
Track Mode V2 kemur með nokkrum fyrirfram stilltum prófílum sem dæmi um hvernig bílstjórar geta byrjað að sérsníða eigin stillingar fyrir tilteknar brautaraðstæður. Hvort sem eigendur hafa áhuga á að skrensa, setja hringamet eða að fara á milli mismunandi stillinga til að bæta aksturslagið bætir Track Mode V2 við aðlögunarhæfnina fyrir bílstjóra, óháð getu.
Byrjað er að innleiða Track Mode V2 fyrir viðeigandi bíla með útgáfu 2020.8 eða nýrri. Til að opna Track Mode V2 að uppfærslu lokinni skaltu velja „Akstur“ > „Track Mode“ á snertiskjánum. Þú færð nýjustu útgáfuna af Track Mode sjálfkrafa senda þegar hún er tilbúin fyrir bílinn þinn – ekki er hægt að óska eftir henni. Tengstu Wi-Fi til að njóta hraðara niðurhals og uppsetningar.
Helstu eiginleikar Track Mode V2 eru meðal annars:
Sérstilling á stjórnunareiginleikum ökutækis
- Jafnvægi í stjórnunareiginleikum: Breyttu afstöðu mótors úr 100 prósent að framan í 100 prósent að aftan og stilltu hversu mikið tog er sent á hvern mótor fyrir mismunandi undir- eða yfirstýringu og byrjaðu snúning og haltu skrikhorni.
- Stöðugleikahjálp: Veldu hve mikið þú vilt að stöðugleikakerfi hjálpi til við að stjórna bílnum – allt frá því að öll stöðugleikakerfi séu í gangi og að því að bílstjóri hafi fulla stjórn.
- Hleðsluhemlun: Stilltu hversu mikil hemlun kemur vegna mótora bílsins og grunnbremsa bílsins. Þetta hefur ekki bara áhrif á hversu mikinn hemlakraft þarf til að hægja á bílnum heldur gerir bílstjórum kleift að koma honum af stað með því að nota inngjöfina.
Rauntímastöðuvöktun
- Kjörkælistillingar á ökutæki: Kæling eftir akstur og yfirklukkun á loftpressu lengir brautartímann með því að vinna gegn hærra hitastigi sem myndast vegna viðvarandi og mikils hraðaksturs. Þú getur fengið aðgang að kælingu eftir akstur og yfirklukkun á loftpressu í Track Mode stillingunum.
- Staða ökutækis: Skoðaðu ítarlegt yfirlit um hitastig ökutækisins og undirkerfa á snertiskjá Model 3. Track Mode notar rauntímalíkön til að sýna hitastig rafhlöðu, hemla og mótora og notkun hjólbarða.
- G-mælir: G-mælir Tesla vaktar og skráir sjálfkrafa hámarkshraða- og langsniðshröðun. Hægt er að skoða G-mælinn á spjaldsvæðinu á snertiskjánum.
Árangursyfirlit
- Hringtímamælir: Á snertiskjákortinu birtist nú hringtímamælir. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að setja upphafs-/lokaprjón á kortið. Þegar hverjum hring er lokið mun hringtímamælirinn sýna tímalengd síðasta hringsins. Þar birtist einnig tímasetning tengd fyrri og bestu hringjum í aksturslotunni.
- Vídeóskráning og fjarmælingargögn: Nú er hægt að hlaða niður vídeó- og fjarmælingargögnum á USB-drif svo bílstjórar geti vaktað og deilt árangrinum. Gögn eru geymd í .CSV skrá og innihalda hringtíma, hröðun, hemlun, G-mæli, hitastig ökutækis og dekkjanotkun. Til að vista gögn skaltu tengja USB -drif við möppuna TeslaTrackMode. Þegar kveikt er á „Save Dashcam for Lap“ geymir Track Mode vídeó af hverjum hring í aksturslotu þegar hringtímamælirinn er notaður.