Uppfærðu fastbúnað bílsins til að endurheimta mynd frá bakkmyndavélinni

Tesla hefur sent innköllun vegna tiltekinna Model S-, Model X- og Model 3-bíla sem eru með fullri sjálfkeyrslugetutölvu 4.0 og keyra hugbúnaðarútgáfu frá 2023.44.30 til 2023.44.30.6, eða 2023.44.100. Ófullnægjandi stöðugleiki samskiptareglna samþættrar rafrásar getur komið í veg fyrir að mynd berist frá bakkmyndavél þegar sett er í bakkgír. Ef ekki er hægt að sjá mynd frá bakkmyndavélinni þegar bakkað er getur það haft áhrif á útsýni ökumanns aftur fyrir bílinn og aukið hættu á árekstri.

Hugbúnaðarútgáfa 2023.44.30.7 eða nýrri útgáfa býr yfir viðeigandi stöðugleika samskiptareglna samþættrar rafrásar til að sýna mynd bakkmyndavélar fyrir Model 3 í samræmi við UNECE R158. Þann 29. desember 2023 hófst þráðlaus innleiðing á hugbúnaðarútgáfu 2023.44.30.7 í öllum viðeigandi bílum.

Hvert er vandamálið?

Í tilteknum bílum með fullri sjálfkeyrslugetutölvu 4.0 og sem keyra hugbúnaðarútgáfu frá 2023.44.30 til 2023.44.30.6, eða 2023.44.100 getur ófullnægjandi stöðugleiki samskiptareglna samþættrar rafrásar komið í veg fyrir að mynd berist frá bakkmyndavél.

Hefur innköllunin áhrif á bílinn minn og hvað á ég að gera?

Allir eigendur geta skoðað hvort þetta hefur áhrif á bíl þeirra með því að leita eftir VIN-númeri hans, annaðhvort með innköllunarleit Tesla með VIN eða innköllunarleit NHTSA með VIN. Hugbúnaðarútgáfa 2023.44.30.7 eða nýrri útgáfur búa yfir viðeigandi stöðugleika samskiptareglna samþættrar rafrásar til að sýna mynd bakkmyndavélar. Þjónustuheimsókn er ekki nauðsynleg og ekki er þörf á frekari aðgerðum af hálfu eigenda sem eiga bíla sem eru með hugbúnaðarútgáfu 2023.44.30.7 eða nýrri.

Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla-snjallappinu.

Er öruggt að keyra ökutækið?

Ef ekki er hægt að sjá mynd frá bakkmyndavélinni þegar sett er í bakkgír getur það haft áhrif á útsýni ökumanns aftur fyrir bílinn og aukið hættu á árekstri. Ökumaður getur haldið áfram að bakka með því að horfa aftur fyrir bílinn og nota speglana. Tesla hefur ekki heyrt af árekstrum, meiðslum eða dauðsföllum í tengslum við þetta ástand.

Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?

Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnað bílsins í útgáfu 2023.44.30.7 eða nýrri útgáfu og eigandinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.

Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?

Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað ökutækisins skaltu skoða þjónustusíðu fyrir hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.