Uppfærsla á fastbúnaði bíla vegna óviljandi opnunar á húddi að framan
Tesla hefur, að eigin frumkvæði, innkallað einstaka Model 3 bíla framleidda á tímabilinu 2021-2024 með húddlæsingu sem framleidd var í Kína og alla 2021-2024 Model S, 2021-2024 Model X, og 2020-2024 Model Y bíla til að leiðrétta ástand sem kemur í veg fyrir að ökumanni sé gert viðvart um opið húdd við ákveðnar aðstæður. Í bílum sem um ræðir er ekki víst að læsibúnaðurinn greini opið húdd, sem kemur í veg fyrir að ökumanninum sé tilkynnt um opið húdd þegar bílnum er ekið af stað.
Frá 18. júní 2024, fengu viðkomandi bílar, viðskiptavinum að kostnaðarlausu, þráðlausar hugbúnaðarúrbætur með fastbúnaðarútgáfu 2024.20.3, sem skynjar opið húdd og sendir frá sér tilkynningu í notendaviðmóti um opið húdd.
Hefur innköllunin áhrif á bílinn minn?
Allir eigendur geta kannað hvort þetta eigi við um bílinn þeirra með því að slá inn verksmiðjunúmer bílsins í verkfærinu Tesla VIN Recall Search. Viðkomandi viðskiptavinir fengu, sér að kostnaðarlausu, þráðlausar hugbúnaðarúrbætur með fastbúnaðarútgáfu 2024.20.3. Fastbúnaðarútgáfa 2024.20.3, eða nýrri fastbúnaðarútgáfa, skynjar opna húddið og sendir tilkynningu í notendaviðmót til að gera viðskiptavininum viðvart um að húddið sé opið. Eigendur bíla sem þegar eru með væntanlega hugbúnaðarútgáfu þurfa ekki að grípa til sérstakra ráðstafana.
Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla-snjallappinu.
Hvað er vandamálið og hvaða áhrif hefur það á ökutækið mitt?
Þegar viðskiptavinir opna húddið á bílunum sem um ræðir getur verið að læsingarbúnaðurinn greini ekki að húddið sé opið, sem kemur í veg fyrir að ökumanni sé gert viðvart um opið húdd þegar bílnum er ekið af stað.
Er öruggt að keyra bílinn?
Ef ekið er ómeðvitað í bíl þar sem húdd er ekki læst getur það leitt til þess að húddið opnist að fullu og hindri sýn ökumanns ásamt því að auka líkur á árekstri. Við vitum ekki af neinum árekstrum eða slysum sem tengjast þessu ástandi.
Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?
Nei. Brugðist er við innkölluninni með því að uppfæra hugbúnað bílsins í útgáfu 2024.20.3 eða nýrri útgáfu og eigandinn þarf ekki að bóka þjónustutíma.
Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?
Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum orsökum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað bílsins skaltu skoða þjónustusíðuna fyrir hugbúnaðaruppfærslur.. Ef vandamálið lagast ekki skaltu bóka þjónustutíma.