Uppfærsla fastbúnaðar bílsins til að virkja merki öryggisbeltisáminningar
Tesla hefur, að eigin frumkvæði, innkallað bíla af tilteknum árgerðum, Model S árgerð 2012 – 2024, Model X árgerð 2015 – 2024, Model 3 árgerð 2017 – 2023 og Model Y árgerð 2020 – 2023, sem eru eða voru búnir tiltekinni hugbúnaðarstillingu fyrir öryggisbeltaáminningu. Í þeim bílum sem innköllunin nær til kann galli í rofa í ökumannssæti að valda því að sjónræn viðvörun og hljóðmerki eru ekki virkjuð þegar öryggisbelti ökumannssætisins er ekki spennt eftir að kveikt er á bílnum.
Viðkomandi bílar verða uppfærðir þráðlaust, eigendum að kostnaðarlausu, og er áætlað að uppfærslurnar hefjist í júní 2024. Uppfærslan mun koma í veg fyrir að hugbúnaðurinn nýti rofann í ökumannssætinu. Þess í stað nýtir hann eingöngu öryggisbeltissylgjuna og stöðu svissins til að kveikja öryggisbeltaáminningar.
Hefur innköllunin áhrif á bílinn minn?
Allir eigendur geta kannað hvort þetta nær til verksmiðjunúmers (VIN) síns bíls með því að nota innköllunarleitarverkfæri Tesla fyrir VIN. Ef bíllinn er með hugbúnaðarútgáfu 2024.20.3 eða nýrri er ekki þörf á frekari aðgerðum. Ef bíllin er með eldri hugbúnaðarútgáfu en 2024.20.3 skaltu uppfæra hugbúnaðinn í útgáfu 2024.20.3 eða nýrri.
Þú getur staðfest hugbúnaðarútgáfu bílsins með því að ýta á „Stjórntæki > Hugbúnaður“ á snertiskjá bílsins eða neðst á upphafsskjá bílsins í Tesla-snjallappinu.
Hvert er vandamálið?
Bíll sem ekki varar ökumann við að öryggisbelti sé ekki spennt eftir að kveikt hefur verið á bílnum getur aukið hættu á meiðslum við árekstur.
Er öruggt að keyra bílinn?
Bíll sem ekki varar ökumann við að öryggisbelti sé ekki spennt eftir kveikt er á honum uppfyllir ekki tilskipun 2001/95/ESB fyrir almennt vöruöryggi eða reglugerðir fyrir almennt vöruöryggi frá 2005 (GPSR), sem getur aukið hættu á meiðslum við árekstur.
Þarf ég að gera þjónustubókun fyrir þessa innköllun?
Nei. Innköllunin hefur í för með sér þráðlausa uppfærslu á hugbúnaði bílsins, um leið og hún verður í boði, og krefst þess ekki að viðskiptavinurinn bóki þjónustutíma.
Hvað ef ekki tekst að sækja eða setja upp hugbúnaðaruppfærsluna mína?
Hugbúnaðaruppfærslur geta mistekist af ýmsum ástæðum. Ef þú átt í vandræðum með að uppfæra hugbúnað ökutækisins skaltu skoða þjónustusíðu fyrir hugbúnaðaruppfærslur. Ef vandamálið er viðvarandi skaltu bóka þjónustutíma.