Algengar spurningar um endurgreiðslu vegna 8 GB eMMC
Innköllun á 8 GB eMMC tekur til bilunar í 8 GB margmiðlunarkortum vegna uppsafnaðs slits. Viðskiptavinir sem hafa áður greitt úr eigin vasa fyrir gjaldgenga viðgerð samkvæmt skilyrðum innköllunar á 8 GB eMMC geta átt rétt á endurgreiðslu.
Innköllun á 8 GB eMMC tekur til bilunar í 8 GB margmiðlunarkortum vegna uppsafnaðs slits. Skoðaðu upphaflegu tilkynninguna til að fá nánari upplýsingar um hvað heyrir undir innköllunina.
Athugað að greidd viðgerð sem framkvæmd er fyrir hlutinn og ástandið sem lýst er að ofan eftir 9. apríl 2021 er ekki gjaldgeng í endurgreiðslu.
Viðskiptavinir sem hafa áður greitt úr eigin vasa fyrir gjaldgenga viðgerð samkvæmt skilyrðum innköllunar á 8 GB eMMC geta átt rétt á endurgreiðslu.
Eldri viðgerðir sem annar þjónustuaðili en Tesla hefur framkvæmt gætu verið gjaldgengar í endurgreiðslu að upphæð 242275 kr.. Til að fá endurgreiðslu vegna viðgerða þriðja aðila þarftu að leggja fram gögn sem sýna greinilega að viðgerðin var framkvæmd til að laga vandamálið sem heyrir undir innköllun á 8 GB eMMC, fellur undir innköllunartímabilið og að viðgerðinni hafi verið lokið 9. apríl 2021 eða fyrr.
Ef ökutækið þitt heyrir undir skilyrðin sem innköllun á 8 GB eMMC fellur undir muntu sjá endurgreiðslueyðublað á síðu Tesla reikningsins þíns. Skráðu þig inn á Tesla reikninginn þinn á netinu og fylltu út eyðublaðið.
Við höfum þegar auðkennt þær viðgerðir sem Tesla framkvæmir og eru mögulega endurgreiðsluhæfar og forákvarðað endurgreiðsluhæfi þitt eins og kostur er. Viðgerðirnar birtast sjálfkrafa í eyðublaðinu með viðgerðardagsetningum, endurgreiðsluhæfi og frekari upplýsingum. Þú munt líka geta sent upplýsingar um viðgerðir þriðja aðila.
Athugaðu að þetta er eina leiðin til að sækja um endurgreiðslu. Þjónustumiðstöðvar Tesla og starfsfólk notendaþjónustu geta ekki unnið úr eða veitt upplýsingar um stöðu endurgreiðslubeiðna.
Ef þú sérð þennan valkost ekki á reikningnum þínum er líklegast að viðgerðin eða viðgerðirnar sem Tesla framkvæmdi á ökutækinu þínu séu ekki gjaldgengar samkvæmt skilyrðum innköllunar á 8 GB eMMC. Þetta gæti verið vegna einnar eða fleiri ástæðnaSkoðaðu upphaflegu tilkynninguna til að fá nánari upplýsingar um hvað heyrir undir innköllunina.
Hægt er að senda endurgreiðslubeiðnir í allt að tvö ár eftir greiðsludag fyrir viðgerðir sem heyra undir innköllun á 8 GB eMMC eða fyrir 9. apríl 2023. Ef lengra er í greiðsludagsetningu fyrir gjaldgenga viðgerð en tvö ár þá geturðu sent beiðnina í allt að eitt ár eftir þessa dagsetningu, eða fyrir 2. mars 2022.
Allt að 60 daga getur tekið að skoða beiðnina eftir móttöku hennar. Þegar skoðun okkar er lokið munum við láta þig vita í tölvupósti hvort við höfum samþykkt eða hafnað beiðninni. Ef beiðnin er samþykkt gæti tekið þrjár til fjórar vikur í viðbót áður en þú færð endurgreiðsluna. Ef beiðninni er hafnað geturðu fengið frekari upplýsingar um hvers vegna henni var hafnað.
Endurgreiðsla verður innt af hendi með millifærslu eða innborgun á reikninginn sem tengist beiðninni.
Ef beiðninni er hafnað látum við þig vita í tölvupósti innan 60 daga frá því að beiðnin er móttekin. Í tilkynningunni mun koma fram ástæða eða ástæður þess að beiðninni var hafnað. Algengar ástæður fyrir höfnun:
Viðgerðin var ekki vegna ástandsins sem lýst er í innköllun á 8 GB eMMC:
Ökutækið var ekki með upprunalegan eMMC íhlut frá Tesla þegar viðgerðin fór fram;
Ökutækið var ekki upphaflega með innkallaða íhlutinn og heyrir því ekki undir innköllun á 8 GB eMMC.
Eftir að þú færð senda ákvörðun Tesla í tölvupósti um að beiðnin hafi verið samþykkt eða henni hafnað skaltu svara þessum tölvupósti og láta öll gögn fylgja með ef þú hefur spurningar um ákvörðunina, telur að beiðnin hafi verið ófullkláruð þegar hún var send eða vilt að Tesla endurskoði ákvörðun sína. Athugaðu að frekari skoðun tefur úrvinnslu á beiðninni.
Ef þú greiddir fyrir Infotainment-uppfærslu Tesla eftir að þjónusta Tesla greindi að eMMC í ökutækinu þínu væri bilað vegna ástandsins sem lýst er í innköllun á 8 GB eMMC gætirðu átt rétt á endurgreiðslu allt að kostnaði við viðgerð á 8 GB eMMC sem í boði var þegar uppfærslan var gerð.
En ef þú ert með virka ábyrgð eða þjónustu ábyrgðarleiðréttingar sem myndi ná til ástandsins sem lýst er í innköllun á 8 GB eMMC og þú velur að kaupa Infotainment-uppfærsluna í staðin áttu ekki rétt á endurgreiðslu.
Endurgreiðsla er reiknuð út frá vinnukostnaði og kostnaði við íhluti þegar viðgerð fór fram, að viðbættum gildandi sköttum. Ef reikningur sem tekur til gjaldgengrar viðgerðar er með vinnukostnað og/eða íhluti sem ekki heyra undir innköllun á 8 GB eMMC er kostnaður sem tengist þeirri vinnu og/eða íhlutum ekki gjaldgengur í endurgreiðslu. Einungis kostnaður sem tengist skiptum á 8 GB eMMC vegna uppsafnaðs slits verður endurgreiddur.