Model Y fær 5 stjörnu öryggiseinkunn hjá Euro NCAP

The Tesla Team, September 7, 2022

Fær hæstu Euro NCAP-heildareinkunn samkvæmt nýrri prófunarreglu

Hjá Tesla er hönnun á ökutæki endurtekningarferli þar sem við stefnum að því að gera einhverja öruggustu bíla í umferðinni enn öruggari. Í dag er Model Y nýjasta ökutækið okkar til að fá 5 stjörnu öryggiseinkunn frá European New Car Assessment Program (Euro NCAP).

Í matinu fékk Model Y hæstu heildareinkunn allra ökutækja sem prófuð hafa verið samkvæmt nýjustu og ströngustu prófunarreglum Euro NCAP. Þetta var byggt á mati á getu Model Y til að vernda fullorðna, börn og viðkvæma vegfarendur eins og hjólreiðafólk og gangandi og einnig á öryggisaðstoðareiginleikum ökutækisins.

Model Y fékk einnig framúrskarandi 97% einkunn í flokki verndar fyrir fullorðna farþega - sem er aftur hæsta einkunn allra ökutækja sem hafa verið prófuð samkvæmy þessari prófunarreglu. Einkunn í þessum flokki ræðst af nokkrum prófunum á hálstognun eftir árekstur að framan, til hliðar og að aftan auk greiningar á öðrum öryggiseiginleikum, til dæmis varðandi björgun, losun fólks úr ökutæki og öryggi eftir árekstur.

Stöðugar öryggisumbætur

Euro NCAP notaði ný Model Y ökutæki með nýjustu framleiðslutækni okkar og öryggiseiginleikum til að ljúka mati sínu:

  • Heilsteyping á undirvagni að aftan: Heilsteyping á undirvagninum að aftan ásamt styrktum rafhlöðupakka okkar veitir öryggishólfinu gríðarlegan árekstrastyrk og hjálpar til við að viðhalda heilleika rýmisins. Styrkurinn gerir háþróuðum aðhaldskerfum okkar kleift að virkjast á skilvirkan hátt í farþegarýminu, halda farþegum á sínum stað og veita vörn gegn broti inn í farþegarýmið.
  • Loftpúði í miðrými: Veitir viðbótarvörn við árekstur frá hlið, sérstaklega þegar farþegar eru tveir í framsætum. Loftpúðinn blæs út á milli framsætanna til að koma í veg fyrir höfuðáverka sem gætu orðið vegna snertingar milli farþega.
  • Fjöláreksturshemlun: Notar hemlabúnað ökutækis sjálfkrafa eftir árekstur til að koma í veg fyrir annan árekstur.
  • Árekstravari: Notar beina vöktun til að greina bílstjóra sem er annars hugar og leiðréttir næmni árekstrarvara að framan sjálfkrafa þannig að hann verði næmari.

Hæstu einkunnir fyrir Tesla Vision

Model Y fékk einnig leiðandi 98% einkunn í öryggisaðstoð hjá Euro NCAP. Þessum árangri var náð með Model Y ökutækjum með Tesla Vision, vinnslukerfi okkar sem byggir á myndavélasýn og tauganeti sem nú er staðalbúnaður í öllum Tesla ökutækjum sem afhent eru í Norður-Ameríku og Evrópu. Margir héldu að ekki væri mögulegt að fá einkunnina nema að nota ratsjá.

Að auki er stöðugt verið að bæta sjálfvirka neyðarhemlun við aðstæður þar sem verið er að snúa við og þegar verið er að bakka með viðkvæma vegfarendur á leið ökutækisins. Model Y fékk einnig full stig í flokki akreinastuðnings. Akreinastuðningur hjálpar til við að fækka slysum þegar verið er að skipta um akrein, en það er ein helsta orsök stakra slysa á ökutækjum og árekstra að framan samkvæmt Euro NCAP.

Starfsfólk okkar helgar sig því að bæta akstursöryggi. Þó að við náum einhverri hæsta öryggiseinkunn sem veitt hefur verið stöldrum við ekki við heldur hvetur það okkur til að gera einhver öruggustu ökutæki í heimi enn öruggari.

Athugaðu: Þessi viðurkenning kemur ásamt með 5 stjörnu einkunn Model Y frá Australasian New Car Assessment Program (ANCAP), sem einnig var tilkynnt í dag.