Eftir að þú hefur pantað ökutækið skaltu setja upp Tesla reikning með netfanginu sem notað var til að gera pöntunina. Ljúktu við verkefni fyrir afhendingu á Tesla reikningnum þínum til að hægt sé að festa afhendingartíma.
Samskiptaupplýsingar viðskiptavinar
Afhendingarstaður
Greiðslumáti
Skráningarskjöl og heimilisfang
Ökuskírteini
Undirritað skriflegt umboð í skráningarskyni
Á Tesla reikningnum þínum eru mikilvægar tilkynningar, eigendaupplýsingar og leiðbeiningar um afhendingu. Við hvetjum þig til að skoða Tesla reikninginn þinn reglulega til að sjá tilkynningar og klára allt sem beðið er um að þú gerir þar. Til að fá frekari upplýsingar skaltu skoða þjónustu fyrir Tesla reikning.
Þú getur breytt hönnun Tesla bílsins þar til síðasti reikningurinn vegna kaupanna birtist á Tesla-reikningnum þínum. Athugaðu að breytingar á pöntun geta tafið afhendingardag.
Til að nálgast skjöl á Tesla reikningnum þínum áður en afhending fer fram skaltu fara í „Umsjón“ og svo „Skjölin mín“.
Þegar verksmiðjunúmer ökutækis (VIN) hefur verið úthlutað verður það tiltækt á Tesla reikningnum þínum, ásamt með uppsetningarkostunum.
Við munum láta þig vita að fyrra bragði um leið og afhendingardagur liggur fyrir. Þú munt fá tölvupóst og SMS með afhendingardeginum og hann mun líka birtast á Tesla reikningnum þínum. Þú getur alltaf skoðað áætlaðan afhendingartíma á Tesla reikningnum þínum.
Þú getur skoðað lokareikninginn á Tesla reikningnum þínum undir „Skjöl“.
Tesla samþykkir millifærslur, fjármögnun gegnum banka eða kaupleigu. Staðfestu valinn greiðslumáta á Tesla reikningnum þínum undir „Greiðslumáti“ eða beint við Advisor. Við krefjumst greiðslu eða gildrar sönnunar á greiðslu áður en hægt er að bóka afhendingu.
Til að ganga frá lokagreiðslu skaltu skoða útistandandi reikning á Tesla-reikningnum þínum og fylgja greiðsluleiðbeiningunum. Tafir á greiðslu geta haft áhrif á afhendingardag.
Afhendingarteymið okkar mun láta þig vita ef krafist er útborgun til Tesla. Ef hennar er krafist verður fyrsta pöntunargreiðslan sem þú hefur þegar greitt dregin frá heildarupphæð útborgunarinnar. Gangtu frá útboruninni eigi síðar en sjö dögum fyrir afhendingardag til að hægt sé að taka við og vinna úr henni fyrir settan tíma.
Hafðu samband við bankann þinn til að staðfesta hvort að greiða þurfi útborgun til Tesla eða bankans. Ef útborgun til Tesla er krafist verður fyrsta útborgunin vegna pöntunar dregin frá heildarupphæð útborgunarinnar. Kláraðu að greiða útborgunina eigi síðar en sjö dögum fyrir afhendingardag. Ef þú ert að fjármagna Tesla bílinn með kaupleigu þurfum við staðfesta pöntun.
Afhendingar- og skjalagjald gildir um öll ökutæki og taka til umsjónar-, skráningar- og skjalagjalda.
Þú gætir verið undanþegin(n) VSK-greiðslu fyrir allt að 6.500.000 ISK. Ef svo er mun Tesla draga VSK frá lokareikningnum. Frekari upplýsingar.
Skoðaðu Tesla Design Studio til að fá upplýsingar um vinsælustu fjármögnunarleiðirnar.
Já, þú getur valið að fjármagna kaupin í gegnum annan banka. Gættu þess að senda undirritaða samninginn á þinn ráðgjafa eða afhendingarteymi Tesla og hafðu svo samband við bankann til að fá afrit af skjölum frá þeim og ganga frá greiðslu eins fljótt og kostur er. Þessu þarf að ljúka sjö dögum fyrir afhendingardag.
Við munum skrá ökutækið með þeim upplýsingum sem þú gefur upp á Tesla reikningnum þínum. Ef þú ert að fjármagna ökutækið eða ert með það á kaupleigu þarftu að greiða innborgun til að skrá ökutækið. Ef þú greiðir með reiðufé þarftu að greiða heildarupphæðina til að skrá ökutækið.
Nei, skráningarnafnið þarf alltaf að vera hið sama og á lánssamningnum.
Við munum biðja um númeraplötunúmerið þegar þín Tesla kemur á afhendingarstað og senda þér tölvupóst beint með upplýsingunum.
Nei, þú getur ekki notað núverandi eða fyrirliggjandi númeraplötunúmer fyrir nýjar skráningar.
Ef þú bætir vetrardekkjasetti við pöntunina og afhending fer fram að vetri til munum við setja vetrardekkin undir áður en afhending fer fram. Ef þú bætir ekki vetrardekkjasetti við pöntunina og afhending fer fram að vetri til mun bíllinn vera afhentur á sumardekkjum. Í þeim tilvikum ber Tesla ekki ábyrgð á afleiðingum sem gætu orðið vegna þess að ekki eru rétt dekk undir bílnum. Skoðaðu reglur í þínu landi til að ákvarða hvort vetrardekk þurfa að vera undir bílnum á afhendingardegi.
Vetrardekkjasett inniheldur vetrardekk, felgur og dekkjaþrýstingsskynjara.
Nei, við bjóðum bara upp á vetrardekkjasett með dekkjum og felgum.
Ef afhending fer fram að vetri til (15. okt - 15. apr) munum við setja vetrardekkin undir áður en afhending fer fram.
Nei, við setjum bara vetrardekk undir sem keypt eru gegnum Tesla.
Það fer eftir tegund bíls og uppsetningu hans en þú getur valið að kaupa dekk sem eru 18”, 19” eða 20”. Þú getur skoðað vetrardekkjaúrvalið þegar þú hannar Tesla bifreiðina þína.
Þú getur valið vetrardekkjasettið þegar þú hannar Tesla bílinn þinn og áður en þú sendir inn pöntun. Til að bæta vetrardekkjasetti við eftir að þú hefur sent inn pöntun skaltu opna Tesla-reikninginn þinn og fara síðan í „Breyta hönnun“. Ef þú vilt kaupa vetrardekkjasett og þú hefur nú þegar bókað afhendingu skaltu hafa samband við ráðgjafa beint.
Þú getur alltaf keypt hvaða dekk sem er í næstu þjónustumiðstöð.
Ef þú hefur keypt vetrardekkjasett og það fylgir með á lokareikningnum þá geturðu fjármagnað vetrardekkin með bílnum.
Að sumri til verða vetrardekkin sem þú keyptir sett í farangursrými Tesla bifreiðarinnar þinnar þegar þú sækir hana.
Að vetri til verða sumardekk bílsins sett í skottið á Tesla bifreiðinni þinni þegar þú sækir hana.
Athugaðu að einungis tveir geta verið í bílnum við afhendingu.