Reynsluakstur

Þótt við getum stundum boðið fólki sem mætir á staðinn upp á reynsluakstur eru tímabókanir í reynsluakstur takmarkaðar og við mælum með því að þú bókir tíma fyrirfram. Þú getur bókað reynsluakstur á netinu. Þú færð staðfestingu í tölvupósti með upplýsingum um tímabókunina. Þú þarft að hafa gilt ökuskírteini. Til að aka Model S og Model X þarftu að hafa verið með gilt ökuskírteini í að minnsta kosti sjö ár. Fyrir aksturinn mun einn af ráðgjöfum okkar hafa samband við þig til að staðfesta tímabókunina og ræða þig um hvernig reynsluaksturinn fer fram.

Mættu tíu mínútum áður en reynsluaksturinn á að hefjast. Við komu mun ráðgjafi vísa þér á bílinn. Reynsluakstur tekur um 30 mínútur og veitir þér tækifæri til að upplifa einstaka aksturseiginleika Tesla og annað sem bíllinn hefur upp á að bjóða.

Tesla býður stöku sinnum upp á reynsluakstursviðburði fyrir þá sem búa ekki nærri sýningarsal. Kynntu þér viðburði á staðnum til að finna reynsluakstur nálægt þér.

Athugaðu: Við reynsluakstur leggjum við megináherslu á öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Við áskiljum okkur rétt til að ljúka reynsluakstri af hvaða ástæðu sem er.

Undirbúningur fyrir reynsluaksturinn

Horfðu á eftirfarandi myndband til að bæta upplifun þína af Tesla meðan á akstrinum stendur.

Model S og Model X

Model 3

Model Y

Eftir reynsluaksturinn

Skilaðu Tesla-bílnum. Ráðgjafi svarar þeim spurningum sem þú kannt að hafa. Ef þú ert tilbúin(n) að panta Tesla-bíl getur þú fengið ráðgjöf um hvernig þú getur hannað og pantað bílinn þinn. Þú getur líka skoðað og flett í gegnum lager okkar af Tesla-bílum á netinu hvenær sem er.