Leiðbeiningar fyrir ökutæki undir vatni

Ökutæki getur lent undir vatni vegna flóða eða annarra öfgafullra veðurskilyrða. Tesla vill tryggja að þú hafir upplýsingarnar sem þú þarfnast ef hætta er á að ökutækið fari undir vatn eða ef það lendir á kaf í vatni.

Farðu yfir eftirfarandi tillögur til að búa þig undir að mögulega lendi ökutækið undir vatni, til að vita hvernig þú átt að meðhöndla bifreið á kafi og finna tiltæk úrræði.

Ráðstafanir til að undirbúa þig fyrir hugsanleg flóð

Ef búist er við flóðum og þú getur fært bílinn þinn á öruggan og fyrirbyggjandi hátt þá mælir Tesla með því að þú reynir að færa bílinn á stað sem ekki er í hættu eða á hærri stað. Hafðu í huga að þetta gæti haft áhrif á hleðsluinnviði og Tesla mælir því með því að hlaða í 100 prósent fyrir flutning.

Ef þú getur hins vegar ekki flutt bílinn þinn á svæði þar sem ekki er flóðahætta skaltu íhuga eftirfarandi ráðstafanir sem geta komið í veg fyrir skemmdir:

  • Gættu þess að taka hleðslutækið úr sambandi við bílinn þinn.
  • Minnkaðu hleðslustöðu bílsins. Þetta er gert með því að aka bílnum áður og stinga honum ekki í samband, eða með því að kveikja á hitastýringunni eða virkja „Hafa kveikt á hitastýringu“ á snertiskjá bílsins eða í Tesla appinu. Ætlunin er að hafa hleðslustöðuna eins lága og hægt er ef ske kynni að bíllinn færi á kaf í vatn.
  • Breyttu loftfjöðruninni (ef hún er fyrir hendi) og hækkaðu bílinn í „Hár“ eða „Mjög hár“ áður en þú ferð út úr bílnum.
  • Lyftu bílnum svo að háspennurafhlaðan sé fyrir ofan hugsanlega flóðalínu með því að hækka hann upp með tjökkum, múrsteinum, skábrautum o.s.frv. Mundu að virkja Jack Mode með loftfjöðrun (ef hún er fyrir hendi) til að koma í veg fyrir skemmdir vegna afstillingar.
  • Settu bílinn í vatnshelda bílhlíf, eða álíka vöru, sem er sérstaklega hönnuð til að verja bíla gegn flóðum.
Meðhöndlun bíls í vatni

Vertu með á hreinu hvað þú átt að gera ef ökutækið þitt, hvort sem um er að ræða rafknúið farartæki eða ökutæki með brunahreyfli, hefur verið á kafi í langan tíma.

Athugaðu: Ef þú tekur eftir eldi, reyk, heyrir smelli/hvæs eða finnur hita koma úr ökutækinu skaltu fara frá ökutækinu og hafa strax samband við fyrstu viðbragðsaðila á staðnum.

Fylgdu þessum leiðbeiningum þegar ökutækið er ekki lengur á kafi og aðgangur að því er öruggur:

  1. Meðhöndlaðu ökutækið eins og það hafi lent í tjóni og hafðu samband við tryggingafélagið þitt.
  2. Ekki reyna að nota ökutækið fyrr en viðurkennt verkstæði hefur skoðað það. Ef þú ert eigandi Tesla ökutækis geturðu bókað skoðun hjá þjónustuaðila Tesla.
  3. Dragðu bílinn á öruggan hátt að minnsta kosti 15 metra (50 fet) frá mannvirkjum eða öðrum eldfimum efnum, til dæmis öðrum bílum og persónulegum munum.
    1. Eigendur Tesla geta beðið um dráttarþjónustu frá Tesla. Skoðaðu hvernig þú biður um vegaaðstoð Tesla.
    2. Ef þú vilt fá upplýsingar um hvernig hægt er að draga eða færa bílinn á öruggan hátt skaltu skoða leiðbeiningar framleiðanda bílsins. Eigendur Tesla geta skoðað hlutann „Leiðbeiningar fyrir flutning“ í eigendahandbókinni.