Reglbundin skoðun

Model S, Model X, Model 3, Model Y

Reglubundin skoðun er regluleg skoðun á öryggi ökutækis, umferðarhæfni og útblæstri. Tesla ökutæki ættu að fara í reglubundna skoðun eða verið færð til prófunarstöðvar þriðja aðila til að fá skoðun. Þetta vefsvæði inniheldur upplýsingar sem tengjast Tesla og miða að því að auðvelda reglubundna skoðun, til dæmis upplýsingar um VIN-staðsetningar, tjakkpunkta, stillingar fyrir fríhjólun og hvernig á að klára bremsuprófanir. Þessu vefsvæði er ekki ætlað sem ítarlegt yfirlit um kröfur tengdar reglubundnum skoðunum og ekki ætti að reiða sig á það í því skyni.

Verksmiðjunúmer

VIN-númer (VIN) í Tesla ökutækjum er sýnilegt á þeim stöðum seem sýndir eru hér að neðan.

Allar gerðir: undir framrúðunni (bílstjóramegin)

Allar gerðir (nema Model 3 og Model Y með VIN sem byrja á LRW): á falsinum (bílstjóramegin)

Model 3 og Model Y (VIN sem byrja á LRW): undir hægra framsætinu

Model 3 og Model Y (VIN sem byrjar á 5YJ): undir efri B-stoð hægra megin, á klæðningu

Model Y (VIN sem byrjar á XP7) og Model X: undir klæðningu á síls til hægri að aftan

Model S sem smíðaðir voru til og með september 2015: undir aftari svuntu undir húddi á fremri þverbita

Model S sem smíðaðir voru eftir september 2015: undir síl til hægri að framan, á klæðningu

Slökkt á PIN til að aka

 

Þegar viðskiptavinur kemur með ökutækið til prófunar skaltu tryggja að viðskiptavinurinn hafi slökkt á eiginleikanum „PIN til að aka“. Þegar kveikt er á „PIN til að aka“ er ekki hægt að framkvæma sum próf þegar þú ert ekki með PIN-númer viðskiptavinarins.

Lyftiaðferð (Model S/Model X)

 

Viðvörun: Notaðu viðeigandi búnað meðan á aðgerðinni stendur til að draga úr hættu á slysum.

Viðvörun: Aldrei lyfta ökutækinu þegar hleðslukapall er tengdur, jafnvel þó að hleðsla sé ekki í gangi.

Viðvörun: Ekki vinna við ökutæki sem er rangt stutt. Ef þú gerir það getur það valdið alvarlegum skemmdum, líkamstjóni eða dauða.

Notaðu leiðbeiningarnar hér að neðan til að tryggja að þú lyftir ökutækinu á öruggan hátt:

1. Skoðaðu hvort ökutækið er með loftfjöðrun.

Viðvörun: Kveikt verður að vera á „Jack Mode“ í ökutækjum með loftfjöðrun áður en ökutækinu er lyft. Ef þetta er ekki gert getur það valdið skemmdum á fjöðrun og gæti valdið alvarlegum áverkum.

Hvernig á að bera kennsl á hvort ökutækið sé með loftpúðafjöðrun:

  • Fyrir Model S skaltu ýta á Controls (tákn ökutækis) í vinstra horninu að neðan (vinstriakstur) eða í hægra horninu að neðan (hægriakstur) á snertiskjánum. Ef ökutækið er með loftpúðafjöðrun birtist fjöðrunarflipi í vinstri valmynd snertiskjásins.
  • Öll Model X ökutæki eru með loftpúðafjöðrun.

 

Ef ökutækið er með loftpúðafjöðrun stillir það sig af sjálfkrafa, jafnvel þegar slökkt er á því. Notaðu snertiskjáinn til að kveikja á „Jack Mode“ og slökkva á sjálfvirkri afstillingu:

  1. Passaðu að kveikt sé á ökutækinu (kannast sé við bíllykil).

  2. Á snertiskjánum skaltu ýta á Controls > Suspension.

  3. Ýttu á bremsuna og snertu síðan Very High til að hámarka hæð fjöðrunarinnar. 

  4. Haltu bremsupedalanum inni og ýttu síðan á Controls > Service > Jack Mode til að slökkva á sjálfvirkri afstillingu.


Til að athuga hvort kveikt sé á „Jack Mode“ skaltu ýta á Controls > Suspension; á skjánum má sjá hjól fjarlægt þegar tjakkstilling er virk. Hægt er að hætta við Jack Mode með því að ýta aftur á „Jack Mode“ hnappinn eða með því að aka ökutækinu á meira en 7 km/klst.

2. Settu ökutækið mitt á milli lyftipóstanna.

3. Settu lyftibúnaðinn undir burðarslárnar á þeim fjórum stöðum sem sýndir eru hér að neðan (staðsetningar í grænu, mynd 1). EKKI staðsetja lyftibúnaðinn undir rafhlöðuna eða hliðarslár (staðir með rauðu, mynd 1).

Mynd 1: Lyftistaðir - Model S/Model X

Varúð: Passaðu að lyftibúnaðurinn snerti ekki háspennurafhlöðuna á neinum öðrum stað en á tilgreindum lyftistöðum. Ef þú lyftir ökutækinu á öðrum stöðum en á tilgreindum lyftistöðum getur það valdið skemmdum á háspennurafhlöðunni.

4. Stilltu hæð og stöðu lyftibúnaðarins til að tryggja að hann sé rétt staðsettur.

5. Með aðstoð skaltu færa lyftuna upp og passa að lyftibúnaðurinn sé í réttri stöðu.

Lyftiaðferð (Model 3/Model Y)

 

Viðvörun: Notaðu viðeigandi búnað meðan á aðgerðinni stendur til að draga úr hættu á slysum.

Viðvörun: Aldrei lyfta ökutækinu þegar hleðslukapall er tengdur, jafnvel þó að hleðsla sé ekki í gangi.​​​​​​​

Viðvörun: Ekki vinna við ökutæki sem er rangt stutt. Ef þú gerir það getur það valdið alvarlegum skemmdum, líkamstjóni eða dauða.

Notaðu leiðbeiningarnar hér að neðan til að tryggja að þú lyftir ökutækinu á öruggan hátt:

  1. Settu ökutækið mitt á milli lyftipóstanna.

  2. Settu lyftibúnaðinn undir fjóra lyftipunkta ökutækisins á háspennurafhlöðu (HV) eins og sýnt er (grænir staðir, mynd 2).

    EKKI setja lyftibúnaðinn á neinn annan stað á rafhlöðu eða hliðarslám (rauða svæðið, mynd 2).

Mynd 2: Lyftipunktar á HV rafhlöðu - Model 3/Model Y

Varúð: Passaðu að lyftibúnaðurinn snerti ekki háspennurafhlöðuna á neinum öðrum stað en á tilgreindum lyftistöðum. Ef þú lyftir ökutækinu á öðrum stöðum en á tilgreindum lyftistöðum getur það valdið skemmdum á háspennurafhlöðunni.

3. Stilltu hæð og stöðu lyftibúnaðarins til að tryggja að hann sé rétt staðsettur.

4. Með aðstoð skaltu færa lyftuna upp og passa að lyftibúnaðurinn sé í réttri stöðu.

Ökutækinu haldið í hlutlausum

Í Tesla er staðalöryggisbúnaður að ökutæki virkja stöðuhemilinn sjálfvirkt þegar greint er að bílstjóri er að yfirgefa ökutækið, jafnvel þó að Neutral hafi verið valið. Kveiktu á Tow Mode (Model S/Model X) eða Transport Mode (Model 3/Model Y) til að tryggja að hjólin hreyfist óhindrað þó að fólk sé ekki í ökutækinu.

Viðvörun: Áður en þú ferð í Tow mode/Transport Mode skaltu passa að ökutækið sé á sléttu undirlagi og að hjólin séu skorðuð til að koma í veg fyrir hreyfingu. Ekki vinna við ökutæki þar sem hjólin eru ekki skorðuð. Ef þú gerir það getur það valdið alvarlegum skemmdum, líkamstjóni eða dauða.

Kveikt á togstillingu (Model S/Model X)

  1. Passaðu að bíllykillinn sé inni í ökutækinu.

  2. Skipt yfir í kyrrstöðulæsingu (e. Park).

  3. Ýttu á bremsupedalinn.

  4. Á snertiskjánum skaltu ýta á Controls > Service > Tow Mode
    Skilaboðin „[N] Tow Mode enabled. Car will remain free rolling“ birtast á mælaborðinu.

ÁBENDING: Ökutækið fer í Tow Mode þegar þú heyrir aftari handbremsuna losna.

ATHUGAÐU: Í Tow Mode fer ökutækið ekki í neinn akstursgír.

Til að hætta í Tow Mode skaltu ýta aftur á Tow Mode hnappinn og fylgja leiðbeiningunum á sprettiglugganum Apply Brake (ýttu á og haltu inni RED hnappinum inni til að kveikja á handbremsunni).

Kveikt á Transport Mode (Model 3/Model Y)

Í Tesla er staðalöryggisbúnaður að ökutæki virkja stöðuhemilinn sjálfvirkt þegar greint er að bílstjóri er að yfirgefa ökutækið, jafnvel þó að Neutral hafi verið valið. Kveiktu á Transport Mode til að ganga úr skugga um að hjólin hreyfist eðlilega þó að fólk sé ekki í ökutækinu.

  1. Passaðu að kortalykillinn sé inni í ökutækinu

  2. Skipt yfir í kyrrstöðulæsingu (e. Park).

  3. Ýttu á og haltu hemlapedalanum niðri.

  4. Á snertiskjánum skaltu ýta á Controls > Service > Towing.
    Dráttarskjárinn birtist.

  5. Snertu og haltu inni Transport Mode.
    Eftir að stöðuhemillinn hefur losnað birtist „Entering Transport Mode, press brake pedal to continue“ á snertiskjánum.

ÁBENDING: Ökutækið fer í Transport Mode þegar þú heyrir stöðuhemilinn að aftan losna.

ATHUGAÐU: Í Transport Mode fer ökutækið ekki í akstursgír.

Til að hætta í Transport Mode skaltu annaðhvort:

  • Fara í Park með því að nota gírstöngina
  • Snerta aftur hnappinn Transport Mode

Prófun á rafrænum stöðuhemli (EPB)

Til að prófa skilvirkni staks stöðuhemils þarf að kveikja á EPB Dynamic Mode. Þetta er hannað til að hægja á ökutækinu þannig að það stöðvi á hóflegan hátt og einungis með því að nota stöðuhemlaklafann en ekki vökvahemlaklafann. Þetta er neyðaratriði ef vökvaþrýstingur tapast.

Til að virkja EPB Dynamic Mode:

  1. Keyrðu ökutækinu á vegi.

  2. Skiptu yfir í hlutlausan.

  3. Ýttu á og haltu inni hnappnum Park á gírstönginni þar til afturhjólin hætta að snúast.

Til að losa stöðuhemilinn skaltu fara í Drive.

Bremsustýripróf

Aðeins eldri Model S ökutæki, ekki búin Autopilot (smíðuð fyrir september 2014), voru með lofttæmistuddan bremsuefli (4 á mynd 3).

Mynd 3: lofttæmisstuddur bremsueflir

Til að bera kennsl á hvort ökutækið sé með Autopilot skaltu ýta á Controls (tákn ökutækis) í vinstra horninu að neðan (vinstriakstur) eða í hægra horninu að neðan (hægriakstur) á snertiskjánum. Ef ökutækið er með Autopilot birtist Autopilot flipi í vinstri valmynd snertiskjásins.

Framkvæmd á bremsuservóprófi:

  1. Ýttu á bremsupedalinn. Ökutækið kveikir á sér og hemlaservóið virkjast.

  2. Passaðu að ekki sé kveikt á ökutækinu að fullu: Færðu lykilinn í meira en 2 metra fjarlægð frá ökutækinu.

  3. Þegar „Key Not Inside“ birtist á snertiskjánum er bremsuservóið ekki lengur virkjað og þá er hægt að framkvæma þrýstipróf á hemlafótstiginu.

Til að kveikja aftur á bremsuservóinu skaltu færa lykilinn aftur innan sviðs. Það mun ljúka prófinu.