Framkvæmd greiðslna í Tesla appinu

Þú getur nýtt þér Tesla appið til þess að ganga frá greiðslum vegna Tesla kaupleigusamnings eða láns og til þess að kaupa Tesla vörur, þjónustu eða áskriftir.

Greiðslumáta bætt við Wallet í Tesla appinu

Til að bæta greiðslumáta við Wallet í Tesla appinu skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Ýttu á nafnið þitt og svo á „Veski“.
  4. Til að bæta við nýjum greiðslumáta skaltu ýta á „Add“.
  5. Fylgdu leiðbeiningunum.

Þegar þú hefur bætt greiðslumáta við Wallet geturðu gert hann að sjálfgefnum greiðslumáta með því að ýta á hann og ýta síðan á „Set as Default“.

Greiðslumáti fjarlægður úr Wallet í Tesla appinu

Til að fjarlægja greiðslumáta úr Wallet í Tesla appinu skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Ýttu á nafnið þitt og svo á „Veski“.
  4. Ýttu á greiðslumátann sem þú vilt fjarlægja.
  5. Ýttu á „Remove“.

Ef greiðslumátinn sem þú vilt fjarlægja er nú notaður fyrir reglubundnar greiðslur verður beðið um að þú veljir annan greiðslumáta fyrir þær greiðslur áður en þú getur fjarlægt hann.

Uppfærsla á greiðslumáta fyrir Supercharger í Tesla appinu

Til að uppfæra Supercharger-greiðslumátann í Tesla appinu skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Ýttu á „Hleðsla“.
  4. Ýttu á „Stjórna greiðslum“.