Hugbúnaðaruppfærsla Tesla fyrir hátíðirnar

Á hverju ári yfir hátíðirnar gefum við út hugbúnaðaruppfærslu fyrir ökutæki sem inniheldur nýja eiginleika og uppfærslur á þeim eiginleikum sem fyrir eru. Hægt verður að setja upp þessa þráðlausu uppfærslu eins og aðrar hugbúnaðaruppfærslur allt árið.

Hugbúnaðaruppfærslan fyrir hátíðirnar 2023 fylgir í hugbúnaðarútgáfu 2023.44.30. Til að hlaða niður nýjustu hugbúnaðaruppfærslunni skaltu tengja ökutækið við Wi-Fi og ýta á gula niðurhalstáknið á snertiskjá ökutækisins.

Athugaðu: Framboð eiginleika og uppfærslna getur verið breytilegt eftir uppsetningu vélbúnaðar og staðsetningu. Þú getur skoðað allan eiginleikalistann í handbókaappinu á snertiskjá ökutækisins.

Afþreyingaruppfærslur

Sérsniðin læsingarhljóð

Skiptu út flautuhljóðinu sem ökutækið þitt gefur frá sér þegar því er læst með öðru hljóði, eins og öskrandi geit.

Leikjaspilun á snertiskjá fyrir aftursæti

Notaðu snertiskjáinn fyrir aftursætin til að spila leiki eins og Vampire Survivors eða Beach Buggy Racing.

Bluetooth-heyrnartól fyrir snertiskjá í aftursæti

Notaðu þráðlaus Bluetooth-heyrnartól til að horfa á þætti eða spila leiki á snertiskjánum fyrir aftursætin.

Apple-hlaðvarp

Hlustaðu á milljónir af vinsælustu hlaðvörpum heimsins.

Athugaðu: Til að nota þennan eiginleika þarftu að vera með Apple ID. Ekki er stutt við áskriftarefni Apple-hlaðvarps sem stendur.

Uppfærð ljósasýning

Njóttu þess að sjá nýja ljósasýningu sem nefnist „The Arrival“.

Castle Doombad

Castle Doombad er nú fáanlegt í Tesla Arcade—auk uppfærslna á Beach Buggy Racing, Polytopia og Vampire Survivors.

Eiginleikauppfærslur

Hágæðabílastæðaaðstoð

Sjáðu þrívíddarendurgerð á umhverfinu á snertiskjánum þegar bílnum er lagt.

Tesla App Trip Planner

Notaðu Tesla appið til að skipuleggja ferð með mörgum stoppum og senda upplýsingar á ökutækið þitt.

Athugaðu: Til að fá aðgang að þessum eiginleika í Tesla appinu skaltu passa að þú hafir nýjustu útgáfuna af Tesla appinu.

Hraðamyndavélar á leiðinni

Sjáðu hraðamyndavélar í leiðsögn á snertiskjánum.

Öryggisuppfærslur

Blindsvæðisvísir

Myndavélin fyrir blindsvæði lætur þig vita með rauðri skyggingu þegar stefnuljósið er í gangi og ökutæki greinist á blindsvæðinu.

Fleiri Live Sentry-myndavélar

Þegar þú skoðar umhverfi bílsins í Tesla-appinu hefurðu aðgang að myndavélum á vinstri og hægri stoð, með allt að sjö sjónarhornum.1

1 Fjöldi mögulegra sjónarhorna frá myndavélunum ræðst af uppsetningu vélbúnaðar bílsins.