Tesla app fyrir Wall Connector
Notaðu Tesla-appið til að stjórna, tímasetja og nálgast gögn varðandi Wall Connector, hvort sem þú átt Tesla-bíl eða annan rafbíl.
Til að ljúka við uppsetningu á Wall Connector verðurðu að skrá Wall Connector og tengja hana við Wi-Fi heimanetið þitt.
Ef þú átt ekki Tesla ökutæki eða Tesla vörur skaltu sækja Tesla appið og búa til reikning. Ef þú ert nú þegar með Tesla reikning skaltu skrá þig inn í Tesla appið með fyrirliggjandi innskráningarupplýsingum.
Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá Wall Connector til að skoða allar orkuvörurnar þínar frá Tesla á einum stað.
Skráningarferlið getur tekið allt að fimm mínútur; hafðu Tesla appið opið og fylgdu þessum skefum:
- Ýttu á valmyndina efst til hægri.
- Ýttu á „Bæta við vöru“.
- Fylgdu leiðbeiningunum í appinu til að skanna QR-kóðann fyrir Wall Connector í flýtileiðbeiningunum þínum. Þú þarft að samþykkja beiðni um að tengjast Wi-Fi neti Wall Connector til að halda áfram.
Athugaðu: Ef þú hefur týnt flýtileiðbeiningunum um tengingu við Wall Connector skaltu búa til stuðningsbeiðni undir valkostinum Hafa samband við þjónustu í Tesla appinu. - Tengdu Wall Connector við Wi-Fi heimanetið og fylgdu skrefunum sem eftir eru í appinu til að klára skráningu. Þetta gerir þér kleift að sjá hleðslustöðu í rauntíma og halda áfram að fá nýjustu hugbúnaðaruppfærslurnar.
Þegar þú hefur tengst Wi-Fi netinu þínu mun Wall Connector birtast í Tesla appinu sem þú getur notað.
Hleðsluáætlun
Stjórnaðu sérsniðinni hleðsluáætlun eða samþykktu sjálfgefna áætlun um lágálagshleðslu í Wall Connector.
Ef þín Wall Connector er með ákveðna hleðsluáætlun skaltu ýta á „Start Charging“ á heimaskjánum til að hnekkja hleðsluáætluninni.
Athugaðu: Rafknúna ökutækið þitt gæti einnig verið með eigin stillingar á shleðsluáætlun. Farðu yfir stillingarnar til að tryggja að Wall Connector og ökutækið leyfi hleðslu á sömu tímabilum.
Hleðsluferill
Tesla appið getur sýnt 12 mánaða hleðsluferil með lista yfir hleðslulotur, þar á meðal hleðslutíma og orku (kWh) sem flutt var í ökutækið þitt.
Yfirlitsmynd yfir orkuvörur Tesla
Skoðaðu allar orkuvörurnar þínar frá Tesla á einum stað til að skilja hvernig þær vinna saman að því að knýja líf þitt á sjálfbæran hátt. Ef Tesla ökutæki á reikningnum þínum er tengt við Wall Connector hjá þér sérðu stöðuna í bílskúrnum.
Ef það koma upp villur í Wi-Fi tengingu:
- Staðfestu að þú sért að velja rétt Wi-Fi heimanet og að þú hafir slegið aðgangsorðið fyrir netið rétt inn.
- Staðfestu að heimanetið sé 2,4 GHz og 802.11b, 802.11g eða 802.11n samhæft. Öryggisstig netsins verður að vera WPA2-CCMP/AES samhæft.
- Passaðu að heimanetið sem þú ert að tengjast sé ekki með aðgangsstýringu (captive portal).
- Athugaðu styrk Wi-Fi merkja í Wall Connector og prófaðu að færa beininn nær.
- Athugaðu og slökktu á öllum eldveggjum eða takmörkunum fyrir gesti í netkerfinu þínu sem gætu komið í veg fyrir tengingu, til dæmis síun á MAC-vistfangi.
- Hafðu samband við Wi-Fi þjónustuveitu þína til að fá tæknilega aðstoð.
Ef þú lendir í vandræðum sem tengjast skráningu eða samstillingu á vörum:
- Skoðaðu aftur Wall Connector svæðið eftir 10 mínútur.
- Endurræstu Wall Connector og Tesla appið og reyndu síðan skráningarferlið aftur.
Ef þú færð skilaboðin „Unable to Connect to Internet“:
- Athugaðu hvort síminn þinn er tengdur heimanetinu til að hafa netaðgang og veldu síðan „Retry“.
Ef þú færð skilaboðin „Product Already Registered“:
- Skoðaðu aftur Wall Connector svæðið eftir 10 mínútur og skráðu þig aftur inn í Tesla appið.
- Hafðu samband við aðra notendur sem gætu hafa skráð Wall Connector stöðina.
Hafðu samband við þjónustudeild ef þú heldur áfram að fá villuskilaboð eftir að þú hefur fylgt ofangreindum skrefum.