Orkustýring Wall Connector

Orkustjórnun skiptist niður í þrjá Wall Connector-eiginleika: jafna orkustjórnun, breytilega orkustjórnun og orkustjórnun fyrir hóp. Þessir eiginleikar veita mesta hleðsluhraðann á meðan komið er í veg fyrir dýrar uppfærslur á rafkerfi sem hugsanlega væri þörf á ef heimilið er með takmarkaða raforku.

Athugaðu: Við mælum með því að vottaður uppsetningaraðili Tesla sé fenginn til að setja upp Wall Connector-stöðina og velja viðeigandi eiginleika sem hæfir rafkerfinu þínu.

Jöfn orkustjórnun

Jöfn orkustjórnun gerir uppsetningaraðila kleift að velja úr nokkrum mismunandi orkustigum þegar Wall Connector er uppsett. Með hliðsjón af þeirri orku sem er tiltæk í rafmagnstöflunni mun uppsetningaraðilinn nota orkustigið fyrir Wall Connector sem hæfir rafkerfinu þínu best.

Hvernig þetta virkar

Jöfn orkustjórnun stillir hámarkshleðslu fyrir Wall Connector sem virkar með rafkerfi heimilisins. Þessi hámarkshleðsluhraði er stöðugur og breytist ekki.

Hvers vegna það er gagnlegt

Þessi eiginleiki gerir þér kleift að setja upp og nota Wall Connector með þeirri orku sem er í boði á heimilinu þínu, án þess að þú þurfir að kaupa frekari vélbúnað. Jafnvel þótt orkustigið sé lágt geta flestir hlaðið nóg yfir nótt til að uppfylla daglega akstursþörf sína.

Uppsetning
Breytileg orkustjórnun

Breytileg orkustjórnun stillir hleðsluhraða í rauntíma út frá tiltækri orku í rafmagnstöflunni. Þetta þýðir að hleðsluhraðinn er alltaf eins hraður og hægt er á meðan tryggt er að heildarorkan sem tekin er frá rafmagnstöflunni sé innan öruggra maka.

Athugaðu: Fyrir breytilega orkustjórnun þarftu að kaupa og setja upp orkumæli sem samþykktur er af Tesla, en hann er ekki seldur með Wall Connector-stöðinni. Sem stendur eru þessir mælar fáanlegir hjá vottuðum uppsetningaraðilum Tesla.

Hvernig þetta virkar

Með því að nota orkumæli sem samþykktur er af Tesla vaktar breytileg orkustjórnun stöðugt tiltæka orku í rafmagnstöflunni og stillir hleðsluhraða Wall Connector út frá rafmagnsnotkun heimilisins. Þegar heimilið notar meiri orku - til dæmis þegar þú ert með þurrkara og vatnshitara í gangi - hleðst bílinn þinn hægar. En þegar heimilið notar minni orku - til dæmis að nóttu til - hleðst bíllinn hraðar.

Hvers vegna það er gagnlegt

Þessi eiginleiki gerir þér kleift að fá hámarkshleðsluhraða Wall Connector og forðast uppfærslur á rafkerfi Þetta er tilvalið fyrir heimili eða bílastæði með takmarkaða orku.

Uppsetning
Orkustjórnun fyrir hóp

Orkustjórnun fyrir hóp er eiginleiki sem gerir allt að sex Gen 3-Wall Connector-stöðvum kleift að deila orku og hlaða marga bíla í einu. Afli er dreift milli margra Wall Connector-stöðva til að lágmarka hleðslutíma hvers bíls um leið og tryggt er að heildarorkan sem dregin er frá rafmagnstöflunni eða stakri rafrás sé innan öruggra marka.

Hvernig þetta virkar

Orkustjórnun fyrir hóp vaktar og stjórnar þráðlaust heildarorkunni sem margar Wall Connector-stöðvar nota. Allar útfærslur Gen 3 Wall Connector eru samhæfar við hóporkustjórnun og þú getur notað mörg afbrigði í sama hópnum.

Hvers vegna það er gagnlegt

Þessi eiginleiki er tilvalinn fyrir heimili sem þurfa að hlaða fleiri en einn rafbíl á sama tíma en hafa hugsanlega ekki nægilega orku fyrir margar rafrásir. Uppsetning á einni rafrás til að knýja margar Wall Connector-stöðvar kann að vera hagkvæmast, sérstaklega þegar fjarlægðin á milli bílastæðisins og rafmagnstöflunnar er mikil.

Uppsetning
Algengar spurningar