Aðgangur að hraðhleðslu frá þriðja aðila bættur

Hraðhleðslustöðvum þriðju aðila sem uppfylla staðla okkar um afköst og áreiðanleika er mögulega sjálfkrafa bætt við leiðsögn Tesla sem gjaldgengum hleðslustöðvum. Markmiðið er að auka úrval hleðsluvalkosta og tryggja ökumönnum Tesla snurðulausa hleðsluupplifun. Þegar ökumenn nota leiðsögn að gjaldgengri hleðslustöð þriðja aðila er rafhlaðan undirbúin sjálfkrafa til að hún sé við rétt hitastig við komu á hleðslustöðina, sem styttir hleðslutímann.

Kröfur fyrir gjaldgenga hleðslustöð

Til að hleðslustöð teljist gjaldgeng þarf hún að uppfylla eftirfarandi skilyrði yfir 60 daga tímabil:

  1. Að minnsta kosti eitt samhæft hleðslutengi
  2. Notuð mikið af ökumönnum Tesla-bíla, að minnsta kosti einu sinni á fjögurra daga fresti
  3. Meðalárangur hleðslu er 90% eða hærri

Til að tryggja fljótlega greiningu ónothæfra hleðslutækja og tryggja bestu upplifun fyrir viðskiptavini okkar eru stöðvar fjarlægðar af lista Tesla yfir gjaldgengar hleðslustöðvar ef eitthvert eftirfarandi skilyrða er til staðar yfir 14 daga tímabil:

  1. Engar hleðslulotur fundust
  2. Meðalárangur hleðslu fer undir 70%

Tesla ábyrgist ekki afköst eða viðhald hleðslutækja þriðju aðila. Skilyrðin fyrir því að verða eða halda áfram að vera gjaldgeng hleðslustöð þriðja aðila geta breyst og engin réttindi fylgja þessum skilyrðum eða hæfi. Tesla vinnur stöðugt að endurbótum á birtingu staðsetninga á snertiskjá bílsins til að tryggja áreynslulausa notkun. Ekki er víst að öll ný gjaldgeng hleðslutæki séu birt.

Ef þú ert með spurningar eða ábendingar varðandi kröfur fyrir gjaldgengar hleðslustöðvar skaltu hafa samband á charging-roaming@tesla.com.