
Áhrifaskýrsla 2023
Sjálfbær framtíð er innan seilingar
Sjálfbær framtíð er innan seilingar


Tekist á við loftslagsbreytingar
Við hjá Tesla sjáum fyrir okkur heim þar sem allt er knúið með endurnýjanlegri orku. Starfsfólk okkar hefur einsett sér að leysa vandamál sem munu hafa mikilvægustu áhrifin á losun.
Þróun vistkerfis
Við hönnum og framleiðum fullkomlega samþætt vistkerfi fyrir orku og samgöngur. Vörur okkar vinna saman að því að hámarka áhrif sín.

Model 3 í Fremont, Kaliforníu

Model 3 í Gigafactory Sjanghæ


35%
minni orka notuð fyrir hvern bíl sem framleiddur er í Sjanghæ samanborið við Fremont.

100%
af raforku Gigafactory Berlín voru jöfnuð með endurnýjanlegri orku árið 2023.

49%
allra HVAC-kerfa í Gigafactory Nevada sem ganga á breytilegum stjórntækjum.

35%
minni orka notuð fyrir hvern bíl sem framleiddur er í Sjanghæ samanborið við Fremont.

100%
af raforku Gigafactory Berlín voru jöfnuð með endurnýjanlegri orku árið 2023.

49%
allra HVAC-kerfa í Gigafactory Nevada sem ganga á breytilegum stjórntækjum.

Umskiptin
einfölduð
Margir hafa áhyggjur af því að geta þeirra til að hlaða rafbílana sína hafi áhrif á notagildi og nothæfi þeirra. Þótt þægilegast sé að hlaða heima hjá sér yfir nótt gerir víðfeðma, ofurhraðvirka og áreiðanlega Supercharger-hleðslunetið okkar þér kleift að eyða minni tíma í að skipuleggja aksturleiðina í kringum hleðslu og meiri tíma í að njóta ferðarinnar.
Ódýrari en þú heldur
Ódýrari en þú heldur
Model Y er afhentur með staðalbúnaði sem skilar akstursupplifun í anda lúxusbíla sem bæði kosta meira og eru dýrari í rekstri. Þegar tekið er tillit til hvata, eldsneytissparnaðar og lágum viðhaldskostnaði er heildarkostnaður Model Y nánast sá sami og heildarkostnaður hefðbundinna fjöldaframleiddra bíla.

Þó að verðlagningin á Model 3 og Model Y sé sambærileg við úrvalsbíla með brunahreyfil (og undir meðalsöluverði nýrra bíla í Bandaríkjunum) er kostnaðurinn við eignarhald á Model 3 og Model Y sambærilegur við fjöldaframleidda bíla með brunahreyfil, ef tekið er tillit til hvata, eldsneytissparnaðar og lágmarksviðhalds.
Það þarf fleiri til en Tesla
Full umskipti yfir í endurnýjanlega orku krefjast meira en viðleitni Tesla. Í 3. hluta aðgerðaráætlunarinnar auðkennum við fimm lykilþætti sem við teljum að geti flýtt sem mest fyrir umskiptunum yfir í sjálfbæra orku. Á meðan Tesla vinnur að því að klára fyrstu tvö skrefin þurfum við á öðrum leiðtogum í iðnaðinum að halda til að hjálpa okkur að flýta fyrir síðustu þremur skrefunum. Við vonum að þú getir stutt þessi umskipti með okkur.

Áhrifaskýrsla
Skoðaðu áhrif okkar.
1 Uppitími Supercharger-hleðslustöðva endurspeglar meðalhlutfall hleðslustöðva á heimsvísu sem skiluðu að minnsta kosti 50% af daglegum afköstum sínum á árinu.