Model 3 fær 5 stjörnu öryggiseinkunn hjá Euro NCAP
Tesla leggur sérstaka áherslu á öryggi og þess vegna hönnuðum við Model 3 með það fyrir augum að gera hann að öruggasta bílnum sem framleiddur hefur verið. Í Bandaríkjunum hefur Model 3 nú þegar fengið 5 stjörnur í heildareinkunn hjá NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration), þar sem hann fékk 5 stjörnur í öllum flokkum og undirflokkum og var metinn með minnstu líkur á meiðslum af öllum bílum sem farið hafa í gegnum mat hjá U.S. New Car Assessment Program.
Öryggisorðspor Model 3 í Evrópu stendur óhaggað þar sem bíllinn fékk nýlega 5 stjörnu einkunn frá Euro NCAP (European New Car Assessment Program). Í fjórum flokkum áætlunarinnar – þar sem Model 3 fékk 5 stjörnur í öllum flokkum – er lagt mat á getu bíls til að vernda fullorðna, börn, óvarða vegfarendur á borð við hjólreiðafólk og gangandi vegfarendur, sem og öryggisaðstoðarbúnað bílsins. Í öryggisaðstoðarflokknum, þar sem akstursöryggisbúnaður bíla er metinn, þar á meðal geta hans til að koma í veg fyrir slys, lágmarka meiðsli og koma í veg fyrir að ökumenn aki óvart út af akrein, fékk Model 3 hæstu einkunn sem Euro NCAP hefur veitt til þessa samkvæmt prófunarreglum sínum 2018/2019.
Niðurstöður Euro NCAP sýna áhrif nýlegra endurbóta á sjálfvirka AEB-neyðarhemlunarkerfinu okkar sem var innleitt í alla Model S, Model X og Model 3 sem framleiddir voru frá og með október 2016 í gegnum þráðlausa hugbúnaðaruppfærslu fyrr á þessu ári. Þær endurspegla einnig mikilvægar öryggisendurbætur sem fylgja nýjum búnaði á borð við akreinaskynjara, neyðarakreinaskynjara og skilyrt hraðatakmörk sem byggð eru á tíma dags og veðurskilyrðum.
Verkfræðingar Tesla þróuðu allan þann akstursöryggisbúnað sem metinn var hjá Euro NCAP á grunni raungagna sem safnað hefur verið í skynjarabúnaði allra Tesla-bíla sem framleiddir hafa verið frá og með október 2016 sem og gagna yfir milljarða akstursaðgerða raunverulegra ökumanna til að auðvelda okkur að skilja hvernig ökumenn haga sér í síbreytilegum raunaðstæðum. Þessi gögn veita okkur nákvæmari skilning á umhverfinu í kringum bílana okkar og þeim mismunandi aðstæðum sem slys verða í, og gera okkur þannig kleift að segja til á nákvæmari hátt um hvenær líklegt er að slys verði og beita sjálfvirkri tækni til að draga úr eða forða slysum.
Niðurstöður Euro NCAP staðfesta ávinninginn af akstursöryggisbúnaði sem byggður er á gögnum og tæknilausnum, auk þess að sýna fram á mikilvægi uppsetningar rafkerfisins og hönnun aflrásarinnar í Model 3, sem tryggir styrk í grind og undirvagni bílsins og verndar farþega með sérstyrktum rafhlöðum, stífri yfirbyggingu yfir farþegarými og lágum þyngdarpunkti.
Model 3 er ódýrasti bíllinn okkar hingað til og öryggi er atriði sem allir ökumenn hugsa fyrst og fremst um. Þess vegna hönnuðum við Model 3 frá grunni með öflugri grind, besta öryggisbeltakerfi fyrir farþega sem völ er á og fullkomnasta öryggisbúnaði sem við gátum ímyndað okkur, með það að markmiði að ná eins mörgum bílum á götuna og mögulegt er. Á meðan Model 3 heldur áfram að ná hæstu öryggiseinkunnum um allan heim vonum við að það skili sér í einu mjög mikilvægu atriði fyrir viðskiptavini okkar – það er hugarrónni sem fylgir því að vita að bíllinn hjálpi þeim að aka á öruggan hátt.