Viðgerð og viðhald á dekkjum
Tesla dekk eru gerð til að hámarka afköst, öryggi, áreiðanleika og endingu. Dekk slitna með tímanum vegna áhrifa útfjólublás ljóss, hitasveiflna, mikils álags og umhverfisaðstæðna og þú skalt alltaf fylgja leiðbeiningum um dekkjaskipti sem mælt er með. Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um leiðir til að hámarka afköst ökutækisins skaltu skoða tillagðar leiðbeiningar um viðhald ökutækisins.
Vegaaðstoð
Vegaaðstoð er í boði allan sólarhringinn, alla daga ársins, yfir gildistíma ábyrgðartímabilsins. Ef hjólbarði skemmist þannig að þú getur ekki ekið bílnum á öruggan hátt geturðu beðið um vegaaðstoð. Frekari upplýsingar um reglur okkar um vegaaðstoð.
Lánsfelguþjónusta
Á sumum svæðum er starfsfólk vegaaðstoðar með takmarkaðan fjölda hjólbarða sem hægt er að fá að láni til að geta á skjótan máta skipt um skemmda felgu eða hjólbarða. Nýr hjólbarði verður síðan settur á upprunalegu felguna á þinn kostnað á næstu þjónustumiðstöð.
Dráttur
Ef bíllinn er með gilda ábyrgð er boðið upp á gjaldfrjálsan flutning á næstu þjónustumiðstöð Tesla innan 80 kílómetra frá staðsetningu bílsins þegar gert er við eða skipt um hjólbarða hjá Tesla. Hafðu samband við vegaaðstoð til að fá frekari upplýsingar eða bókaðu tíma í Tesla appinu.
Gat á dekkjum
Gat gerir á endanum það að verkum að dekkjaþrýstingur minnkar og þess vegna er mikilvægt að skoða oft þrýsting í dekkjum. Skiptu um dekk með götum eð skemmdum eins fljótt og kostur er. Slöngulausu dekkin leka e.t.v. ekki þegar gat kemur á þau, að því tilskildu að hluturinn sitji eftir í dekkinu.
Ef þú finnur fyrir skyndilegum titringi eða truflun í akstri eða ef þig grunar að dekk sé skemmt skaltu strax draga úr hraðanum. Keyrðu hægt og forðastu mikla hemlun eða snöggar beygjur og stöðvaðu ökutækið þegar það er óhætt. Láttu flytja ökutækið á næsta dekkjaverkstæði eða hafðu samband við næstu þjónustumiðstöð Tesla til að fá upplýsingar um dekk sem eru í boði.
Athugaðu: Ef þú tekur eftir því að gat er komið á dekkið og þú getur haft stjórn á ökutækinu skaltu reyna að bæta lofti í dekkið og keyra varlega að næsta dekkjaverkstæði þriðja aðila eða að þjónustumiðstöð Tesla. Dekkið gæti lekið hægt, fylgstu vel með þrýstingi í dekkjum meðan þú ekur. Ef ekki er hægt að bæta við lofti í dekkið skaltu ekki halda áfram að aka og hafðu samband við vegaaðstoð.
Sprungið dekk eða dekk heldur ekki lofti
Ef sprungið er á bílnum geturðu haft samband við vegaaðstoð Tesla eða þriðja aðila. Vegaaðstoð er í boði allan sólarhringinn, alla daga ársins. Vegaaðstoð er veitt án kostnaðar meðan ábyrgð á nýjum bíl eða takmörkuð ábyrgð á notuðum bíl er í gildi.
Ef dekkið lekur eða heldur ekki lofti og bíllinn verður óökuhæfur geturðu óskað eftir vegaaðstoð strax neðst á heimaskjá Tesla-appsins.
Vegaaðstoð Tesla getur komið bílnum þínum á næstu þjónustumiðstöð eða, á sumum stöðum, látið vettvangsþjónustu Tesla koma til þín. Þú berð ábyrgð á kostnaði við viðgerð eða skipti á dekkjum. Áður en þjónusta við bílinn fer fram munum við hafa samband við þig varðandi kostnaðinn við skipti eða viðgerð á viðkomandi dekki.
Ef ökutækið er í kyrrstöðu við háan hita í langan tíma geta myndast flatir blettir á dekkjum. Þegar ökutækinu er ekið valda þessir sléttu blettir titringi sem hverfur smám saman þegar dekkin hitna og fá upprunalega lögun. Til að lágmarka flata bletti meðan á geymslu stendur skaltu bæta lofti í dekkin upp í hámarksþrýsting sem tilgreindur er á dekkjaveggnum. Hleyptu síðan út lofti, áður en þú ekur, og hafðu dekkjaþrýstinginn eins og ráðlagt er.
Hafðu dekk í þeim loftþrýstingi sem birtist á upplýsingamerkinu um dekk og hleðslu, jafnvel þó hann sé annar en þrýstingurinn sem prentaður er á dekkið sjálft. Upplýsingamerkið um dekk og hleðslu er staðsett á stoð miðjuhurðarinnar og sést þegar bílstjórahurðin er opin.
- Upplýsingamerki um dekk og hleðslu
- Vottunarmerki ökutækis
Fylgdu þessum leiðbeiningum þegar dekk eru köld og ökutækið hefur staðið kyrrt í meira en þrjár klukkustundir:
- Fjarlægðu ventilbjörgina.
- Ýttu loftþrýstingsmæli þétt að ventlinum til að mæla þrýsting.
- Ef þörf krefur skaltu hleypa lofti úr eða í til að ná ráðlögðum loftþrýstingi. Þú getur hleypt út lofti með því að ýta á málmstautinn í miðju ventilsins.
- Athugaðu þrýstinginn aftur og notaðu þrýstimælinn.
- Endurtaktu skref 3 og 4 eftir þörfum þar til dekkjaþrýstingur er réttur.
- Settu ventilbjörgina á aftur til að koma í veg fyrir óhreinindi. Athugaðu reglulega hvort ventillinn sé skemmdur og leki.
Of lítill loftþrýstingur er algengasta ástæða skemmda á hjólbörðum þar sem hann getur valdið ofhitnun dekkja, sem aftur leiðir til mikillar sprungumyndunar í hjólbarðanum, lauss sóla eða spungins dekks. Þessu fylgir aukin hætta á óvæntum missi á stjórn bílsins og auknum líkum á meiðslum. Of lítill loftþrýstingur skerðir einnig drægni bílsins og endingartíma hjólbarðasóla.
Felgur sem ekki eru rétt stilltar og ójafnvægisstillt dekk geta haft neikvæð áhrif á meðhöndlun, akstur og stýringu. Til að viðhalda dekkjum og felgum skaltu alltaf fylgja tillögðum leiðbeiningum um skipti á Tesla dekkjum.
Ég er með sprungið (lekt) dekk, hvað á ég að gera?
Athugaðu hvort dekkið er alveg loftlaust eða hvort það heldur lofti. Ef dekkið heldur lofti og þér finnst öruggt að keyra á næsta dekkjaverkstæði skaltu gera það. Hafðu samband við vegaaðstoð til að skoða hvaða þjónustukostir eru í boði.
Hver ætti dekkjaþrýstingurinn að vera?
Háð uppsetningu ökutækisins ætti loftþrýstingur í dekki að vera á bilinu 40-45 psi. Þú getur skoðað ökutækið þitt með því að opna bílstjórahurðina og skoða límmiðann meðfram grind ökutækisins. Límmiðinn sýnir loftþrýsting dekkja þegar dekkin eru köld. Til að ná sem bestri niðurstöðu skaltu skoða dekkjaþrýstinginn þegar ökutækið er heima hjá þér án þess að því hafi verið ekið eða það notað yfir sem minnsta akstursfjarlægð og hraða.
Get ég farið með skemmd dekk á dekkjaverkstæði þriðja aðila?
Já. Hægt er að fara með skemmd Tesla dekk á dekkjaverkstæði þriðja aðila í nágrenninu og skipta þeim út.