Sendu boð og aflaðu

Boðs- og fríðindaþjónustan veitir bæði nýjum og eldri viðskiptavinum aðgang að fríðindum við kaup á gjaldgengri vöru frá Tesla.

Ef þú átt inneign í eldri útgáfu af boðs- og fríðindaþjónustunni og ert með gjaldgenga vöru frá Tesla geturðu innleyst þá inneign í Tesla appinu þar til gildistíma hennar lýkur.

Athugaðu: Aðgangur að þessum eiginleika krefst útgáfu 4.37.5 eða nýrri útgáfu af Tesla appinu. Gakktu úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna af Tesla appinu með því að uppfæra það í snjalltækinu þínu.

Hvernig á að vinna inn fríðindi

Fáðu kaupandainneign

Til að geta fengið kaupandainneign þarftu að kaupa gjaldgenga Tesla vöru í gegnum boðstengil frá vini, auk þess sem þú mátt aldrei hafa átt gjaldgenga Tesla vöru áður.

Til að fá kaupandafríðindi skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Skoðaðu boðstengil vinarins.
  2. Kauptu gjaldgenga Tesla vöru að eigin vali í gegnum boðstengilinn.

Kaupandainneign eru einung í boði þegar fyrsta gjaldgenga Tesla varan er keypt. Eftir fyrstu kaup áttu ekki lengur rétt á kaupandainneign en þú getur enn fengið boðs- og vildarfríðindi.

Athugaðu: Ekki er hægt að nota boðstengla eftir að þú sendir inn pöntun. 

Fáðu boðsfríðindi

Deildu boðstenglinum þínum með vinum þínum og fáðu boðsfríðindi þegar einhver þeirra kaupir gjaldgenga vöru frá Tesla í fyrsta skipti í gegnum boðstengilinn þinn.

Til að fá boðsfríðindi skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Veldu „Sendu boð og aflaðu“.
  4. Ýttu á „Refer Now“.
  5. Af tengiliðalistanum skaltu velja vininn sem þú vilt senda á og senda boðsskilaboðin.

Þegar vinur þinn hefur sent inn pöntun birtast fríðindin þín sem „í bið“ í Tesla appinu fram til útgáfudags. Boðsfríðindi renna út 12 mánuðum eftir útgáfudag.

Athugaðu: Ekki er hægt að nota boðstengla eftir að pöntun hefur verið send.

Fáðu vildarfríðindi

Vildarfríðindi eru í boði ef þú átt gjaldgenga Tesla vöru sem tengd er sama Tesla reikningi og þú ert að kaupa aðra gjaldgenga Tesla vöru í gegnum. Vildarfríðindi eru einnig í boði ef þú varst áður með gjaldgenga Tesla vöru á Tesla reikningnum þínum og þú notar sama reikning til að kaupa aðra gjaldgenga Tesla vöru.

Til að fá vildarfríðindi skaltu fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Opnaðu Tesla appið.
  2. Ýttu á valmyndina efst til hægri.
  3. Veldu „Sendu boð og aflaðu“.
  4. Ýttu á „Loyalty“ á flipanum „Earn“ til að sjá gjaldgengar vörur.
  5. Kauptu Tesla vöruna sem þú vilt með því að nota netfangið sem tengist núverandi Tesla vörum þínum.

Eftir að þú hefur sent inn pöntunina þína munu fríðindi sjálfkrafa birtast sem „í bið“ í Tesla appinu fram til útgáfudags.

Gjaldgengi í boðs- og fríðindaþjónustu

Til að eiga rétt á að fá fríðindi í gegnum boðs- og fríðindaþjónustu þarftu að vera með gjaldgenga Tesla vöru á Tesla reikningnum þínum eða vera að kaupa fyrstu gjaldgengu Tesla vöruna þína í gegnum gildan boðstengil. Þegar þú hefur flutt eða fjarlægt allar gjaldgengar vörur af reikningnum þínum gildir boðstengillinn ekki lengur og þú færð ekki boðsfríðindi þegar vinur þinn pantar og tekur við fyrsta Tesla bílnum sínum fyrr en þú færð afhentan annan gjaldgengan Tesla bíl innan tímaramma áætlunarinnar.

Skilmálar

Gildir frá 27. nóvember 2024

Þegar þú tekur þátt í boðs- og fríðindaþjónustu Tesla samþykkirðu þessa skilmála og samþykkir að þeir geta tekið breytingum. Viðskiptavinir Tesla verða að hafa náð 18 ára aldri til að eiga rétt á fríðindum, sem ekki er hægt að framselja né innleysa fyrir reiðufé. Viðskiptavinir Tesla geta fengið vildarfríðindi allt að 10 sinnum yfir líftíma hvers Tesla reiknings. Viðskiptavinir Tesla geta einnig sent allt að 10 pöntunartilvísanir á hverju almanaksári og pöntunin þarf að fara fram í gegnum boðstengil viðskiptavinarins. Ekki er hægt að nýta boðstengla eftir að pöntunin hefur verið send og sami Tesla reikningurinn getur ekki notað hvern tengil oftar en einu sinni.

Öll innleyst fríðindi eru endanleg. Skil eða skipti eru ekki í boði nema þar sem Tesla ber lögum samkvæmt að samþykkja skil á viðkomandi vöru. Viðskiptavinurinn ber ábyrgð á sköttum, staðbundnum kröfum og gjöldum. Fríðindi í formi vara og aukabúnaðar eru einungis í boði á landsvæðum þar sem Tesla verslunin er starfrækt þar sem panta þarf viðkomandi vörur í Tesla versluninni. Aðeins aðaleigendur reikninga geta innleyst fríðindi. Ekkert í boðs- og fríðindaþjónustunni skal teljast stofna til tengsla milli þess aðila sem sendir boðið og Tesla eða nokkurs hlutdeildarfélags Tesla. Aðilinn sem sendir boðið hefur ekki heimild til að koma fram fyrir hönd eða skuldbinda Tesla á nokkurn hátt. Þessi þjónusta og fríðindi hennar eru háð og falla undir staðbundin lög og reglur sem gilda fyrir skráð heimilisföng þess aðila sem sendir boðið og kaupanda. 

Hægt er að innleysa fríðindi með eftirfarandi Tesla vörum:

  • Supercharger hraðhleðsla
  • Uppfærslur
  • Þjónustubókanir
  • Kaup í Tesla verslun

Ef viðskiptavinur vill innleysa boðsinneign til að greiða fyrir útistandandi skuld fyrir Supercharger hraðhleðslu, þjónustubókun í Tesla appinu, kaup í Tesla verslun eða kaup á uppfærslu þarf viðkomandi að greiða allan kostnað við kaupin með Tesla inneign.

Viðskiptavinir geta ekki notað Tesla inneignir til að kaupa áskriftir, til dæmis Premium tengingu. Tesla inneignir er ekki hægt að gefa aftur út, flytja eða innleysa fyrir reiðufé og þær gilda ekki við kaup á Tesla gjafakortum eða áfengi.

Við kynnum þjónustu sem þessa í góðri trú og væntum þess að það sé endurgoldið. Markmið þessarar þjónustu er að verðlauna trygga viðskiptavini Tesla fyrir að deila ástríðu sinni á vörum frá Tesla með vinum og fjölskyldu. Til að taka af allan vafa er ekki við hæfi að greiða fyrir auglýsingar, selja eða borga fyrir eða bjóða upp á hvata sem tengjast notkun boðstengla og við munum ekki afgreiða boðstengla sem tengjast hegðun sem brýtur gegn þessum skilmálum. Viðskiptavinir sem brjóta gegn reglum Tesla eru útilokaðir frá þjónustunni. Boðs- og fríðindaþjónusta Tesla er ekki í boði til frambúðar. Ef inneignir eru ekki nýttar meðan á þjónustunni stendur áskiljum við okkur rétt til að afturkalla inneignir þegar þjónustunni lýkur. Við getum ekki brugðist við öllum glæpsamlegum atvikum né munum við reyna það, en við lofum að sinna okkar skyldum á sanngjarnan máta. Ef þú ert ósammála okkur er það á þína ábyrgð að sýna okkur fram á að þú hafir ekki brotið gegn reglum Tesla eða þessum skilmálum.

Algengar spurningar
Algengar spurningar Sýna allt Fela allt

1 Þú getur ekki notað Tesla inneignina þína til að kaupa áskriftir. Tesla inneignir er ekki hægt að gefa aftur út, flytja eða innleysa fyrir reiðufé og þær gilda ekki við kaup á Tesla gjafakortum eða áfengi.