Autopilot og full sjálfkeyrslugeta
Autopilot er háþróað akstursaðstoðarkerfi sem tryggir aukið öryggi og þægindi við akstur. Þegar Autopilot er notað á réttan hátt minnkar það álag á þig við aksturinn. Allir nýir Tesla bílar eru búnir myndavélum og öflugri myndvinnslu sem tryggir öryggi enn frekar. Model 3 og Model Y sem framleiddir eru fyrir Evrópu og Mið-Austurlönd eru nú búnir Tesla Vision myndavélakerfi, sem byggir á háþróuðu myndavélakerfi Tesla og tauganetsvinnslu til að knýja Autopilot og tengda eiginleika í stað ratsjár.
Autopilot er staðalbúnaður í öllum nýjum Tesla ökutækjum. Fyrir eigendur sem fengu afhendingu á ökutækjunum sínum án Autopilot eru tveir Autopilot-pakkar í boði til kaups, en það fer eftir því hvenær ökutækið þitt var smíðað: Enhanced Autopilot og full sjálfkeyrslugeta.
Autopilot, Enhanced Autopilot og full sjálfkeyrslugeta eru ætluð til notkunar þannig að bílstjóri hafi áfram fulla athygli við akstur, hafi hendur á stýri og geti tekið við stjórninni hvenær sem er. Eiginleikarnir eru hannaðir til að verða betri með tímanum en þeir eiginleikar sem nú eru fyrir hendi gera bílinn ekki sjálfakandi.
Autopilot er akstursaðstoðarpakki sem hægt er að kaupa áður en þú kaupir ökutækið eða eftir að það hefur verið afhent og bætir nýrri virkni við Tesla bifreiðina sem gerir akstur öruggari og minnkar álag þegar þú keyrir. Í tiltækum pökkum eru:
Autopilot
- Umferðarnæmur hraðastillir: Stillir hraða ökutækisins í samræmi við umferðina
- Autosteer: Hjálpar til við að stýra bílnum þar sem akreinar eru greinilega merktar og notar umferðarnæman hraðastilli
Enhanced Autopilot
- Sjálfvirk akreinaskipti: Hjálpar til við að færa bílinn á aðliggjandi akrein á þjóðveginum þegar bílstjóri gefur stefnuljós
- Navigate on Autopilot (beta): Bætir sjálfvirk akreinaskipti og veitir bílstjóra leiðbeiningar um akstur af þjóðvegi, leggur meðal annars til akreinaskipti og veitir aðra akstursaðstoð
- Autopark: Hjálpar þér að leggja ökutækinu með einni snertingu
- Dumb Summon: Ekur bílnum í og úr þröngum bílastæðum í gegnum appið
- Actually Smart Summon: Bíllinn þinn getur ekið við flóknari aðstæður og lagt í flóknari stæði, ekið fram hjá hindrunum eins og þörf krefur og ekið til þín á bílastæði nálægt þér.
Full sjálfkeyrslugeta
- Allir eiginleikar Basic Autopilot og Enhanced Autopilot
- Stýring vegna umferðarljósa og stöðvunarskilta (tilraunaútgáfa): Þekkir stöðvunarskilti og umferðarljós og hægir á ökutækinu þegar það nálgast slíkt undir virku eftirliti þínu.
- Fyrirhuguð:
- Autosteer á borgargötum
Virkir eiginleikar Autopilot, Enhanced Autopilot og fullrar sjálfkeyrslugetu krefjast virks eftirlits bílstjóra og gera ökutækið ekki sjálfstýrt. Virkjun og notkun þessara eiginleika er háð því að ná fram áreiðanleika sem er meiri en mannlegir ökumenn hafa sýnt á milljörðum eknum kílómetrum sem og samþykki eftirlitsaðila en slíkt kann að taka langan tíma innan ákveðinna lögsagnarumdæma. Eftir því sem Autopilot, Enhanced Autopilot og full sjálfkeyrslugeta Tesla þróast verður ökutækið þitt stöðugt uppfært með þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum.
Áður en þú notar Autopilot skaltu lesa eigendahandbókina til að fá leiðbeiningar og frekari öryggisupplýsingar. Þegar þú notar Autopilot er það á þína ábyrgð að vera vakandi, hafa hendur á stýri og hafa stjórn á bílnum allan tímann. Sjálfgefið er slökkt á mörgum Autopilot eiginleikum okkar, til dæmis Autosteer, Navigate on Autopilot og Dumb Summon. Til að kveikja á þeim þarftu að fara í valmyndina „Autopilot stýringar“ á stillingarflipanum og kveikja á þeim.
Áður en kveikt er á Autopilot þarf bílstjóri að samþykkja „keep your hands on the steering wheels at all times“ og „maintain control and responsibility for your vehicle“. Síðan mun „keep your hands on the wheel“ birtast í hvert sinn sem bílstjóri notar Autopilot.
Umferðarnæmur hraðastillir
Til að virkja umferðarnæmann hraðastilli í Model S og Model X skaltu toga hraðastillirofann vinstra megin við stýrið einu sinni í átt að þér. Í Model 3 og Model Y skaltu ýta einu sinni niður á akstursrofann til hægri við stýrið.
Autosteer
Til að virkja Autosteer í Model S og Model X skaltu toga akstursrofann til vinstri við stýrið tvisvar í átt að þér. Í Model 3 og Model Y skaltu toga niður akstursrofann hægra megin við stýrið. Grátt stýristákn birtist á skjánum, við hliðina á hraðamælinum, þegar hægt er að nota kerfið. Blátt stýristákn birtist á skjánum, við hliðina á hraðamælinum, þegar kveikt er á Autosteer.
Þegar Autosteer er í notkun mælir hún það snúningsátak sem þú nota við stýrið og ef ónógu snúningsátaki er beitt minna síhækkandi hljóð- og sjónviðvaranir þig á að á að setja hendur á stýrið. Þetta hjálpar til við að tryggja að þú sért vakandi og þjálfar góðar akstursvenjur. Ef þú hunsar þessar viðvaranir ítrekað geturðu ekki notað Autopilot frekar á meðan á þeirri ferð stendur.
Sjálfvirk akreinaskipti
Til að hægt sé að skipta um akrein með aðstoð þarf að vera kveikt á Autosteer og bílstjórinn að hafa hendur á stýri. Ökumaður þarf að staðfesta aðstoð við akreinaskipti með því að gefa stefnuljós í þá átt sem þú vilt fara.
Navigate on Autopilot
Navigate on Autopilot er hannað til að koma þér á áfangastað á betri hátt með því að leiðbeina þér af þjóðveginum, stinga upp á akreinaskiptum, hjálpa þér af einum þjóðvegi á annan og aðstoða þig við að fara af veginum. Eiginleikinn er hannaður til að auðvelda þér að finna og fylgja hagkvæmustu leiðinni að áfangastað þegar Autopilot er í notkun.
Til að kveikja á eiginleikanum þarftu fyrst að kveikja á Autosteeru með því að fara í Controls > Autopilot > Autosteer og kveikja síðan á eiginleikanum Navigate on Autopilot. Fínstillingar á myndavél er krafist og sækja þarf nýjustu útgáfuna af leiðsagnarkortum gegnum Wi-Fi.
Fyrir hverja leið þar sem Navigate on Autopilot er í boði geturðu kveikt á eiginleikanum með því að ýta á hnappinn NAVIGATE ON AUTOPILOT sem er staðsettur í Navigation Turn listanum. Þú getur einnig kveikt á Navigate on Autopilot þegar áfangastað er slegið inn og kveikt er á Autopilot með því að breyta Navigate on Autopilot stillingunum í Controls > Autopilot > Customize Navigate on Autopilot.
Á Model 3 og Model Y er hægt að kveikja á Navigate on Autopilot á flestum þjóðvegum með því að ýta gírrofanum tvisvar snöggt niður.
Á Model S og Model X er hægt að kveikja á Navigate on Autopilot á flestum þjóðvegum með því að ýta akstursrofa tvisvar hratt í áttina að þér.
Autopark
Ef ökutækið þitt sér stað fyrir bílastæði mun grátt „P“-tákn birtast vinstra eða hægra megin á mælaborðinu, en það fer eftir staðsetningu bílastæðisins. Autopark skynjar stæði þar sem hægt er að leggja samsíða ef ekið er á minna en 24 km/klst og stæði þar sem hægt er að leggja hornrétt þegar ekið er á minna en 16 km/klst.
Til að nota Autopark skaltu ýta á bremsuna og færa gírvalið í „Reverse“. Hafðu fótinn á bremsunni. „Start Autopark“ mun birtast í bláum texta á snertiskjánum – ýttu þar til að ræsa eiginleikann og slepptu bremsunni og stýrinu. Autopark mun þá byrja að hreyfa ökutækið inn í bílastæðið með því að stjórna hraða ökutækisins, gírskiptingu og stýrihorni en þú ættir að muna að fylgjast með og vakta bakkmyndavélina til að athuga með hindranir.
Þegar Autopark er lokið mun ökutækið láta þig vita að búið sé að leggja því og fara svo í „Park“. Þú getur hnekkt Autopark hvenær sem er með því að taka stjórn á stýrinu.
Dumb Summon
Til að nota Dumb Summon skaltu opna Tesla appið. Ýttu á „Kalla á“ og haltu síðan fingri á áfram- eða bakkhnappinum. Dumb Summon er líka hægt að samþætta við HomeLink. Það getur opnað bílskúrshurðina og ekið bílnum úr bílskúrnum.
Actually Smart Summon
Actually Smart Summon er hannað til að gera bílnum þínum kleift að aka til þín eða á staðsetningu að þínu vali og aka fram hjá hlutum og stoppa við þá, eins og þörf krefur, undir þínu eftirliti. Actually Smart Summon, rétt eins og Dumb Summon, er einungis ætlað til notkunar á einkabílastæðum og innkeyrslum. Þú berð áfram ábyrgð á bílnum og verður að hafa eftirlit með honum og umhverfi hans öllum stundum. Einnig verður hann að vera innan sjónsviðs þíns því ekki er víst að hann greini allar hindranir. Sýndu sérstaka aðgát í kringum fólk á mikilli ferð, reiðhjól og önnur ökutæki.
Til að nota Actually Smart Summon skaltu opna Tesla appið og ýta á „Kalla á“. Til að kveikja á eiginleikanum skaltu halda fingri á hnappinum „Komdu til mín“. Einnig er hægt að ýta á táknið fyrir áfangastað, velja áfangastað með því að færa kortið til og halda síðan fingri á hnnappinum „Fara á áfangastað“. Þú getur stöðvað akstur bílsins hvenær sem er með því að sleppa hnappinum.
Actually Smart Summon vinnur með Tesla appinu þínu og GPS eiginleika símans þegar kveikt er á því. Þú mátt ekki vera meira en u.þ.b. 6 metra frá bílnum þínum til að nota það og bíllinn getur aðeins ekið 20 metra. Actually Smart Summon krefst nýjustu útgáfunnar af Tesla appinu (3.10.0 eða nýrri). Frekari upplýsingar um eiginleikann eru í eigendahandbókinni.
Stýring vegna umferðarljósa og stöðvunarskilta (tilraunaútgáfa)
Stýring vegna umferðarljósa og stöðvunarskilta (tilraunaútgáfa) ber kennsl á stöðvunarskilti og umferðarljós og hægir sjálfkrafa á ökutækinu þegar þú nálgast þau meðan þú notar Autopilot, undir virku eftirliti þínu. Til að kveikja á þessu skaltu færa ökutækið yfir í PARK og ýta á Controls > Autopilot > Traffic Light and Stop Sign Control (Beta) og kveikja síðan á Umferðarnæmur hraðastillir eða Autosteer.
Þegar kveikt er á stýringu á umferðarljósum og stöðvunarskiltum (tilraunaútgáfa) birtir akstursmyndgervingin umferðarljós, stöðvunarskilti eða vegamerkingar fram undan á gatnamótum þar sem ökutækið þitt gæti þurft að stoppa. Þegar þú nálgast gatnamót, jafnvel þó að umferðarljósin séu græn, mun ökutækið sýna rauða línu sem gefur til kynna hvar ökutækið mun stoppa og hvar það mun byrja að draga úr hraða. Til að halda áfram gegnum stöðvunarlínuna skaltu toga í Autopilot-stöngina eða ýta stuttlega á hraðapedalann til að staðfesta að óhætt sé að halda áfram. Sem stendur snýr Stýring vegna umferðarljósa og stöðvunarskilta ekki bílnum, hvort sem þú ert á beygjuakrein eða ert með kveikt á stefnuljósinu.
Tilkynningar á snertiskjánum gefa upp stöðvunarástæðu (stöðvunarmerki eða umferðarljós) og gefa einnig upp áætlaða fjarlægð að þeim punkti þar sem bíllinn mun stoppa. Ef umferðarljósatilkynningin sýnir ekki ljósan lit hefur ökutækið þitt ekki staðfest stöðu umferðarstýringar.
Eins og með alla eiginleika Autopilot þarftu að passa að hafa stjórn á ökutækinu, fylgjast með umhverfinu og grípa til aðgerða strax, þar á meðal með því að hemla. Þessi eiginleiki er í tilraunaútgáfu og ekki er víst að hann virki við öll umferðarmerki. Ef kveikt er á stýringu vegna umferðarljósa og stöðvunarskilta á vegum þegar kveikt er á Autosteer verður hraðinn hjá þér takmarkaður við uppgefið hámark. Skoðaðu eigendahandbókina til að fá frekari upplýsingar, notkunarleiðbeiningar og viðvaranir.
Virkir öryggiseiginleikar eru staðalbúnaður í öllum Tesla ökutækjum sem framleidd voru eftir september 2014. Þannig er alltaf hægt að tryggja meiri vernd. Autopilot vélbúnaðurinn og hugbúnaðurinn gerir þessa eiginleika mögulega og innifelur eftirfarandi:
- Sjálfvirk neyðarhemlun: Skynjar bíla eða hindranir á vegi ökutækisins og bremsar í samræmi við það
- Árekstrarvari að framan: Varar við yfirvofandi árekstri við ökutæki sem hreyfast hægar eða eru kyrrstæð
- Viðvörun um hliðarárekstur: Varar við hugsanlegum árekstrum við hindranir til hliðar við ökutækið
- Hindrunarvöktuð hraðaaukning: Dregur úr hröðun þegar hindrun greinist fyrir framan ökutækið þegar ekið er á litlum hraða
- Blindpunktsvöktun: Varar við þegar vart verður við ökutæki eða hindrun þegar skipt er um akrein
- Akreinarheldni: Leiðréttir stýrið til að halda ökutækinu á tilætlaðri akrein
- Akreinarheldni í neyð: Stýrir ökutækinu aftur á akreinina þegar skynjað er að ökutækið sé að fara af akreininni og árekstur gæti orðið
Virkir öryggiseiginleikar eru hannaðir til að aðstoða bílstjóra en geta ekki brugðist við í öllum aðstæðum. Þú berð ábyrgð á því að vera vakandi, aka með öruggum hætti og hafa stjórn á ökutækinu við allar aðstæður.