Áhrifaskýrsla 2023

Sjálfbær framtíð er innan seilingar

Sjálfbær framtíð er innan seilingar

Komið í veg fyrir losun á 20 milljónum tonna af koltvísýringi
Með það markmið að leiðarljósi að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í sjálfbæra orku búum við til vörur sem leysa af hólmi ýmsa helstu mengunarvalda jarðarinnar. Allar vörur við seljum gerir eigendum þeirra kleift að draga úr losun. Árið 2023 komu viðskiptavinir okkar í veg fyrir losun á yfir 20 milljónum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið.
Með það markmið að leiðarljósi að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í sjálfbæra orku búum við til vörur sem leysa af hólmi ýmsa helstu mengunarvalda jarðarinnar. Allar vörur við seljum gerir eigendum þeirra kleift að draga úr losun. Árið 2023 komu viðskiptavinir okkar í veg fyrir losun á yfir 20 milljónum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið.

Tekist á við loftslagsbreytingar

Við hjá Tesla sjáum fyrir okkur heim þar sem allt er knúið með endurnýjanlegri orku. Starfsfólk okkar hefur einsett sér að leysa vandamál sem munu hafa mikilvægustu áhrifin á losun.

Þróun vistkerfis

Við hönnum og framleiðum fullkomlega samþætt vistkerfi fyrir orku og samgöngur. Vörur okkar vinna saman að því að hámarka áhrif sín.

Rafbílar og vörur sem ganga fyrir sjálfbærri orku hafa mun betri umhverfisáhrif en sambærilegir kostir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta innfelur allan líftímann, frá hráefnavinnslu til notkunar og förgunar vörunnar.
Rafbílar og vörur sem ganga fyrir sjálfbærri orku hafa mun betri umhverfisáhrif en sambærilegir kostir sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þetta innfelur allan líftímann, frá hráefnavinnslu til notkunar og förgunar vörunnar.
Umhverfisfótspor okkar lágmarkað
Model 3 í Fremont, Kaliforníu
Model 3 í Gigafactory Sjanghæ
Ólíkt bílum með brunahreyfla er hægt að kolefnisleysa framleiðslu og líftímanotkun rafbíla. Markmið okkar er að allar verksmiðjur Tesla séu kolefnishlutlausar og hver ný verksmiðja er því byggð til að verða betri og sjálfbærari en sú síðasta.
Ólíkt bílum með brunahreyfla er hægt að kolefnisleysa framleiðslu og líftímanotkun rafbíla. Markmið okkar er að allar verksmiðjur Tesla séu kolefnishlutlausar og hver ný verksmiðja er því byggð til að verða betri og sjálfbærari en sú síðasta.
Framleiðslufótspor okkar minnkað

35%

minni orka notuð fyrir hvern bíl sem framleiddur er í Sjanghæ samanborið við Fremont.

100%

af raforku Gigafactory Berlín voru jöfnuð með endurnýjanlegri orku árið 2023.

49%

allra HVAC-kerfa í Gigafactory Nevada sem ganga á breytilegum stjórntækjum.

35%

minni orka notuð fyrir hvern bíl sem framleiddur er í Sjanghæ samanborið við Fremont.

100%

af raforku Gigafactory Berlín voru jöfnuð með endurnýjanlegri orku árið 2023.

49%

allra HVAC-kerfa í Gigafactory Nevada sem ganga á breytilegum stjórntækjum.

Umskiptin
einfölduð

Margir hafa áhyggjur af því að geta þeirra til að hlaða rafbílana sína hafi áhrif á notagildi og nothæfi þeirra. Þótt þægilegast sé að hlaða heima hjá sér yfir nótt gerir víðfeðma, ofurhraðvirka og áreiðanlega Supercharger-hleðslunetið okkar þér kleift að eyða minni tíma í að skipuleggja aksturleiðina í kringum hleðslu og meiri tíma í að njóta ferðarinnar.

Ódýrari en þú heldur

Ódýrari en þú heldur

Model Y er afhentur með staðalbúnaði sem skilar akstursupplifun í anda lúxusbíla sem bæði kosta meira og eru dýrari í rekstri. Þegar tekið er tillit til hvata, eldsneytissparnaðar og lágum viðhaldskostnaði er heildarkostnaður Model Y nánast sá sami og heildarkostnaður hefðbundinna fjöldaframleiddra bíla.

Þó að verðlagningin á Model 3 og Model Y sé sambærileg við úrvalsbíla með brunahreyfil (og undir meðalsöluverði nýrra bíla í Bandaríkjunum) er kostnaðurinn við eignarhald á Model 3 og Model Y sambærilegur við fjöldaframleidda bíla með brunahreyfil, ef tekið er tillit til hvata, eldsneytissparnaðar og lágmarksviðhalds.

Supercharger-netið okkar er stærsta hraðhleðslunet í heimi. Þetta alþjóðlega hleðslunet var með 99,97% nýtingartíma og nýtti 100% endurnýjanlega orku árið 2023. Því var náð með blöndu af tilföngum á hverjum stað og árlegri samsvörun á endurnýjanlegri orku.
Supercharger-netið okkar er stærsta hraðhleðslunet í heimi. Þetta alþjóðlega hleðslunet var með 99,97% nýtingartíma og nýtti 100% endurnýjanlega orku árið 2023. Því var náð með blöndu af tilföngum á hverjum stað og árlegri samsvörun á endurnýjanlegri orku.
Keyrsla á endurnýjanlegri orku

Það þarf fleiri til en Tesla

Full umskipti yfir í endurnýjanlega orku krefjast meira en viðleitni Tesla. Í 3. hluta aðgerðaráætlunarinnar auðkennum við fimm lykilþætti sem við teljum að geti flýtt sem mest fyrir umskiptunum yfir í sjálfbæra orku. Á meðan Tesla vinnur að því að klára fyrstu tvö skrefin þurfum við á öðrum leiðtogum í iðnaðinum að halda til að hjálpa okkur að flýta fyrir síðustu þremur skrefunum. Við vonum að þú getir stutt þessi umskipti með okkur.

Starfsfólk okkar leikur lykilhlutverk í að ná markmiði okkar
Við hjá Tesla styðjum starfsfólk okkar við að byggja upp þýðingarmikinn starfsferil með samkeppnishæfum launum og góðum fríðindum, ásamt því að veita því einstök tækifæri til að hafa áhrif.
Við hjá Tesla styðjum starfsfólk okkar við að byggja upp þýðingarmikinn starfsferil með samkeppnishæfum launum og góðum fríðindum, ásamt því að veita því einstök tækifæri til að hafa áhrif.
Að vera frumkvöðull merkir að veita fólki færnina til að stuðla að framtíð sjálfbærrar orku. Starfsmannaþróunaráætlanir okkar innihalda fræðslu sem snýst um virka nálgun til að hvetja ungt fólk í gegnum STEM-námskeið og viðburði sem eiga að vekja forvitni.
Að vera frumkvöðull merkir að veita fólki færnina til að stuðla að framtíð sjálfbærrar orku. Starfsmannaþróunaráætlanir okkar innihalda fræðslu sem snýst um virka nálgun til að hvetja ungt fólk í gegnum STEM-námskeið og viðburði sem eiga að vekja forvitni.
Undirbúningur starfsfólks fyrir sjálfbæra framtíð

Áhrifaskýrsla

Skoðaðu áhrif okkar.

1 Uppitími Supercharger-hleðslustöðva endurspeglar meðalhlutfall hleðslustöðva á heimsvísu sem skiluðu að minnsta kosti 50% af daglegum afköstum sínum á árinu.